blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 17

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 17
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 33 kolbrun@bladid.net Þaö eru alltaf mis- tök aö líta um öxl. JohnWayne Afmælisbörn dagsins ROBERTO ROSSELLINI LEIKSTJORI, 1906 EDWARD GIBBON SAGNFRÆÐINGUR, 1737 EDMUND WILSON RITHÖFUNDUR, 1895 HARRY S.TRUMAN FORSETI, 1884 HVÍTT.iSVÖRTV Mikil reynsla Helga lýsir Ruben sem hlýjum og ein- lægum manni. „Hann hefur reynt mikið á ævinni og er mjög þakk- látur fyrir að hafa lifað það allt af. Hann hefur allar ástæður til að vera bitur en er algjörlega laus við það. Kærleikurinn streymir frá honum og hvert sem hann fer til að kynna bók sína vekur hann at- hygli á stöðu fatlaðra barna í Rúss- landi. Ég hef hitt móður hans og hún sagði mér frá því hversu mjög henni brá þegar Ruben hringdi bjöllunni hjá henni og kynnti sig sem soninn sem hún hafði talið látinn fyrir 35 árum. Nú búa þau Roni og ísland Roni Horn er einn af virtari lista- mönnum samtímans. Sýning á verkum hennar verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur - Hafnar- húsi föstudaginn 11. maí kl. 17. Sýningin My Oz í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi er yfirgripsmesta sýning á verkum Roni Horn sem sett hefur verið upp á Norðurlöndum. Verkin á sýningunni eru valin í samvinnu við listamanninn og er ætlað að endurspegla náið samband hennar við ísland en jafnframt að veita innsýn í feril hennar. Á sýningunni eru Ijósmyndir, þrívíð verk, teikningar og bækur. Roni Horn hefur heimsótt Island reglulega síðan á miðjum átt- unda áratugnum, þegar hún kom hingað sem ungur listnemi. Hún hefur ferðast meira um landið en flestir Islendingar og í mörgum af sínum þekktustu verkum hefur hún sótt innblástur sinn í óspillta náttúru landsins. Skemmst er að minnast Vatnasafnsins / Library of Water sem opnað var í Stykkishólmi í liðinni viku og geymir meðal annars vatn úr 24 jöklum landsins. Vatnasafnið ásamt sýningunni My Oz hefur laðað til sín tugi erlendra gesta og blaðamanna frá öllum helstu listatímaritum heims sem fjalla um verk Roni Horn á íslandi. Kraftmikil Kyrralífsmyndir úr langri sambúð Föstudaginn 11. maí kl. 17:00 verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýning á kyrralífs- myndum Louisu Matthíasdóttur og Leland Beli. Sýningin ber heitið Kyrralífsmyndir úr langri sambúð en hún samanstendur af uppstillingum sem málaðar eru með olíu og akrýllitum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21:00. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 24. júní. Örlagasaga fatlaðs drengs saman í Berlín ásamt hálfsystur Rubens. Það voru vinir móður Rubens, fjölmiðlafólk og rithöfundar, sem hvöttu hann til að skrifa eftir að hafa lesið smásögu eftir hann. Eft- ir að hafa sent frá sér þessa bók hefur hann skrifað skáldsögu sem heitir Skák og segir frá tveimur drengjum sem alast upp á stofnun og drepa tímann með því að tefla. Þegar Ruben var barn lá hann í bókurn og las sér mikið til um skák og tefldi oft í huganum. Þeg- ar ég tók viðtalið við hann hafði hann gaman af því að ég væri frá íslandi því hann fylgdist á sínum tíma með einvígi Fischers og Spas- sky í Reykjavík. Það var mikil reynsla að hitta Ru- ben og