blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 38
38IFÓLK FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 blaðið Smáborgarinn getur verið óttalega ; smáborgaralegur stundum. Eina stundina hleypur hann með fjöldan- um, hrópandi slagorð, og þá næstu hreykir hann sér með hinum, sem telja sig yfir fjöldann hafinn og heldur fram algerlega öndverðum málstað. Aðjafn- aði er Smáborgarinn þó bara eins og allir góðir smáborgarar, einlægur og fallega þenkjandi. Smáborgarinn hefur sveiflast frá því að finnast kvennafrídagurinn hinn mik- ilverðasta samstaða fslenskra kvenna til þess að vera hin mesta fásinna. Auð- vitað er það mikilsvert að svona stór og margbreytilegur hópur fólks, með ólíkar skoðanir geti látið ágreining sinn lönd og leið og komið saman til að gæta sameiginlegra hagsmuna sinna. Að sama skapi er ákaflega sorglegt að svona stór hópur manna og kvenna skuli finnast öryggi sínu ógnað með einni góðri hópsamkomu. Smáborgarinn getur vel sýnt þessum öryggislausu mönnum, og konum, dálítinn skilning en á erfiðara með um- burðarlyndið. Það hefur sagan enda Isýnt að stærsta ógn þessa heims eru miður gefnir karlar og undirgefnar kon- ur. Og það hefur aldrei verið góðs viti að sýna slíkri hættu umburðarlyndi. Það er eins og að bjóða hættunni heim. Svo er það hin hliðin á peningnum. Þegar hættan hefur fyrir löngu gert sig heimakomna og hreiðrað um sig í öllum helstu burðarbitum, skúmum og skotum. Þá finnst Smáborgaranum oft eins og það þurfi heilmikla sam- stöðu til að halda'uppi fúinni grindinni, á meðan húrt er endursroíðuð,. Þess vegna sveiflast Smáborgarinn jafnt til þess að hampakvennafrídeginum og hatast út í hann; Smáborgarinn telur það nefnilega allt eins líklegt að úrtölu- raddir, smásmuguháttur og kjánalegur útúrsnúningur miður gefinna manna og undirgefinna kvenna verði til þess að hann verði enn á ný einn afarfárra til að halda uppi fúinni grindinni. Það hefur nefnilega gerst áður þegar konur tóku sér „frí' einn eftirmiðdag að þeim fannst nóg gert í þrjátíu ár. Það voru því sorglega fáir sem sýndu samstöðu um árabil. Smáborgarinn vill þó alls ekki vera vanþakklátur fyrir hjálpina um daginn en það þarf meira. Gæti ég fengið meira? HVAÐ FINNST ÞÉR? Hvað finnst þér um deilur Húsasmiðjunnar og Byko? Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) „Þarna er um að ræða stofur sem eru ekki innan SÍ A, en eins og þetta lítur út fyrir mér úr fjarlægð finnst mér þetta mál fyrst og fremst sýna þau verðmæti sem felast í starfsemi auglýs- ingastofa. Yfirleitt eru þau ekki sýnileg með ber- um augum en þau verða það þegar svona mál kemur upp og samkeppnisaðilar deila. Þarna er verið að deila um ákveðið „konsept" sem er það sem verið er að vinna með á auglýsingastof- um frá degi til dags. Svo vekur þetta mál einnig athygli á því sem er eiginlega kjarninn eða bak- beinið í starfi auglýsingastofa, en það er þetta trúnaðarsamband sem ríkir á milli auglýsinga- stofunnar og viðskiptavinar annars vegar, og hins vegar á milli stofunnar og neytenda. Ef að dregur eitthvað úr því trausti þá er mikill skaði skeður. En fyrst og fremst finnst mér þetta mál sýna fólki þau verðmæti sem felast í hugmynd- um eins og ég sagði. Ég tek það fram að ég er ekki að leggja neitt mat á hvað er rangt eða rétt í þessu ákveðna máli. Það gera þeir bara sem að málinu koma.“ Orlando Bloom ekki full kominn frekar en aðrir Orlando Bloom hefur viðurkennt að hann kunni ekki að dansa. Hann segist verða vandræðalegur þegar hann þarf að dansa og roðnar og blánar. Við upp- tökur á myndinni Elizabethtown in Kentucky neyddist hann til að dansa við frumsýninguna og ekki nóg með að hann þyrfti að dansa fyrir framan vinnu- félagana heldur þurfti hann að dansa fyrir framan fjölmiðlana. Hann þurfti að taka spor úr atriði þar sem hann sleppir fram af sér beislinu og byrjar að dansa. Verst að geta ekki verið z háum hœlum Kristin Davis, úr þáttunum Sex and the City, hlaut alvarleg íþróttameiðsli þrátt fyrir að hún væri ekki við æfingar. Hún slasaði sig þegar hún dvaldist á hóteli á Spáni. Hún var vakin klukkan 4 um nótt af því að hún fékk fax og þegar hún fór að ná í það rann hún og sleit liðband. „Ég dvaldist á hóteli og hrapaði á servíettu sem var á gólfinu. Þar lá ég kylliflöt og varð að fá íþróttalækni til að hlúa að meiðslunum. Það versta er að ég get ekki verið í háum hælum og ég hef ekki verið í flatbotna skóm í meira en sjö ár,“ sagði Kristin Davis. Lohan drap nœstum á megrunum Lindsay Lohan úr The Mean Girls hefur sagt frá því hvernig hún var næstum látin fyrr á árinu. Þegar hún var spurð af hverju hún hefði grennst svo mikið sagði hún fjölmiðlum að hún hefði unnið of mikið. „Ég gekk í gegnum erfitt tímabil þar sem ég þrælaði mér út af vinnu og hugsaði ekki um líkamann.