blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 39

blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 39
blaðið LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 39 Kaffið frá Te & Kaffi Te & Kaffi býður nú þrjár gæðablöndur í hagkvæmum 400 g umbúðum. Þú finnur kaffi við þitt hæfi frá Te & Kaffi í verslunum um land allt. stundin - bragðið - stemningin Drakk marga lítra af vatni Ásrún greip til ýmissa ráða til að láta sem hún hefði þyngst þar sem hún var vigtuð reglulega. „Eg drakk marga lítra af vatni til að sýnast þyngri svo ég gæti útskrifast af deild- inni. Einhvern tímann var ég líka með lóð falin inni á mér. Ég hugs- aði aldrei lengra en það, ég hugsaði ekki út í að ég væri að léttast með vatnsdrykkjunni og þyrfti að drekka ennþá meira næst. Þetta er náttúr- lega heilbrigð skynsemi, þú drekkur ekki fjóra lítra af vatni í einu því lík- aminn þolir það ekki en ég sá bara ekkert annáð í stöðunni. Eg þurfti að vakna klukkan fimm á morgnana og ég kastaði oft upp inn á milli en svo hélt ég bara áfram. Ég man hvað þetta var erfitt og ömurlegt en samt fannst mér verra að sýna að ég var búin að léttast. Ég þurfti alltaf að drekka meira og meira vatn og svo veiktist ég rosalega. Ég vissi ekki ná- kvæmlega af hverju ég var veik en þá var það vegna þess að líkaminn hafði ofkælst og blóðið var orðið of þunnt. Ég var í vinnu hálfan daginn þetta sumar, allt í einu sá ég ekki neitt og það leið yfir mig. Ég fór heim, lagðist í rúmið og var allan daginn að reyna að standa upp en gat ekki staðið í fæt- urna. Ég man hvað ég varð hrædd því ég hélt að ég hefði lamast.“ Fór að trúa á sjálfa mig Þegar Ásrún var 22 ára þá úskrif- aði hún sig af spítalanum með sam- þykki móður sinnar. 1 fyrsta sinn í langan tíma sá hún vonarglætu. „Það varð einhver hugarfarsbreyt- ing hjá mér en það gerðist eigin- lega bara eftir að ég fór að ganga til sálfræðings, Björn Harðarsonar. Hann vann með mig þangað til ég vildi breyta lífi mínu en ég hafði ekki viljað breyta .því áður. Mér fannst ekkert vera að mér, mér fannst ég bara vera grönn. Ég hélt að ef ég myndi ná bata þá yrði ég feit. Það tók marga tíma hjá honum þar til ég vildi taka á þessu og enn þá lengri tíma á meðan ég var að taka á þessu. Björn einblíndi ekki á mat og þyngd í meðferðinni eins og var gert á geðdeildinni heldur einbeitti hann sér að undirrótinni, „Mataræði mitt er orðið nokkurn veginn eðlilegt en efþað er niikið að gera hjá mér þá á ég til að létt- ast auðveldlega en það er aldrei með vilja & KAFF fE % hugsununum. Hann byggði upp þá trú í mér að ég gæti þetta og að ég gæti treyst honum. Eg held að það hafi hjálpað mér langmest. Ég held í rauninni að það sé engin leið að lækna átröskun með mat, þó það sé ásýndin á sjúkdómnum.“ Þarf að passa mig að borða Aðspurð hvort átröskunin muni ekki alltaf fylgja henni þó í dvala sé segir Ásrún að það hjálpi henni ekki að hugsa á þeim nótum. „Ég veit alveg að ég er í mikilli hættu ef ég verð fyrir áfalli og þá verð ég að passa mig. En mér finnst þetta samt ekki vera þannig að ég þurfi stöð- ugt að passa mig. Ég finn alveg að þetta er einhvers staðar inni í mér og ég þarf að passa mig að borða en mér finnst þetta ekki vera eins og stöðug fíkn. Mataræði mitt er orðið Þetta er náttúrlega heil- brigð skynsemi, þú drekkur ekki fjóra lítra afvatni í einu því líkaminn þolir það ekki. en ég sá bara ekkert annað í stöðunni. nokkurn veginn eðlilegt en ef það er mikið að gera hjá mér þá á ég til að léttast auðveldlega en það er aldrei með vilja. Mér finnst ég ekki þurfa að minna mig á að borða en ég þarf að passa mig á að borða nógu mikið því ég léttist mjög auðveldlega. Áftur á móti er ég enn þá dálítið matvönd, ég borðaði rosalega ein- hæft þegar ég var með átröskunina og þarf að venjast ákveðnum matar- tegundum aftur. Ég er ekki eins og ég var áður, hrædd við mat. Það er aðallega að venjast bragðinu,“ segir Ásrún og viðurkennir að stundum sjái hún eftir þeim tíma sem hún var veik. „Sérstaklega þegar ég hugsa um hvað ég hefði getað verið að gera,. En ég sé minna eftir þessu núna eftir að ég náði bata. Núna líður mér einhvern veginn það vel að ég reyni að hugsa ekki um þetta lengur. Eg er til dæmis ekki búin að lesa bókina eftir að hún kom út því það hefur áhrif á mig að rifja þetta upp.“ Hef sannað mig Ásrún segir að það hafi ansi margt breyst eftir að hún sigraðist á átröskuninni. „Fyrst fannst mér ótrúlega skrýtið að geta vaknað glöð, kvíða ekki neinu og hlakka til dagsins. Mér datt ekki í hug að ég gæti haft gaman af lífinu af því ég - hélt að lífið væri bara átröskunin eins og það hafði verið svo lengi. Ég var líka hrædd við að sigrast á átrösk- uninni því ég vissi ekki hvernig hitt lífið væri, hvernig væri að vera heil- brigð og hvort ég yrði kannski öm- urleg þannig. Núna finnst mér ótrú- lega gaman að fara í skólann, vinna og gera þetta venjulega því áður var aldrei neitt venjulegt," segir Ásrún sem lítur björtum augum fram á veginn. „Ég hlakka til að klára mitt nám og fara út á vinnumarkaðinn. Ég kvíði ekki fyrir neinu eins og ég gerði áður en ég kveið alltaf að ég myndi ekki standa mig og myndi ekki verða eins góð og ég ætlaðist til af mér. Núna finnst mér ég hafa sannað mig með því að ná bata.“ svanhvit@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.