Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 2
24. október 2012 MIÐVIKUDAGUR2 Þarfnastu meiri orku til daglegra starfa? • Hefst 30. október – 8 vikur • Þri og fim kl. 10:00 eða 15:00 • Þjálfun, fræðsla og einstaklingsviðtal. • Þjálfari: Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari. Ork la sniru u henta einstaklingum sem glíma við orkuleysi, þrek- svefnvanda, andlega vanlíðan eða áþekk einkenni.leysi, verki, Einnig einstaklingum sem glíma við vefjagigt eða þeim sem vilja komast af stað í þjálfun eftir veikindi af ýmsum toga. stofu, vann áður hjá Alþjóðahúsi og segir það algjörlega út úr kortinu að Lína hafi ekki verið ákærð fyrir mansal árið 2005, þegar hún var einungis ákærð fyrir skjalafals. „Það er alveg út í hött. Þetta var klárt mansalsmál frá fyrstu tíð samkvæmt alþjóðlegum skilgrein- ingum,“ segir hún. „En það vantaði upp á meðvitundina á þessum tíma. Við bentum á að það væri fullt af fólki sem væri í raun fórnarlömb mansals þó það hefði komið af fúsum og frjálsum vilja til lands- ins, eins og var í þessu tilviki for- senda þess að hún var ekki ákærð.“ Ekki náðist í Línu Jia í gær. sunna@frettabladid.is VEISTU MEIRA? Sendu okkur ábendingu á meira@frettabladid.is Magdalena, ertu komin með kafaraveiki? „Já, klárlega. Ég er á kafi í þessu sporti!“ Tónlistarkonan Magdalena Dubik ánetjaðist sportköfun í Grikklandi í sumar og hefur síðan ekki hætt. Hún ætlar að taka þátt í heimsmetstilraun í fjöldaköfun hinn fyrsta nóvember. LÖGREGLUMÁL Alþýðusambandinu bárust ábendingar í gær frá fyrr- verandi viðskiptavinum Línu Jia, eiganda nuddstofa á höfuðborgar- svæðinu, um starfsemi hennar á stofunum. Nokkrir hringdu einnig inn til Fréttablaðsins eftir um- fjöllun gærdagsins um rannsókn lögreglu á starf- semi konunnar vegna gruns um mansal. M á l tengd Línu og eigin- manni hennar h a fa ko m ið reglulega upp hjá ríkisstofn- unum á undan- förnum árum og hafa nokkur þeirra endað fyrir dómstólum, flest tengd fjársvikum og vafasamri atvinnustarfsemi. ASÍ var meðal þeirra sem komu að máli hennar árið 2006 þegar henni var gert að greiða kín- verskum manni fimm milljónir króna í vangoldin laun. Halldór Grönvöld, aðstoðar- framkvæmdastjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ, segir ýmis klækjabrögð hafa verið í gangi í kringum málið. Nafni fyrir- tækisins hafi meðal annars verið breytt og eiginmaður Línu verið gerður að forsvarsmanni þess. „Þau gerðu ýmislegt til að hylja slóð sína,“ segir Halldór. „Og við- skiptavinir þessarar nuddstofu lýstu því fyrir mér [í gær] að þeim hefði fundist margt athugavert við starfsemina. En því miður kom það ekki fram fyrr en þetta var orðið blaðamál.“ Margrét Steinarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrif- Ábendingum vegna nuddstofu rignir inn ASÍ fékk ábendingar í gær vegna vafasamrar starfsemi nuddstofa í eigu konu sem lögreglan rannsakar vegna gruns um mansal. Framkvæmdastjóri Mannréttinda- skrifstofu segir út í hött að eigandinn hafi sloppið við mansalsákæru árið 2005. NUDDSTOFA LÍNU JIA Fjöldi ábendinga barst í gær frá fyrrverandi viðskipta- vinum nuddstofu Línu Jia þar sem þeir lýstu yfir efasemdum sínum á lögmæti starfseminnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKIPULAGSMÁL HB Grandi þarf að fá Samband íslenskra myndlistar- manna til að annast samkeppni um listskreytingu vegna úthlutunar lóðar fyrir frystigeymslu á athafna- svæði fyrirtækisins við gömlu höfn- ina í Reykjavík. Lóðin sem HB Grandi fær er 13.699 fermetrar og er við frysti- hús fyrirtækisins á Norðurgarði. Í samkomulagi HB Granda við Faxa- flóahafnir er undirstrikað að bygg- ingarreiturinn sé á áberandi stað. Útlit og frágangur hússins þurfi að vera bæði fyrirtækinu og höfninni til sóma. „Þess vegna samþykkir HB Grandi hf. að láta fara fram samkeppni um listaverk í samvinnu við Samband íslenskra myndlistar- manna sem yrði komið fyrir við frystigeymsluna eða á ytra byrði hennar,“ segir í lóðasamkomulag- inu. „Hjá fyrirtækinu er jafnmik- ill áhugi fyrir þessu og hjá okkur. Þeir eru mjög jákvæðir,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri sem kveður ásýnd gömlu hafnarinnar hægt og bítandi vera að breytast. „Allt mjak- ast þetta í ákveðna átt. Það er mikil- vægt að allur ramminn spili saman og þetta er einn partur af því.