blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 22
38 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 íþróttir ithrottir@bladid.net blaöiö er FJÖLDI RAUÐRA SPJALDA í spænsku deildinni í ár í 33 umferðum hingað til. Það gerir rúmlega fjögur slík í hverri umferð. er TITLAFJÖLDI Pete Sampras eftir að hafa sigrað á öldunga- deildarmóti um helgina. Vann hann áður 14 á ATP-mótaröðinni en hefur verið í fríi síðan 2002. Ice-Bee JET 50cc 4.gengis verö 179,000,- lce-Bee 50.QT 50cc 4.gengis verð 249,000,- lce-Bee 21 .TH 50cc 4.gengis verö 239,000,- lce-Bee RVT 150cc 4.gengis verö 289,000,- lce-Bee Sport 50cc 4.gengis verð 229,000,- ATH öll verö eru með skráningu! MOPAR.IS Auðbrekku 6 200 kóp s:564-2323 Teitur Þórðarson, þjálfari KR, sér ekkert því til fyrirstöðu að lið sitt hampi titlinum eftir leiktíðina en á mánudaginn kemur mætir KR Keflavík í sínum fyrsta leik þessa sumars í Landsbankadeildinni. Teitur segir lið sitt koma afar vel undirbúið til leiks og er ekki í nokkrum vafa um að KR verði í toppbaráttu alla leiktíðina. „Engin spurning um það. Við höfum bætt við okkur góðu fólki og vorum með fínan hóp fyrir. Hópurinn er miklu breiðari en á sama tíma i fyrra og það er sambland af efnilegum strákum og svo aftur reynsluboltum. Það er hin ákjósanlegasta blanda og ég efa ekki að við getum staðið undir þeirri pressu sem við sjálfir setjum á okkur og það er efsta eða efstu sætin í lok leiktíðar.” TEITUR UM MÓTHERJANA: FH: Þeir voru ekki að spila neitt frábærlega gegn Keflvíkingum um helgina. Þetta er sama lið og í fyrra en það sem einkennir Hafnfirðing- ana er hvað þeir sækja á miklu fleiri mönnum en önnur lið. Þannig ná þeir að klára fleiri sóknir með mörkum og þurfa til þess miklu færri tækifæri. En mér finnst þeir svipaðir og verið hefur. Valur: Þeir eru að vinna vel þessa dagana og liðið hefur batnað. Þeir verða í baráttunni um efstu sætin og ná þangað á öguðum varnarleik og reynslu. Einu spurningarmerkin varða sóknina hjá þeim. Breiðablik: Þeir hafa komið á óvart. Verið sterkir í þeim leikjum sem ég hef fylgst með þeim en kannski er akkilesarhællinn að skora mörkin. Gengi þeirra veltur aðeins á því hvort þeir standa sig jafn vel á grasi í sumar og þeir hafa gert annars staðar hingað til. En ég á von á góðu. Keflavík: Meiðsl hafa sett strik í þeirra reikning og munu gera það áfram fyrst um sinn líklega. Mér finnst þeir lakari en í fyrra en það er kannski afleiðing þess að missa veigamikla menn í meiðsli. Þeir verða að sanna sig. Fram: Ómögulegt að segja. Mikið af nýjum en jafnframt góðum mönnum og hvort vel gengur að smyrja þá vél saman strax er stór spurning. Mérfinnst þeir þó með skemmtilegan hóp og til alls visir. Kæmi mér ekki á óvart að sjá þá ofarlega. ÍA: Margir efast um þeirra gengi en ég veit af reynslu að þó ungt sé að árum og reynslulítið þá er stemningin á Skaganum engu lík og það fleytir þeim oft lengra en margir halda. Tel að þeir geti komið á óvart ef þeir byrja mótið vel en annars gæti mótbyrinn orðið heldur mikill. Fylkir: Fylkir á eftir að koma á óvart. Þeir eru með góðan og sam- heldinn hóp og mér finnst þeir hafa verið mun betri í vetur en í fyrra. Hef trú á að þeir verði ofarlega í bar- áttu sumarsins enda hjálpar það að við litlu er búist af þeim. Víkingur: