blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 26
42 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 blaðið wm HELGIN? í kosningabaráttu „Það er nú lítið gaman að spyrja mig um helgina núna þegar ég er á fullu í kosningabaráttu,“ segir Katrtn Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna. „Helgin var mjög lituð af þvf. Ég var í Kringlunni á laugardaginn að reyna að sannfæra fólk sem mér fannst mjög gaman þar sem maður hittir auðvitað svo marga. Svo var ég líka á flóamarkaði Vinstri grænna um helgina. Þar reyndi ég að bjóða í árshátíðar- kjól Kolbrúnar Halldórsdóttur frá 1987 en fékk hann ekki og svo var ég í Sjónvarpinu í gær þannig að þetta var mjög hlaðin heigi og lítill tími fyrir fjölskyld- una. Ég rétt náði að taka klukku- tíma þar sem ég leiddi saman drenginn minn og mömmu mína svo að þau sæjust eitthvað." í veislu hjá Kjartani „Ég man nú varla hvað ég gerði um helgina," segir Sindrl Már Slgfússon tónlistarmaður. „Á föstudaginn var ég bara í róleg- heitum að vinna að lokaverk- efninu mínu fyrir skólann, eða mér finnst svona líklegast að ég hafi gert það fyrst, ég man ekki betur. En ég fór allavega á Hjaltalín-tónleika hjá 12 tónum á laugardaginn, sem var mjög fínt. Það var vel mætt og mikið stuð. Svo fór ég í veislu til Kjartans vinar míns á laugardagskvöldið sem stóð fram eftir nóttu. Sunnu- dagurinn var svo bara róleg- heitadagur þar sem ég var að jafna mig og safna kröftum fyrir vikuna.“ Lagasetnmg Stundum vekur ákveðin lagasetning furðu eins og þessi lög hér sem sett voru í Alabama og kveða á um að ólöglegt sé að vera með gervi skegg í kirkju þar sem það getur vakið kátínu og hlátur viðstaddra. »Vegvísir að heimili mínu Carmen Jóhannsdóttir ritstýrir tímaritinu getrvk.com sem kemur út á Netinu. Tímaritið hefur verið gefið út síðan í desember og þar er fjallað um allt það heitasta sem Reykjavík hefur uþp á að bjóða hverju sinni. Carmen leggur áherslu á að segja frá fjölbreyttum og áhugaverðum viðburð- um og uppákomum á síðunni og segir að alltaf sé nóg að gera í Reykjavik og að aldrei verði hún uppiskroppa með efni. Nýlega stóðu Carmen og félagar hennar á getrvk fyrir hæfileikakeppni fyrir tónlistarfólk og fékk Cod Music til samstarfs en í verðlaun var plötusamningur við útgáfufyrirtækið. Það var blúsbandið Johnny and the Rest sem vann keppnina en fast á hæla þeim kom tónlistarmaðurinn Jón Tryggvi en alls tóku 11 bönd þátt í keppninni sem hald- in var á skemmtistaðnum Barnum. Skrifstofa getrvk hefur aðsetur að heimili Carmenar á Bergþórugötunni. Hana dreymir reyndar um að finna sérstakt húsnæði undir starfsemina þó að það hafi sína kosti að vinna heima. Vert að sjá Ég á skemmtílegt safn mynda eftir vin minn, Ólaf Orra Guðmundsson, sem gaman Ji er að skoða. Síðan vildi svo til að hann bjó ein- jQ mitt í íbúðinni á undan mér og málaði ísskápinn 1 sem er í íbúðinni á mjög skemmtilegan hátt og IU. því er líka vert að skoöa hann. mvm^ SeM! Hvað þarf að hafa með Bara sjálfan sig það eru engin skilyrði þar og hér er allt til alls Heilsa Husið og heimilis- fólk er við góða heilsu. Þet- ta er ótrúlega skemmtilegt steinhús, gamalt og búið að gera flestar íbúðirnar ugp á skemmtilegan máta. i Hættur Eg er með risastóran spegill sem er ekkert allt of vel festur upp k,. - á vegg og hann gæti dottið. Kannski ekki viturlegt að búa við slíka hættu þar sem það gæti haft voveiflegar ijLj afleiðingar ef spegillinn dettur í gólfið og brotnar. r:i*n------------------- amiiiii