blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR LAUGARDAGUR 18.ÁGÚST2007 blaóió Enn á eftir að ráða 75% starfsmanna frístundaheimila Starfsfólk lokkað með styrk Ómissandi með gríllmatnum! YCMUit Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Haföu samband Síöumúla 13, sími 588 2122 www.eitak.is Talningarfólk fær ekki greitt Átján talningarmenn í Norðvesturkjördæmi hafa ekki enn fengið greitt, þegar 3 mánuðir eru liðnir síðan þeir töldu atkvæði vegna alþingiskosninga. Að sögn Ríkarðs Mássonar, sýslumanns á Sauðárkróki, er málið hjá Fjársýslu ríkisins. „Sendur var listi til Fjársýslunnar yfir þá sem áttu að fá greitt um leið og við lukum störfum. En þetta virðist einhverra hluta vegna hafa tafist hjá þeim og vesalings fólkið hefur ekki enn fengið greitt," segir Ríkarður. hos Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net „Ég spái því að neytendur finni fyrir almennum verðlagshækk- unum á innfluttum vörum jafnvel strax um helgina, en í síðasta lagi um mánaðamótin," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra stórkaupmanna (FÍS). Hann segir marga innflytjendur á matvælum hafa lækkað verð í. maí og í. júní, um allt að 9 prósent. „Síðan þá hafa aðrir gjaldmiðlar styrkst með miklum hraða gagn- vart krónunni, enda sýnir sagan að Trónan veikist yfirleitt með meiri hraða en hún styrkist. Hún hefur veikst um 11 til 12,7 prósent síðasta eina og hálfa mánuðinn, en inn- flutningsfyrirtæki eru með það litla álagningu að svona miklar sveiflur hafa veruleg áhrif á afkomu þeirra," segir Andrés. Engin lækkun við hækkun gengis Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ, er ekki á sama máli og Andrés. „Oft verður veiking krón- unnar til þess að verðlag hækki. En Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTR) í gær var einróma samþykkt tillaga frá fulltrúum Samfylkingar- innar um að kannaðir verði mögu- leikar á að greiða námsmönnum við störf á frístundaheimilum náms- styrki. Eins og sagt var frá í Blaðinu í gær á enn eftir að ráða 75 prósent starfsmanna á frístundaheimili ÍTR, þegar innan við vika er í að starfsemi heimilanna hefjist. „Ástæða tillögunnar er sú að störf á frístundaheimilum eru hlutastörf, og nýtast því námsmönnum sérstak- lega vel. Viljum við með þessu laða þá enn frekar að starfinu,“ segir Sig- rún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ákveðið var að GENGISÞRÓUN W. Opinber gengisvísitala þeg- ^ ar þetta var ritað var 126,56 stig. ► Það er litlu lægra en fyrsta opinbera gildi ársins, sem var 125,95 stig. Þegar gengisvísitala lækkar styrkist gengið. lægsta gildi gengisvístöl- unnar var 110,67 þann 19. júlí. krónan styrktist á fyrrihluta árs, án þess að sú styrking hafi komið fram í lækkuðu vöruverði. Það má því búast við að innflytjendur og þeir sem selja innfluttan varning hafi borð fyrir báru og geti frekar tekið á sig þessa veikingu krónunnar." Ól- afur Darri bendir einnig á að verð við innflutning skili sér yfirleitt út í verðlagið á einum til þremur mánuðum eftir að vara er keypt til landsins. „Nú skiptir mjög miklu máli fyrir fela samráðshópi borgarstjóra um starfsmannaeklu að vinna að út- færslu tillögunnar. Einingar og álagsgreiðslur Sigrún segir að reynt hafi verið að semja við háskólana um að nem- endur í tilteknum greinum fengju einingar fyrir störf á leikskólum og frístundaheimilum, en skólarnir hafi ekki tekið vel í þá hugmynd. Einnig var samþykkt á fundi ÍTR að kanna möguleikann á þvi að bregðast við ástandinu sem skapast hefur á frístundaheimilunum með sérstökum álagsgreiðslum til þeirra starfsmanna sem þó hefur tekist að ráða. Vill ÍTR þannig nýta launa- ramma sinn, þrátt fyrir að launin dreifist á færri starfsmenn en upp- haflega ver gert ráð fyrir. hlynur@bladid.net Verð hækkar um helgina ■ Innflytjendur ráða ekki við svona mikla sveiflu í gengi, segir framkvæmdastjóri Félags stórkaupmanna ■ Neytendur verða að vera vel með á nótunum, segir hagfræðingur ASÍ almenning að fylgjast vel með og veita markaðnum aðhald." Deila enn um verðkannanir Félag íslenskra stórkaupmanna gefur lítið fyrir verðlagskannanir ASÍ og niðurstöður þeirra um að matvara hafi ekki lækkað sem samsvarar breytingum á gjöldum og sköttum fyrr á árinu. „Flestir verslunarmenn eru sammála um að þær séu ekki einu sinni svaraverðar," segir Andrés. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net íslensk vísindi - vistvæn orka Komdu heimsókn Reykjavfkur Umhverfi Nesjavallavirkjunar og Hengilssvæðið er með vinsælustu útivistarsvæðum á landinu, tilvalin til náttúruskoðunar og gönguferða. Það er einnig skemmti- ieg upplifun að fræðast um hið tæknilega stórvirki, Nesjavallavirkjun. Um svæðið liggja merktar gönguleiðir og fræðslustígar í boði eru skoðunar- ferðir um virkjunina fyrir einstaklinga og hópa. Gestamóttaka er opin í sumar, mánudaga til laugardaga kl. 9:00 - 17:00 og sunnudag kl. 13:00- 18:00. Listmenntaskóli íslands í imdirbúningi Haskolinn í Reykjavík Er háskól inn flytur í Vatnsmýrina er stefnt að því að listmenntaskóli komi í gamla húsnæðið. Nýr menntaskóli vio Listabrautina Stefnt er að stofnun Listmennta- skóla fslands í gömlu byggingu Há- skólans í Reykjavík við Listabraut þegar hann flytur í Vatnsmýrina árið 2010. Sölvi Sveinsson, sem stýrir und- irbúningnum, hefur fengið tíu með sér í hóp til að marka stefnu nýja skólans. Meðal þeirra eru Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, María Ellingsen leikkona og Ingibjörg Pálmadóttir arkitekt. Sölvi segir að kenna eigi fjölbreytt nám í listum á framhaldsskóla- og fagháskólastigi, og metnaðarfullt og kröfuríkt bóknám til stúdentsprófs. Það verði að hluta til í samvinnu við Verzlunarskóla Islands. Skólinn verði þó sjálfstæður. „Námið í skólanum verður fjöl- breytt, því kenna á myndlist, tón- list, arkitektúr, hönnun, leiklist, listdans og kvikmyndagerð svo eitt- hvað sé nefnt.“ Hann segir að hlut- verk skólans verði að undirbúa nem- endur fyrir listnám á háskólastigi hér og erlendis en að hann stefni einnig á kennslu á fagháskólastigi; í myndlist og textílhönnun. Sölvi viðurkennir að þar með keppi skól- inn við Listaháskólann, en segir alla samkeppni holla. Framundan eru viðræður við menntamálaráðuneyti og sveitarfé- lög, forstöðumenn og stjórnir lista- skóla í borginni og ýmsa þá sem eiga hagsmuna að gæta. gag@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.