Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 42
24. október 2012 MIÐVIKUDAGUR22 sport@frettabladid.is MEISTARADEILDIN Í HANDBOLTA verður í beinni á sportrásum Stöðvar tvö í vetur en fyrsta útsend- ingin verður 15. nóvember á milli lærisveina Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin og króatíska liðsins Zagreb. Leikur Arnórs Atlasonar og liðsfélaga hans í Flensburg á móti HSV Hamburg verður síðan sýndur 25. nóvember. Hrollvekjandi og kröftug Taugatrekkjandi sálfræðitryllir frá höfundi Svartur á leik. Húsið er ekki fyrir viðkvæma - segðu bless við svefninn! Icelandic design in Sweden Swedish company would like to get in touch with different design and quality manufactures in Iceland. We are grateful if you contact us by sending e-mail regarding your product to info@akrafjall.com FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS SNÝR AFTUR Í KVÖLD KL. 20.05 NEW GIRL E-RIÐILL Shakhtar Donetsk - Chelsea 2-1 1-0 Alex Teixeira (3.), 2-0 Fernandinho (52.), 2-1 Oscar (88.) FC Nordsjælland - Juventus 1-1 1-0 Mikkel Beckman (50.), 1-1 Mirko Vucinic (81.) Stig liða: Shakhtar 7, Chelsea 4, Juve 3, Nordsj. 1. F-RIÐILL BATE Borisov - Valencia 0-3 0-1 Roberto Soldado (45.), 0-2 Roberto Soldado (55.), 0-3 Roberto Soldado (69.) Lille - Bayern München 0-1 0-1 Thomas Müller (20.) Stig liða: Valencia 6, Bayern 6, Bate 6, Lille 0. G-RIÐILL Barcelona - Celtic 2-1 0-1 Sjálfsmark Javier Mascherano (18.), 1-1 Andrés Iniesta (45.), 2-1 Jordi Alba (90.+4) Spartak Moskva - Benfica 2-1 Stig liða: Barca 9, Celtic 4, Spartak 3, Benfica 1. H-RIÐILL Manchester United - Braga 3-2 0-1 Alan (2.), 0-2 Alan (20.), 1-2 Javier Hernández (25.), 2-2 Jonny Evans (62.), 3-2 Hernández (75). Galatasaray - CFR Cluj 1-1 Stig liða: United 9, Cluj 4, Braga 3, Galatasaray 1. LEIKIR KVÖLDSINS A-riðill: D. Zagreb-PSG, Porto-Dynamo Kiev. B-riðill: Arsenal-Schalke (18.45 - S2 Sport 3), Montpellier-Olympiakos C-riðill: Zenit-Anderlecht (16.00 - S2 Sport), Málaga-AC Milan D-riðill: Ajax-Man. City (18.45 - S2 Sport 4), Dortmund-Real Madrid (18.45 - S2 Sport) MEISTARADEILDIN FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í fótbolta getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópu- mótsins á fimmtudagskvöldið þegar Úkraína kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og stelpurnar hans stigu stórt skref með 3-2 sigri í Sevastopol um helgina og úkraínska liðið þarf nú að skrifa nýja sögu til þess að hrifsa EM- farseðilinn af stelpunum okkar. Engin þjóð hefur komist áfram eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum og engin þjóð hefur náð að skora tvisvar hjá íslenska lið- inu í Laugar dalnum í starfstíð Sigurðar Ragnars. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu 3-2 sigur 26 mínútum fyrir leikslok en áður höfðu Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komið Íslandi í 2-0. Umspilið hefur verið við lýði í undankeppni EM fyrir undanfarnar fjórar úrslita- keppnir og allar tíu þjóðirnar sem hafa unnið fyrri leikinn á útivelli hafa komist áfram í lokaúrslitin. Íslenska kvennalandsliðið hefur verið „fórnarlamb“ í tveimur af þessum tíu tilfellum því liðið datt út fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 1997 og fyrir Noregi í undan- keppni EM 2005 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli. Margir útisigranna hafa reyndar verið stórir og því von- lítið verkefni sem beið tapliðanna í seinni leiknum en minnstu mun- aði í viðureign Rússa og Skota í undankeppni EM 2009. Rússar unnu fyrri leikinn 3-2 í Skotlandi en sluppu svo með skrekkinn eftir að hafa tapað seinni leiknum 1-2 á heimavelli. Leikar enduðu þar 4-4 en Rússar fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sigurður Ragnar leggur nú örugglega áherslu á að stelpurnar haldi einbeitingu og klári verk- efnið á morgun. Áhyggjuefnið er kannski sú staðreynd að úkra- ínska liðið náði mun betri árangri á útivelli en á heimavelli í undan- keppninni. Úkraína vann þannig alla fjóra útileiki sína í riðlinum, þar af þrjá þeirra á þessu ári, og það án þess að fá á sig mark (8-0 samanlagt). Þegar Úkraína komst á EM fyrir fjórum árum þá vann liðið einnig stærri sigur á útivelli (3-0) en í heimaleiknum (2-0). Íslenska liðinu nægir jafntefli í þessum leik og liðið má einnig tapa 0-1 og 1-2 en stelpurnar færu þá fram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Úkra- ínska liðið þarf því að skora að minnsta kosti tvö mörk í leiknum til að komast á EM en því hefur engu liði tekist á móti Íslandi á Laugar dalsvellinum síðan Sig- urður Ragnar tók við liðinu 2007. Ísland hefur spilað 15 lands- leiki í Laugar dalnum undir hans stjórn og aðeins fengið mark á sig í tveimur þeirra (0-1 tapi á móti Frakklandi 2010 og 3-1 sigri á Noregi 2011). Sagan er vissulega með stelp- unum okkar á morgun og farseð- illinn á EM í Svíþjóð 2013 er því innan seilingar. ooj@frettabladid.is Sagan með stelpunum Úkraína þarf að komast í gegnum tvo múra til að „stela“ EM-farseðlinum af stelpunum okkar í seinni umspilsleiknum á Laugardalsvellinum á morgun. GLÍMUTÖK Á ÆFINGU Dóra María Lárusdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir bregða hér á leik á æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hetja Cardiff í ensku b-deildinni í gærkvöldi. Aron Einar kom inn á sem varamaður sex mínútum fyrir leikslok og skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu í uppbótatíma þegar Cardiff vann Watford 2-1. Cardiff er nú við hlið Leicester á toppi deildarinnar. Aron Einar var þarna að skora sitt annað mark í ensku b-deild- inni á þessu tímabili en hann skor- aði einnig á móti Crystal Palace í september. Tommie Hoban kom Watford í 1-0 á 28. mínútu og Cardiff jafn- aði ekki fyrr en Watford-maðurinn Daniel Pudil var búinn að frá rautt spjald. Tíu Watford-menn komu ekki í veg fyrir að Peter Whitting- ham jafnaði metin á 71. mínútu og tveimur mínútum síðar missti Wat- ford Nathaniel Chalobah af velli með sitt annað gula spjald. Heiðar Helguson lék allan leik- inn en Aron Einar kom inn á fyrir Tommy Smith á 84. mínútu. Aron Einar skoraði sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf frá Craig Noone. Cardiff hefur nú unnið alla sex heimaleiki sína í b-deildinni á þessu tímabili og Cardiff City Stadium ætlar að vera liðinu ein- staklega drjúgur í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. - óój Dramatískur sigur Cardiff í ensku b-deildinni: Alvöru innkoma hjá Aroni Einari í gær ARON EINAR GUNNARSSON Skoraði mikilvægt mark í gær. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.