blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 37

blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 37
blaðið FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 37 Þröstur Leó og Helga Braga tala inn á Simpson-kvikmyndina: Skemmtilegt að vera „Það er alltaf voða skemmtilegt að vera vondi kallinn," segir Þröstur Leó Gunnarson leikari. Þröstur og Helga Braga Jónsdóttir leikkona hafa verið ráðin til að ljá Simpson-kvikmynd- inni raddir sínar. Bæði tala þau inn á fyrir persónur sem ekki hafa kom- ið við sögu í þáttunum. Þröstur talar inn á fyrir hinn illa Rush Cargile og Helga talar inn á fyrir inúítastúlku sem starfar sem læknir. „Ég er spenntur fyrir þessu,“ segir Þröstur. „Fólkhefur talað um að það sé erfitt að talsetja Simpson þar sem allir eru orðnir svo vanir að hafa þetta á enskunni. Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út.“ „Hann er svo fallegur hann Hómer,“ segir Helga Braga. „Hann er svo fal- lega breyskur.“ Helga talar inn á fyr- ir persónuna Medicane woman sem er læknir. „Ég held að svört kona tali inn á fyrir hana úti og ég er með svo mikið bahamamama-karma þannig að hlutverkið hentar mér,“ segir hún og hlær. Harðir aðdáendur þáttanna hafa gagnrýnt þá ákvörðun að talsetja kvikmyndina. Örn Árnason, sem talar inn á fyrir Hómer, á til dæmis við ramman reip að draga þar sem Hómer er ein af ástsælustu sjónvarps- stjörnum allra tíma og aðdáendum hans stendur skiljanlega ekki á sama hvernig hann hljómar. Þröstur þarf ekki að hafa teljandi áhyggjur þar sem hann talar inn á fyrir nýja per- sónu. „Ég slepp ágætlega að þurfa ekki tala inn á fyrir Hómer," segir hann og hlær. „Ég veit ekkert um hvað persónan mín gerir, mig minn- ir að hann sé að fara í framboð eða eitthvað svoleiðis.“ atli@bladid.net vondi kallinn Kvikmynd um Vivienne Westwood Nú stendur til að gera kvikmynd um Iff tískugyðjunnar Vivienne Westwood en hún er einn þekkt- asti fatahönnuður samtímans. Westwood greindi sjálf nýlega frá áformunum en vildi ekki gefa upp hvaða leikkonur kæmu til greina í hlutverkið. Westwood hefur verið áberandi í tískuheiminum undan- farna áratugi og verður væntanlega af nógu að taka við gerð myndar- innar, enda er Westwood þekkt fyrir að feta ótroðnar slóðir og ef að líkum lætur verður sambandi hönnuðarins við tónlistarmógúlinn Malcolm McLaren og samskiptum þeirra við hljómsveitina Sex Pistols gert hátt undir höfði. Bandaríski framleiðandinn Brian Grazer er orðaður við gerð myndar- innar en hann er einna þekktastur fyrir myndirnar A Beautiful Mind og Apolio 13. Westwood er þó ekki eini fatahönnuðurinn sem til stendur að gera kvikmynd um, þar sem greint var frá því í síðustu viku að til stæði að gera kvikmynd um tískudrottninguna Coco Chanel. Michael Jackson biðlar til Prince Tónlistarmaðurinn Prince hafn- aði boði Micahels Jacksons um sameiginlegt tónleikaferðalag í sumar, en Jackson er sagður hafa grátbeðið Prince um að túra með sér til þess að hann gæti komið ferli sínum aftur í gang. Jackson er eins og kunnugt er í miklum fjárhagserfiðleikum og leitar nú leiða til þess að gera endurkomu sfna sem glæsilegasta. Prince var hins vegar tregur til þess að taka boði Jacksons þar sem hann er hræddur um að endurkoma eins frægasta tónlistarmanns allra tíma muni skyggja á sig. Jackson þarf þó líklega ekki að hafa miklar áhyggjur af peninga- málum þar sem hann kom nýlega fram í afmælisveislu sonar soldáns- ins af Brunei og fékk einn milljarð fyrir vikið. j i vegi f-\ • ^ ■ * Frá 1. mars er Blaðiö boriö út á fleiri heimili en nokkuð annaö dagblaö á landinu. 12----1—

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.