Þeir hafa verið óheppnir með meiðsli og misst lykilmenn frá sér. Hafa reyndar fengið aðra í staðinn en ég er efins um að þau umbrot gangi vel. Hef reyndar ekki séð þá spila um hríð en um þá gildir það sama og með Skaga- menn að þeir verða að byrja mótið vel annars er hætta á að undan láti þegar fram líður. HK: Þeir verða að skora meira en þeir gera. Það er auðvelt að spá HÓPURINN Atli Jóhannsson Atli Jónasson Ágúst Þór Gylfason ÁsgeirAronÁsgeirsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Hideaki Takefusa Björn (var Björnsson Björn Jakob Magnússon Brynjar Orri Bjarnason Dalibor Pauletic Erik Christianson Chaillot Grétar Ólafur Hjartarson Guömundur Pétursson Guðmundur Reynir Gunnarsson Gunnlaugur Jónsson Halldór Ágúst Ágústsson Henning Eyþór Jónasson Ingimundur Níels Óskarsson Jóhann Þórhallsson Kristinn Magnússon Kristján Finnbogason Óskar Örn Hauksson Pétur Marteinsson Sigmundur Kristjánsson Sigþór Júiíusson Skúli Jón Friðgeirsson Skúli Jónsson Stefán Logi Magnússon Tómas Agnarsson Tryggvi Bjarnason Vigfús Arnar Jósefsson LEIKIR KR 14.maí KR-Keflavík 20.maí KR-Breiöablik 24.maí Valur-KR 28.maí KR-Vikingur 10.jún lA-KR 14.jún KR-FH 20.jún HK-KR 28.jún KR-Fram 4.júl Fylkir-KR 15.júl Keflavík-KR 25.JÚI Breiðablik-KR 8.ágú KR-Valur 16.ágú Víkingur-KR 26.ágú KR-lA 30.ágú FH-KR 16.seþ KR-HK 23.sep Fram-KR 29.sep KR-Fylkir SPÁIN 1. sæti KR 2. sæti FH 3. sæti Valur þeim falli einsog margir virðast gera enda nýkomnir upp. Vörnin hjá þeim finnst mér sterk og þeir hafa sýnt fína hluti en það þarf að klára hlutina og það virðist ganga brösuglega. Þeir verða undir pressu og þurfa að standast hana. Fyrsti leikurinrt gegn Keflavík: Ég geri kröfu um sigur í heima- leikjum okkar og það er brýnt að vinna fyrsta leik sumarsins. Tel raunhæft að ætla okkur sigur enda formið gott og mannskapurinn eitt hundrað prósent tilbúinn í slaginn. www.meistari.is ytin inn AUs óvíst er um íf amtíð Adriano hjá Inter. Forseti félagsins er einlægur stuðningsmaður hans en Mancini þjálfara finnst minna til hans koma. Hann spilaði með liðinu gegn Messina um helgina og stóð sig herfilega. Hefur hann þyngst og skorað lítið af mörkum... minnir dálítið á annan Brasilíumann sem seldur var frá Real Madrid til AC Milan fyrir litinn pening i vetur. (fc Roy Keane var brjálaður yf- ir því að lið hans fékk ekki afhentan bikar fyrir sigur í ensku fyrstu deildinni um helgina. Er það regla hjá knatt- spyrnusambandinu að afhenda slíkt ekki nema eftir heimaleiki og segir Keane það tómt rugl. lenn Roeder er loks farinn að stika götur á atvinnuleysisbótum eftir að hann fékk spar- kið frá Newcastle. Kemur engum á óvart enda aldrei sýnt nokkra hæfileika í nokkru fagi og kveikti aldrei nokk- urn neista í liðinu sem þar til fýrir skömmu vareittafþeim stóru í Englandi. T\ onaldinho 1-^ hefur aldeilis -L Vfengið sinn skammt af fúkyrð- umþessa leiktíðina ogþykirspilamun verr en á sfðustu leiktíð.Enguaðsíð- urerhannmarka- hæstur í Barcelona með 17 mörk. Ekki nóg með það heldur 1$ leiðirhanneinnig listann yfir flestar stoðsending- ar ásamt Deco með tólf slíkará leiktíð- ínm. Munar um minna. 18.10 Sýn_________I Handbolti Gðnplngen - Gummersbach 24.00 NASN (shokkí NY Rangers - Bufíalo

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.