blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 blaðið veiði veidi@bladid.net írveiðihátið barna i SVFR Vorveiöihátíð ungmenna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur þetta sumarið verður í Hraunsfirði næstkomandi sunnudag. Hraunsfjörður er mjög skemmti- legt silungsveiðisvæði en veitt verður í lóni fyrir innan stíflu við innri brú yfir Hraunsfjörð á Snæfellsnesi. Svæðið er víðáttumikið og mjög víða má verða var við fisk. Bleikja heldur sig með kantinum á Berserkjahrauni sem liggur að vatninu. Farið verður með rútu frá félagsheimili SVFR að Háaleitis- braut 68 klukkan 9.00 að morgni sunnudagsins 3. júní. Þátttakendum er bent á að búa sig vel og hafa með sér skjólfatnað í samræmi við veðurútlit. Sportvörugerðin tif., Skiptiolt 5, s. 562 8383. í fluguveiðl Mælum stangir, splæsum linur og setjum upp. veidikortid.is fyrir aðeirts 5000 krónur! Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæstá ni í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Haraldur Eiríksson hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur: Laxinn er klárlega mættur í Norðurá Eftir Gunnar Bender veidi@bladid.net „Sumarið leggst vel í mig. Fiskifræð- ingar spá veiði í meðallagi og vonar maður að sjálfsögðu að svo verði,“ segir Haraldur Eiríksson hjá Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur. „Annars eru kröfur okkar stanga- veiðimanna fullmiklar í seinni tíð, og þeir sem eru tiltölulega nýlega byrjaðir í sportinu átta sig kannski ekki á þvf að það skiptast á skin og skúrir. Veiðin hefur verið góð nokk- uð mörg ár í röð og stærri árnar líkt og Norðurá, Langá, Selá og Hofsá virðast á mikilli siglingu. Það kem- ur hins vegar að niðursveiflu íþessu líkt og öðru og það ber mönnum að hafa hugfast. Þeir sem reyndari eru og muna hvernig laxveiðin var gjarnan á síðasta áratug og þekkja sveiflurnar vita sem er að ef veiðin dalar þá standa árnar líklegast ekki undir núverandi verðlagningu,“ seg- ir Haraldur og bætir við: „Stærri árnar þola sveiflurnar bet- ur, því að litlu virðist skipta hvort Norðurá skilar 2000 eða 3000 löx- um, því hvort tveggja er glimrandi veiði. Þegarkemur að millistærri án- um þá eru sveiflurnar áþreifanlegri. Hver vill standa við Andakílsá í 70 laxa sumri, nú eða við Straumfjarð- ará í 190 laxa ári miðað við núver- andi verðlagningu? Slíkt gerðist nú bara síðast á árunum 1999 til 2001! Þegar ég veiddi hvað mest í Hítará á Mýrum var veiðin rétt að slefa yfir 200 laxana að báðum svæðum meðtöldum. Þessu mega menn ekki gleyma, og síst af öllu missa sig í verðlagningu veiðileyfa. Ég geri mér grein fyrir því að einhverjir munu segja þetta svartsýnishjal en ég ein- faldlega vara við þessari þróun.“ Verðurþetta smálaxasumar? „Já. Fyrir tveimur vikum fékk ég í hendur sláandi niðurstöður frá Veiðimálastofnun. Þar mátti sjá svart á hvítu það sem ég hef áður vakið athygli á. Ætla má að 25 pró- sent af aflanum sem fékkst í Leir- vogsá í fyrra hafi verið lax sem gekk niður um vorið og strax aftur upp í ána sem nýgenginn lax. Sem sagt, fjórðungur laxins sem veiddist 2006 var úr göngunni sumarið 2005! Smálaxagöngurnar voru svo stór- ar og ytri aðstæður það góðar að þessi prósentutala endurkomulaxa virðist vera að aukast. Samsvarandi tala úr Laxá í Kjós var um 15%. Ég held einfaldlega að með þessu séum við að auka við okkar smálaxagöng- ur og þar gæti verið kominn hluti af skýringunni á aukinni veiði. Þó ber ég þá von í brjósti að við sjá- um Laxá í Aðaldal rísa úr öskustónni en þessi yndislega á verður að fara að rétta úr kútnum. Ég spái því að stærsti laxinn þetta sumarið komi af Nesveiðum líkt og svo oft áður. Þú ert búinn að sjá fyrsta laxinn á þessu sumri í Laxá i Kjós, hann gœti líka verið mœttur í Norðurá? „Hann er klárlega mættur. Norður- áin er bara þannig úr garði gerð að andstætt Kjósinni er erfiðara að sjá laxinn. Það er ekki fyrr en farið er að veiða að í ljós kemur hvort lax er undir. Hvar byrjar þú að veiða á þessu sumri? „Síðustu ár hef ég byrjað í Norðurá og síðan farið í opnun Kjarrár. Nokk- uð ljóst er að breytingar verða nú þar sem Kjarráropnunin er ekki lengur á dagskrá. Satt best að segja hef ég ekki bókað neitt veiðileyfi fyrr en líða tekur á sumarið. En vonandi næ ég degi í Norðurá eða Kjósinni í júnímánuði, ef ekki er ég hræddur um að það leggist á sálina, segir Har- aldur að lokum! Vantar þig veiðileyfi? www.svfr.is er málið! Úrval veiðileyfa - og þú gengur frá kaupunum beint á netinu ........ fróðieikur og margt fleira

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.