blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 28

blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 blaðið ÁRA TENNISKAPPI frá Litháen sendi bresku stjörnuna Tim Henman úr keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis. Henman hefur um tíu ára skeið verið stórstjarna í Bretlandi fyrir að hafa eitt augnablik verið fjórði besti tennisspilari heims. ÁRA GAMALL er hnefaleikakapp- inn Evander Holyfield sem enn einu sinni er hættur við að hætta og mun keppa í lok júní við Lou Saverese. ithrottir@bladid.net Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Erfiðasta rallkeppni heims bíður rallökumanna nú um helgina þegar áttundi leggur heimsmeistara- keppninnar fer fram í Grikklandi sem jafnan er sú keppni þar sem flestir bílar og ökumenn falla úr keppni. Heimsmeistarinn franski, Seb- astien Loeb, hefur til mikils að vinna enda munar nú sjö stigum til heimsmeistaratitils á honum og efsta manni, Finnanum Marcus Grönholm, en sá vann reyndarþessa sömu keppni á síðasta ári. Loeb vann reyndar sjálfur árið þar áður. Sá eini sem setur pressu á þessa tvo er Finninn Mikko Hirvonen. Heimsmeistarakeppnin er nú hálfnuð en á þessum tíma í fyrra var Loeb kominn með gott forskot á kollega sína og endaði sigursæll átta keppnum síðar. Tíu stig fást fyrir sigur í hverri keppni fyrir sig sem jafnan stendur í þrjá til fjóra daga í senn. í Grikklandi er sérkeppni á Ólympíuleikvanginum í Aþenu fyrir aðalkeppnina þar sem keppt er á malbiki en eftir það færast leikar út á fáfarna sveitavegi sem jafnast margir á við þá slóða sem finnast úti á landi hér á íslandi. Nema hvað hitastigið er ívið hærra; ekki óal- gengt að 35 til 40 stiga hiti ríki yfir KEPPNI ÖKUMANNA Marcus Grönholm Ford 55 stig Sebastien Loeb Citroen 48 stig Mikko Hirvonen Ford 44 stig Dani Sordo Henning Solberg Citroén Ford 28 stig 20 stig KEPPNI BÍLASMIÐA BP-Ford 99 stig Citroén Total 78 stig Stobart Ford 37 stig Subaru 34 stig Kronos Citroén 25 stig hádaginn meðan keppni stendur yfir og slíkur hiti auk ryks og hol- óttra vega reynir gríðarlega á öku- menn og bíla þeirra. Tvær framtíðarstjörnur keyptar til Manchester United: Ferguson séður í leikmannakaupum Fyrstu risakaup sumarsins litu dags- ins ljós í gær þegar Alex Ferguson, stjóri Manchester United, keypti þá Anderson frá Porto og Nani frá Sporting Lissa- bon en báðir hafa verið til skoðunar hjá allnokkrum af stærstu klúbbum álf- unnar, þar á meðal erkifjendum United í London; Chelsea. United greiðir þá félaga nokkuð dýru verði. Hvor um sig kostar félagið rúma tvo milljarða króna en það þykir þó ekki mikið fyrirslíkafram- tíðarmenn. Nani er 22 ára og Anderson tvítugur og ljóst að báðir eiga enn eftir að vaxa mikið sem leikmenn. Eins klisjukennt og það hljómar þá hefur hinn portú- galski Nani fengið viðurnefnið „næsti” Ronaldo sem er kjánalegt enda á svipuðum aldri. Þeir eru einnig svipaðir leikmenn og nái Ferguson því sama út úr Nani og honum tókst með Ronaldo er framtíðin ansi björt í Manchester. Þá er Anderson ekki síðri á neinn hátt. Sextán ára var hann kominn í aðallið Gremio í Brasilíu og skömmu seinna var hann val- inn besti leikmaður heimsmeistaramóts undir 17 ára aldri. Síðan þá hefur hann spilað stórkostlega fyrir Porto og er tal- inn ein af þremur bestu vonarstjörn- unum í boltanum í dag. Sú áætlun Eggerts Magnús- sonar að gerá West Ham aftur að því stórveldi sem það áður var er hafin en félagið hefur keypt Scott Parker frá Newc- astle. Parker hefur fallið í skuggann af sjálfum sér síðustu ár eftir að hafa verið eitt mesta efni Englendinga á tímabili. Er honum ætlað að fylla skarð Nigel Reo Coker sem vill fara en Parker lék einmitt hvað best undir stjórn Alan Cur- bishley, stjóra West Ham, sem þá var hjá Charlton. uan Antonio Reyes vill vera áfram hjá Real adrid en hefur lítið orðið ágengt með að vekja áhuga. Ætlar hann ekki að snúa aftur til Arsenal eftir leiktíðina á Spáni heldur freista þess að Real eða annað spænskt lið komi eftir honum. * Iohn Terry hefur bæst í hóp gagnrýnenda Steve McLaren, stjóra Eng- ids, en varnarjaxlinn fullyrðir að karlinn fái sparkið tapi Eng- land fyrir Eist- landi í næstu viku. McLaren hefur á engan háttbætteða styrkt enska landsliðið fremur en hann bætti eða styrkti Middlesbrough á sínum tíma. Marcus Grönholm Skæðasti keppinaut- ur Loeb og sigurveg- ari í fyrra í Grikklandi. Sebastien Loeb Tvö- faldur heimsmeistari og enginn ekur betur undir pressu. . . X Heimsmeistarakeppnin í rallakstri í Grikklandi um helgina: Erfiðasta rall ársins ■ Þrúgandi hiti ■ Rykugir sveitavegir ■ Tímabiliö hálfnað ■ ■ Skaut til sigurs Anaheim Ducks eru 2-0 yfir í úrslitakeppni NHL í íshokkí gegn Ottawa Senators eftir fyrstu tvo leiki liðanna. Fjórir sigrar tryggja Stanley-bikarinn en nú færast leikar til Kanada á heimavöll Senators og þar er dyggur stuðn ingur að baki. Tölfræðin sýnir þó aðeins helmingsmöguleika þrátt fyrir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. Romaður leikur Félag Jóns Arnórs Stefánssonar í ítalska körfuboltanum, Lotto- matica Roma, bar sigurorð af Montepaschi Siena í fyrsta leik þeirra í undanúrslitum. Lið Siena bar höfuð og herðar yfir önnur félög í deildakeppninni sjálfri og kemur sigurinn verulega á óvart. Jón sjálfur kom þó ekki við sögu í 88-74 sigrinum en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur ekki við sögu í úrslitakeppninni. Gengi KR hefur verið með dapr- asta móti í Landsbankadeild karla i sumar. Situr liðið á botn- inum með eitt stig eftir fjóra leiki og aðeins fjórum sinnum hefur leikmönnum þess tekist að skora. Merkilegt nokk er mark í leik þó margfalt betri árangur en hjá leikmönnum HK sem þó sitja ofar i töflunni. Aðeins einn bolti hefur rúllað inn fyrir marklínu andstæðinga í fjórum leikjum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.