“ - gar Faxaflóahafnir setja skilmála um samkeppni um skreytingar fyrir lóðaúthlutun: Listaverk prýði frystigeymsluna REYKJAVÍKURHÖFN Athafnasvæði HB Granda er á Norðurgarði sem sést til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIK LANDBÚNAÐUR Sjúkdómurinn veiruskita hefur gert vart við sig á kúabúum á Suðurlandi að undan- förnu. Veiruskita er mjög smitandi og gengur yfir í sveitum með nokkurra ára millibili. Sjúkdómur- inn er ekki hættulegur fólki og hefur ekki áhrif á neysluhæfni afurða. Ekki er vitað með vissu um hvaða veiru er að ræða. Þetta kemur fram í frétt frá Matvælastofnun en þar segir að afleiðingar sjúkdómsins geti verið alvarlegar og langvarandi þar sem sjúkdómurinn veikir ónæmiskerfi kúnna þannig að þær verða við- kvæmari fyrir öðrum sjúkdómum, meðal annars júgurbólgu og öðrum bakteríusjúkdómum. Þá falla kýr sem veikjast verulega í nyt á meðan þær eru veikar en veikin hefur einnig neikvæð áhrif á frjó- semi þeirra. Smit berst mjög auðveldlega með fólki, dýrum og ýmsum hlutum. Oftast smitast allir næmir gripir á búinu á nokkrum dögum og sjúkdómurinn gengur yfir á einni til tveimur vikum. Vegna þess hversu smitandi sjúkdómurinn sendir Matvælastofnun þau skilaboð til bænda að draga eins og mögulegt er úr umgengni utanaðkomandi um búið og flutningi gripa og tækja milli búa. Tæki sem notuð eru á búinu þarf að þrífa og sótthreinsa eins og kostur er, áður en þau eru notuð á öðrum búum. - shá Sjúkdómurinn veiruskita hefur stungið sér niður á kúabúum á Suðurlandi: Getur valdið langvarandi vanda MJALTIR Kýr falla verulega í nyt á meðan sjúkdómurinn gengur yfir og fjárhagslegt tap bænda því óumflýjanlegt. LÍNA JIA NÁTTÚRA Mælingar benda til þess að nægileg spenna sé fyrir jarð- skjálfta af stærðinni um 6,8 á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu á Norðurlandi. Skjálftahrinan sem hófst syðst í Eyjafjarðarál aðfaranótt sunnu- dags hefur haldið áfram og hafa skjálftarnir færst austar, nær Húsavíkur-Flateyjarmis genginu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er hvorki hægt að segja til um hve skjálftahrinan vari lengi né útiloka að skjálftar stærri en fjórir á Richter eigi eftir að koma. - þeb Enn jarðskjálftar fyrir norðan: Spenna fyrir skjálfta á 6,8 FJÁRMÁL Forsvarsmenn Lýs- ingar hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag. Eins og komið hefur fram telur fjármögnunar- fyrirtækið að gengislánadómur Hæstaréttar eigi ekki við um lánasafn sitt og tilkynnti í fram- haldinu að ekki yrði ráðist í endur útreikninga. Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, sagði í viðtali við Stöð 2 á mánudag að hann teldi að fordæmisgildi dómsins fyrir bílalán, og önnur slík lán, í fljótu bragði umtalsvert. Þess vegna er fundurinn í dag boðaður með full- trúum Lýsingar og sérfræðinga sem skýrt geta málið frekar. - shá Gengislánadómur umdeildur: Lýsing boðuð á fund nefndar VIÐ SUNDAHÖFN Lýsing telur dóm Hæstaréttar ekki eiga við um lánasafn fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir stofnunina hafa sínar grunsemdir er varða möguleg mansalsmál, en nudd- stofumálið sé þó það eina sinnar tegundar sem ratað hefur inn á borð þar. „Við höfum ekki mörg mál til að byggja á, en það er eitt og eitt þar sem aðstæður eru ekki í samræmi við það sem lagt er upp með. En öllum þessum málum er beint til lögreglu,“ segir Þorsteinn. Grunur um mansal SAMGÖNGUR Hestamenn eru óánægðir með að í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ekki skil- greining á reiðvegum. Send hefur verið hvatning meðal hesta- manna um að mótmæla þessu við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. „Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ekki að finna skilgreiningu á reiðvegum eða neitt er varðar réttarstöðu ríð- andi umferðar á skilgreindum reiðvegum, stígum eða slóðum og geri ég undirritaður alvar- legar athugasemdir við að svo sé ekki. Það verður að rúmast í nýjum umferðarlögum ákvæði þess efnis að akstur vélknúinna ökutækja sé óheimill á skil- greindum reiðstígum og slóðum,“ segir í stöðluðu mótmælabréfi sem hestamenn eru hvattir til að senda. - gar Hestafólk afar óánægt: Reiðvegir út úr umferðarlögum HESTAMAÐUR Hestamenn vilja ekki vél- knúin ökutæki á reiðvegum. Skildir frá sjávarútvegi ESB hefur lýst sig tilbúið til að hefja viðræður um tvo samningskafla, annars vegar um staðfesturétt og þjónustufrelsi og hins vegar um frjálsa fjármagnsflutninga, án þess að tengja þá sjávarútvegsmálum. Ísland getur því lagt fram samningsafstöðu að því er að þeim lýtur. Undir kaflana falla meðal annars takmarkanir Íslendinga á stofnsetningu og fjár- festingum í sjávarútvegi. - þj EVRÓPUMÁL SAMGÖNGUMÁL Fimm alþingismenn stjórnar- og stjórnarandstöðu- flokka hafa lagt fram sameigin- lega þingsályktunartillögu um að fela innanríkisráðherra að hefja nú þegar fullnaðarundirbúning að gerð Seyðisfjarðarganga. Vilji hópsins er að miðað verði við að rannsóknum og undirbún- ingi verði lokið í tæka tíð til að hægt verði að hefja framkvæmdir í beinu framhaldi af Norðfjarðar- göngum, en undirbúningi að gerð þeirra er lokið og þau verða boðin út á næstunni. - shá Tillaga fimm þingmanna: Vilja göng til Seyðisfjarðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.