blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 47

blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 47
GLITNIR Utrás í guðanna bænum hættið nú að tala um hina (slensku útrás eins og aldrei hafi neittjafn merkilegt komið fyrir. Það að bankarnir séu til dæmis að hasla sér völl erlendis hefur aldeilis vakið athygli. Af hverju vekur það ekki jafn mikla athygli og umtal að bankarnir skuli níðast á íslenskum viðskiptavinum? Tölum frekar meira um okurvexti eða þá staðreynd að bankarnir bjóða viðskiptavinum sínum erlendis mun betri kjör en tíðkast hér- lendis. Það er mjög merkilegt. Auðkennislykillinn Við komum til með að hugsa til hans eins og fótanuddtækjanna innan tíðar. Lykl- arnir eiga eftir að týnast og þá skapast mikill glundroði hjá þjónustuverum bankanna þegar þjónusta þarf allt þetta fólk með týndu lyklana. Arfa- slæm hugmynd. Slæmi strákurinn (e. bad boy effect) Fjöldi kvenna kannast við það að falla alltaf fyrir vonda gaurnum. Það er týpan sem er rosalega röffuð og drekkur alltaf illa á hverju djammi, heldur fram hjá en fer svo á bömmer. Vondi strákurinn er engu að síður oft mjög myndarlegur og þess vegna láta margar blekkjast. En ef þið hugsið þetta til enda, hvernig haldið þið þá að t slæmi strákurinn líti út eftir nokkur ár, þunnhærður og þunglyndur og ennþá á Pömmer. Ekkert svo svakalega spennandi. Olíusamráð Við verðum að rifja þetta aöeins upp af því að hlutirnir eiga það til að gleymast aðeins of fljótt hérlendis. Olíusamráðs- forstjórarnir eru nú lausir allra mála en slíkt gerist bara á íslandi þar sem allir gæta litla ríka vinarins. Þremenning- arnir voru mjög heppnir og sluppu með skrekkinn. Vanmetum þó ekki glæpinn og hættum aldrei að segja skammist ykkar. Teboð (slendingar eru ekkert svo miklar temann- eskjur, sem er synd. Te kemur oft i svo fallegum umbúðum, allskyns krukkur og pokar í fallegum litum sem hafa himneska angan. Drekkum meira te, bjóðum góðum vinum í heimsókn og tölum jafnvel með breskum hreim á meðan við sötrum úr bollanum. Hnallþórur Hafa verið litnar hornauga í nokkurn tima en gleðja engu aö síöur gesti þegar þær birtast á kaffiborðum landsmanna. Hvað er betra en stórar rjómatertur sem hægt er að gæða sér á (góðum félagsskap. Rjómi, svampkökubotn og ávextir úr dós standa alltaf fyrir sínu. blaftiö LAUGÁRDÁGUrTÍ' ÁPRÍl'2007'47 Hvernig verður helgin? AF HVERJUekki FÓTBOLTAFERBS^ ELDSTEIKT ER EKTA SMÁRALIND • ESSO ÁRTÚNSHÖFÐA • ESSO FOSSVOGI KOSINAÐUR? Æfingar á æfingar ofan „Helgin mín verður að mestu til- einkuð hljómsveitaræfingum, seg- ir Elís Pétursson meðlimur hljóm- sveitarinnar Jeff Who? „í dag fer ég fyrst upp í Borgarleikhús þar sem æfingar á söngleiknum Gretti standa yfir. Verkið verður frumsýnt eftir rúma viku 22. apr- íl og við erum á lokasprettinum. í kvöld fer ég síðan á aðra æfingu þá með strákunum mínum í hljóm- sveitinni og ég býst við einhverju stuði allavega nægilega miklu fyr- ir mig á laugardagskvöldi. í gær átti ég afmæli en hélt ekki upp á það að neinu vitu nema ég bakaði köku enda ekki um neitt stóraf- mæli að ræða. Ég fékk líka að ráða ýmsum litlum hlutum að tilefni afmælisins“ segir Elís en hann seg- ir að dagurinn hafi verið góður þrátt fyrir að lenda upp á föstudag- inn 13. „Vinur minn sagði reyndar að það hafi verið svona leiðinlegt veður vegna þess að ég hafi hagað mér svo illa á árinu en ég tek ekki mikið mark á þeirri staðhæfingu." Á morgun ætlar Elís að eyða degin- um í fermingarveislu frænda síns og sér síðan fram fram á rólegheit og sjónvarpsgláp eins og á að gera á góðum sunnudögum. VELDU COKE ZERO® MEÐ MÁLTÍÐ Á BURGER KING OG ÞÚ GÆTIR VERIÐ Á LEIÐ TIL LIVERPOOL MEÐ ÞREMUR BESTU VINUM ÞÍNUM lceland Express (» EKTA6RAGD 0 SYKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.