“ Hún hefur sagt að hún sé móðguð á að vera alltaf sögð vera partý-stelpa en að margir vinir hennar skemmti sér mun meira en hún. Stjarnan missti mörg kíló en segir að henni hafi sjaldan liðið betur en í kyrrðinni á spítalanum. „Mér finnst ennþá gaman að fara út að skemmta mér en ég hef líka fundið aðrar leiðir til að láta mér líða betur“. ,Því verður varla trúað að Sam- fylkingin hafi nú bæst í þennan sauðakór sem aðhyllist einkafram- kvæmd sem trúarbrögð því að hún þykist nú á góðum degi hafa viðhorf hagsýninnar til markað- arins. En hvað á maður að halda þegar sjálf vonarstjarna flokksins og framtíðarleiðtogi talar eins og hann sé enn einn stjúpsonur Geirs Haarde í pólitík?" „Telur stjörnublaðamaður Baug- smiðlanna engan mun á því, hvern- ig fjölmiðlar segja fréttir og því, hvernig stjórnmálamenn lýsa skoð- unum andstæðinga sinna? Er Sig- ríður Dögg með þessu að réttlæta lélegan fréttaflutning Fréttablaðs- ins á þeirri forsendu, að hann sé sambærilegur við það og þegar stjórnmálamaður gagnrvnir sjón- armið andstæðings síns?íl Ármann Jakobsson, íslensku- frœðingur - www.murinn.is Fjárkrafa Loftmælinga á hendur ríkissjóði fyrir að annast grunn- þjónustu, sem skattborgaranum er ætlað að standa straum af kostn- aði við, er auk þess himinhá en ágæt vísbending um hvað gerist þegar fyrirtæki ná að seilast ofan í vasa skattborgarans í gegnum einkavædda starfsemi.“ Ögmundur Jónasson, alþingismað- ur - www.ogmundur.is Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra - www.bjorn.is „Það er því ekki bara ómanneskju- legt að draga lappirnar í uppbygg- ingu á hjúkrunarrýmum aldraðra eins og ráðamenn hafa gert heldur er það einnig bæði dýrt og heimsku- legt. Að láta aðhald í ríkisrekstri bitna svona harkalega á uppbygg- ingu hjúkrunarheimila er því dýr sparnaður.“ Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis- kona - www.althingi.is/johanna eftir Jim Unger „Ég finn ekki miðann minn. Get ég fengið ein- hvern bláan oq fínan?" - FATAHENGI 1-11 © Jim Unyet/dÍBl. by Ut»led Media, 2001 HEYRST HEFUR... Ekkert hefur enn verið upp- lýst um það hverjir eru nýir hluthafar í Árvaki, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Samkvæmt heimildum okkar eru Morgun- blaðsmenn farnir að horfa vest- urumhaf, til Ólafs Jóhanns Ólafsson- ar rithöf- u n d a r . Ó 1 a f u r Jóhann hefur átt farsælan feril í viðskiptalífi í Bandaríkjunum og innkoma hans í Morgunblað- ið myndi eflaust virka sem vít- amínssprauta. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Straumur fjárfestingabanki sé meðal nýrra hluthafa Árvakurs, en forráðamenn Morgunblaðsins hafa borið þá sögu til baka. Egill Helgason liggur ekki á skoðunum sínum á heima- síðu sinni og í gær var komið að FL Group. Hann segir að fyrir venjulegt fólk úti í bæ virki kaup Flugleiða á Sterling gjörsamlega óskiljanleg og að ekki hafi verið veittar neinar almennilegar skýringar á því hversvegnafyr- irtæki sem er keypt á 4 millj- arða er stuttu síðar selt á 15 milljarða. Síð- an segir Egill: .Mennirnir sem standa á bak við þetta eru ekki heldur beint traustvekj- andi. Einkennilega eru menn fljótir að gleyma á íslajidi. Pálmi Haraldsson var aðáliaiað- urinn í grænmetissvindlinö-., stóra. Fór eftir það huldu höfði og lét aðra svara fyrir málið. Þetta var massíft samsæri gegn íslenskum neytendum. Hannes Smárason var aðstoðarforstjóri hjá Decode á tíma hlutafjárút- boðsins fræga. Við munum 611 hvernig gengi fyrirtækisins var skipulega talað upp hér á gráa markaðinum. öll þessi mylla kostaði fjölda Islendinga aleig- una.“ Miðurstaða Egils Helgason- ar á vefsíðu sinni er þessi. „Það hlýtur að vekja stórar spurningar að sómafólk eins og Inga Jóna og Ragnhild- ur Geirsdótt- ir hverfa snögglega frá fyrirtæk- inu. í staðinn eru komnir í stjórn strákar eins og Sigurður Bollason og Magnús Ármann - sem til skamms tíma rak nekt- arstað í miðbænum. Þeir eru svona liðléttingar í klíkunni, með stóru körlunum, Pálma, Hannesi og Jóni Ásgeiri.“ eynir Traustason opnaði sig í við- tali við Kol- brúnu Berg- þórsdóttur hér í Blaðinu um síðustu helgi. Hann talaði meðal annars um uppvaxtarár- in á Flateyri og lýsti því þegar hann bjargaði ungum tví- burum, sem óknyttadrengir í bænum ætluðu að grýta. Núna, 40 árum síðar, barst Reyni óvænt símtal í vikunni. Á lín- unni var annar tvíburinn sem þekkti sig í grein Reynis. Þarna urðu mikljr fagnaðarfundir...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.