Samfélag og menning Það er alltaf fjor a Berg- þórugötunni og mikill gestagangur. Vinir húsráðanda eru oftar en ekki tónlistarmenn eða myndlistarmenn þannig að menningin fær að njóta sín. Matur og menning Katalonskur kjúklingaréttur sem er leyniuppskrift fjölskyldunnar er alltaf vinsæll. Síðan býður húsráðandi stundum í humar og kampavín við sérstök tækifæri. Siðir og venjur Dagarnir eru mjög misjafnair og ekki mikið um siði og venjur. Fastir liðir tengjast einna helst hundinum Óskari sem býr í íbúðinni, en það þarf að viðra hann á hverjum degi og gefa honum að borða. Hvenær er hentugast að ferðast Það er alltaf hentugt að ferðast. Ég er mikið heima þar sem skrifstofan hefur aðsetur á heimili mínu. Það er á döfinni að fá húsnæði fyrir skrifstofu annars staðar en þangað til er alltaf hægt að kíkja við. Dýralíf Óskar, þriggja ára séffer-hundur sem þassar húsið og íbúa þess. Staðhættir Gamla iðnnemahúsið á Berg- þórugötunni á móti Austurbæjarskóla. 55 fer- ’ metra íbúð við sjarmerandi götu í miðbænum. Köngulóarmaöurinn: Hvorki fugl né Þriðju myndarinnar um vina- lega nágrannann og hinn óviðjafn- anlega köngulóarmann, Peter Par- ker, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. f henni glímir Lói við hvorki meira né minna en fjög- ur illmenni. Undarlegt efni berst til jarðar með loftsteini og notar Parker sem hýsil. Afleiðingin er dimmur, drungalegur og illur Köngulóar- maður, í svörtum búningi. Aðrir óvinir eru hinn nýi Goblin, sem jafnframt er Harry Osbourn, besti vinur Peters Parkers. Hann leit- ar hefnda fyrir dauða föður síns og dregur Lóa til ábyrgðar. Flint Marko, sem er hinn raunverulegi morðingi Bens, frænda Parkers, breytist í Sandman og Eddie Brock ljósmyndari sem á í samkeppni við Parker um stöðu á blaðinu, verður að Venom. Bardagaatriðin við fúl- mennin eru stór og flott, en varla epísk. Hægi kafli myndarinnar er þó full hægur og óþarflega væ- minn til þess að teljast réttlætan- legur. Áhorfendur vilja jú umfram allt sjá Köngulóarmanninn lumbra á skúrkum frekar en Peter Parker grenjandi yfir Mary Jane og Ben frænda. Aldrei er langt i húmor- inn í myndinni og eru atriðin með Jameson ritstjóra sem og yfirþjón- inum á veitingahúsinu eftirminni- legust. Vondu karlarnir eru þó kannski helst til of margir fyrir eina mynd. Fyrir vikið verða þeir útþynntir og karakterlausir, sérstaklega Sand- man og Venom, en sá síðarnefndi hefur Jöngum verið í uppáhaldi að- dáenda Köngulóarmannsins. Með slíkt magn ómenna í einni mynd hefði maður viljað sjá meiri hasar og minna af manniega þættinum. Sökum þessa er myndin í meðal- lagi og nær ekki þeim hæðum sem við var búist. Hinsvegar á Spider- man fullt af óvinum eftir til að berjast við í næstu myndum og von- fiskur Spiderman 3 Smárabíói, Laugarásbíói, Regnboganum, Borgarbíói ureyri, Sambíóunum Keflav • Lelkstjðrl: Sam Raimi • Aðatlelkarar: Tobey Maguire, Kirs- ten Dunst, James Franco. Thomas Ha- » den Church, Topher TraustlSalvarKristlánsson Grace. traustis@bladid.net Kvikmyndir ★ ★ i- andi verður Peter Parker búinn að herða upp hug sinn og ná andlegu jafnvægi þegar að því kemur. - Kassaklifur - GP5 ratleikir - Bátasigl'mgar - Vatnaleikir - Frumbyggjastöi/f - Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri „Krassandi útilífsaevintýri - fjör og hópeflisandi! %% INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is Upplýsingar og skráning á netinu: www.ulfljotsvatn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.