Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 10
24. október 2012 MIÐVIKUDAGUR10 Landskjörstjórn Fundur til að lýsa úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs Landskjörstjórn kemur saman til fundar í húsakynn- um nefndasviðs Alþingis mánudaginn 29. október nk., kl. 12, til að úrskurða um gildi ágreiningsseðla og lýsa úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem haldin var laugardaginn 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs til breytinga á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og tiltekin álitaefni þeim tengd. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 91/2010, um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, skulu kærur um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar, aðrar en refsikærur, sendar landskjörstjórn til úrlausnar eigi síðar en tveimur dögum fyrir fundinn. Kærur skulu merktar: Lands- kjörstjórn, b.t. Þórhalls Vilhjálmssonar, ritara lands- kjörstjórnar, Alþingishúsinu við Austurvöll (Skáli), 150 Reykjavík. Ergo vill aðstoða þig við að eignast farartæki Áfram bjóðum við græn bílalán án lántökugjalda. Við bjóðum einnig 50% afslátt af lántökugjöldum á bílalánum og bílasamningum í október. Reiknaðu með okkur á ergo.is. Afsláttur af lántökugjöldum Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is BANDARÍKIN Þeir Barack Obama og Mitt Romney þurfa að leggja hart að sér til að ná eyrum óákveðinna kjósenda á miðjunni þær tvær vikur sem eftir eru fram að for- setakosningum í Bandaríkjunum. Obama þótti standa sig mun betur en Romney í síðustu sjón- varpskappræðum þeirra, sem haldnar voru á mánudagskvöld. Áherslan var á utanríkismál, þar sem Obama er á heimavelli en Romney reynslulítill. Greinilegt var á málflutningi Romneys að hann reyndi að færa sig nær miðjunni í þessum mála- flokki en hann hefur gert til þessa. Obama notaði hins vegar hvert tækifæri til að koma að þeim áformum sem hann hefur um upp- byggingu innanlands á næstu árum, þegar herinn verður farinn frá Afganistan. Stærstu mistök Romneys voru þegar hann tók að gagnrýna Obama fyrir að bandarískum herskipum hefði fækkað mjög síðan 1916. Obama svaraði því til að í hernum væru líka færri hestar og byssustingir en þá, enda ekki eins mikil þörf fyrir þá lengur: „Við erum með þessa hluti sem kallaðir eru flugmóðurskip, sem flugvélar lenda á. Við erum líka með þessi skip sem sigla neðansjávar, kölluð kafbátar. Þetta snýst ekki um leik sem heitir Orrustuskip, þar sem við teljum skipin.“ - gb Obama þótti standa sig mun betur en Romney: Enn munar mjóu á frambjóðendunum ROMNEY OG OBAMA Síðustu kappræðurnar skipta vart sköpum þótt staða Obamas hafi skánað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Hjúkrunarráð Land- spítala segir að niðurskurður á spítalanum undanfarin ár hafi haft mikil áhrif á starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og hafi dregið úr tækifærum þeirra til að vinna að verkefnum sem tengjast fag- legum verkefnum. Hjúkrunarráð Landspítala mót- mælir þessari þróun, eins og kemur fram í aðalfundarályktun ráðsins. „Það er nauðsynlegt að gert sé ráð fyrir því í mönnunarmódeli á háskólasjúkrahúsi að hjúkrunar- fræðingar hafi svigrúm til að sinna kennslu og faglegri verkefna- vinnu,“ segir þar. Í skýrslu stjórnar og nefnda hjúkrunarráðs kemur fram að hvatt er til þess að nauðsynleg endurnýjun á tækjabúnaði spít- alans fari fram. Gömul og úr sér gengin tæki á háskólasjúkrahúsi séu ógnun við meðferð og öryggi sjúklinga. Í skýrslunni kemur fram að mikil óánægja sé meðal hjúkrunar- fræðinga á spítalanum með launa- kjör og mikið vinnuálag. Stjórn hjúkrunarráðs hefur áhyggjur af þessari óánægju og að ástæða sé til að ætla að óánægjan valdi því að los komi á hjúkrunarfræðinga og að þeir ráði sig annað. - shá Hjúkrunarráð bendir á neikvæða þróun í kjölfar niðurskurðar á LSH undanfarið: Óttast þróun á starfsaðstæðum Á LANDSPÍTALA Hjúkrunarráð LSH telur gömul tæki ógnun við meðferð og öryggi sjúklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Tveir menn um tvítugt hafa játað að hafa stolið bensíni á bílaleigu á Suður- nesjum um síðustu helgi. Ekki vildi betur til en að eldur kvikn- aði þegar þeir félagar dældu stolnu bensíni á brúsa og eyði- lögðust fimm bílar í brunanum. Það var lögreglan á Suður- nesjum sem handtók mennina í fyrradag og við yfirheyrslur játuðu þeir verknaðinn. Annar þeirra brenndist nokkuð á fótum en hafði ekki leitað læknis þegar hann var handtekinn. - th Kveiktu í fimm bílum: Tveir tvítugir hafa játað GREIFINGI SKIPTIR UM FILMU Hann tók ásamt hundruðum manna þátt í mótmælum í London gegn áformum stjórnvalda um að drepa þúsundir greifingja í Bretlandi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.