í hvert sinn sem ég sé fatl- aða manneskju verður mér hugsað til hans,“ segir Helga. ókin Hvítt á svörtu eftir Ruben Gallego er kom- in út hjá JPV útgáfu í ís- lenskri þýðingu Helgu Brekkan. I bókinni lýsir Ruben á áhrifamikinn hátt æsku sinni á fjölmörgum stofnun- um í Sovétríkjunum þar sem hann ólst upp frá 18 mánaða aldri. Ruben fæddist árið 1968 í Moskvu og var fatlaður. Einn daginn fór móðir hans í skólann en þegar hún sneri aftur var henni sagt að sonur henn- ar væri dáinn. Afi Rubens hafði látið flytja hann á stofnun og það var ekki fyrr en árið 1991 sem Ru- ben tókst að flýja frá elliheimilinu sem hann dvaldi á. Hann hóf leit að móður sinni sem þá vann fyr- ir Radio Europe í Prag og býr nú með henni í Berlín. Ruben skrifaði Svart á hvítu á tölvu með vísifingri vinstri handar. Bókin kom út árið 2002 og ári eftir hlaut hún virtustu bókmenntaverðlaun Rússlands, Booker-verðlaunin. Fötluð börn á stofnunum „Ég las bókina fyrst á sænsku og keypti síðan rússnesku útgáfuna,“ segir þýðandinn, Helga Brekkan. „Bókin heillaði mig mjög. Ég tók viðtal við Ruben fyrir íslenskt blað og tók það á rússnesku. Ég hafði verið að gæla við hugmyndina um að þýða bókina og í viðtalinu stakk Ruben einmitt upp á því að ég gerði það og úr því varð. Fyrst og fremst vildi ég þýða bók- ina vegna þess að hún veitir góða innsýn í það hvernig var að vera fatl- að barn í Sovétríkjunum. Ástandið hefur ekkert batnað á seinni árum, þvert á móti og enn eru fjölmörg fötluð börn á stofnunum í Rúss- landi." Helga Brekkan „Fyrst og fremst vildi ég þýða bókina vegna þess að hún veitir góða innsýn íþað hvernig var að vera fatlað barn íSovétríkjunum." Marlene Stofnun Paramount menningarmolinn Á þessum degi árið 1914 var Par- amount-kvikmyndafélagið stofnað. Það varð á fremur skömmum tíma eitt valdamesta kvikmyndafyrirtæk- ið i Hollywood. Meðal þekktustu stjarna fyrirtækisins á tímum þöglu myndanna voru Gloria Swanson, Rudolph Valentino og Douglas Fair- banks. Þrátt fyrir velgengni var fjár- hagur fyrirtækisins óstöðugur og það varð gjaldþrota árið 1933. Tveim- ur árum síðar var það endurreist og við tók blómatími þar sem stjörnur á borð við Gary Cooper, Claudette Colbert og Marlene Dietrich skinu skært. Nokkrar eignarbreytingar hafa orðið á fyrirtækinu síðan það var stofnað en það er enn við lýði og orðið langlífasta kvikmyndafyrir- tæki Bandaríkjanna. Meðal þekktra kvikmynda sem fyrirtækið hefur sent frá sér síðustu áratugi eru Guð- föður-myndirnar og Indiana Jones- myndirnar. tangóhliómsveit Fimmtudaginn 31. maí mun Kramhúsið í samvinnu við AIM festival standa fyrir tónleikum argentínsku stórhljómsveitar- innar Orquesta Tipica Fernandez Fierro á NASA við Austurvöll. Fernandez Fierro er meðal vin- sælustu tangóhljómsveita í heim- inum í dag og eru þeir þekktir fyrir kraftmikla tónleika þar sem þeir flytja hinn klassíska tangó af mikilli ástríðu en á nýjan og ögr- andi hátt. Hljómsveitina skipa 12 hljóðfæraleikarar af yngri kynslóðinni sem spila tangó á strengjahljóðfæri, bandóníum og píanó og hefur þeim verið lýst sem „tangóbandi með rokk- araframkomu” vegna ögrandi framkomu sinnar og „pönkaðs” yfirbragðs. Forsala miða er hafin í Kramhúsinu. -1 C ■v

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.