Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 18
 | 4 24. október 2012 | miðvikudagur Starfshópur sem vinnur að til- lögu um breytingu á stimpil- gjöldum í formi frumvarps- draga mun skila tillögum upp úr áramótum, samkvæmt upp- lýsingum frá fjármálaráðu- neytinu. Hópurinn átti upphaf- lega að skila þeim í síðasta lagi í október. Íslensk stjórnvöld hafa skuld- bundið sig til að endurskoða lög um stimpilgjöld með það fyrir augum að afnema slík gjöld þegar neytendur vilja skipta um banka. Sú skuldbinding var skilyrði fyrir því að Eftir- litsstofnun EFTA (ESA) myndi samþykkja ríkisaðstoð við nýju bankana þrjá, Landsbanka, Ís- landsbanka og Arion banka. Í ákvörðun ESA sagði einnig að starfshópurinn ætti að kanna hvernig álagningu stimpil- gjalda mætti breyta til að ein- falda ferlið og ýta undir sam- keppni á meðal fjármálafyrir- tækja. Samkvæmt lögum um stimpil- gjöld greiða allir sem kaupa sér fasteign 0,4 prósent af fast- eignamati hennar í stimpilgjald til ríkissjóðs. Þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign eru þó undanþegnir gjaldinu. Stimpilgjöld eru mikil tekju- lind fyrir ríkissjóð. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 er áætlað að þau skili 4,1 milljarði króna í hann á næsta ári. Á árunum 2009 til 2012 er áætlað að þau hafi skilað 11,7 milljörðum króna í ríkissjóð. Samtals munu Íslendingar því hafa greitt 15,8 milljarða króna stimpilgjöld frá byrjun árs 2009 og út næsta ár, gangi tekju- áætlun fjárlagafrumvarpsins eftir. - þsj Frumvarpsdrög um breytingar á stimpilgjaldalögum: Von á tillögum upp úr næstu áramótum RÁÐHERRA Starfshópurinn á að skila frumvarpsdrögunum til Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FJÖLMIÐLAR Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is Skjárinn ehf., sem rekur Skjá- Einn, SkjáBíó, SkjáHeim og Skjá- Golf, tapaði 285 milljónum króna í fyrra. Það er tæpum hundrað milljónum króna minna en félagið tapaði árið áður. Samtals nemur tap Skjásins á árunum 2010 og 2011 663 milljónum króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um 653 milljónir króna um síðustu áramót. Þetta kemur fram í ný- birtum ársreikningi þess. Velta Skjásins, sem saman- stendur af tekjum af sölu áskrifta og auglýsinga, jókst hins vegar um 350 milljónir króna á milli ára og var tæplega 1,9 milljarðar króna. Friðrik Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Skjásins, segir reksturinn hafa gengið enn betur í ár en í fyrra. „Það hefur orðið mjög mikill bati hér á tveimur árum. Ástæðan er blanda af mörgu. Undirliggjandi rekstrar- einingar, sem eru nokkrar, hafa allar staðið sig ágætlega. Svo hefur verið stíft aðhald í rekstri líkt og þarf að vera.“ Spurður hvort það sé fyrir- sjáanlegt að Skjárinn skili hagn- aði í náinni framtíð svarar Frið- rik því játandi. „Við förum ná- lægt því á þessu ári. Þetta er allt annað umhverfi í dag en það sem við höfðum verið að vinna í. Við höfum ekkert verið að flagga því, en ég skal ekkert neita því að þetta hefur gengið vonum framar að snúa þessum rekstri við. Þetta lítur vel út hjá okkur og menn eru bjartsýnir.“ Skjárinn skuldar móðurfélagi sínu Skiptum 1,4 milljarða króna og jukust þær skuldir um tæpar 400 milljónir króna á síðasta ári. Vegna þessara skulda greiddi Skjárinn móðurfélaginu Skipt- um 94 milljónir króna í vexti á árinu 2011. Á síðustu tveim- ur árum hafa vaxtagreiðslur til Skipta numið um 154 milljónum króna. Eigandi Skjásins eru Skjá miðlar ehf., sem er að öllu leyti í eigu Skipta. Skipti er einnig móður- félag Símans. Skjárinn keypti vöru og þjónustu frá Skiptum, Sím- anum og dótturfélagi hans Mílu fyrir samtals 405 milljónir króna í fyrra. Auk þess greiddi félagið 94,2 milljónir króna í vexti til Skipta vegna lána sem félagið veitti Skján- um. Á árinu 2010 keypti Skjárinn þjónustu af sömu félögum fyrir 343 milljónir króna og greiddi Skiptum 59,6 milljónir króna í vexti. Skjárinn tapaði um 300 milljónum í fyrra Tap Skjásins dróst saman um tæpar hundrað milljónir í fyrra. Veltan jókst um 350 milljónir á sama tíma. Framkvæmdastjórinn segir batann hafa haldið áfram í ár og að stutt sé í hagnað. Í ársreikningnum segir að „þrátt fyrir rekstrar- tap á árinu 2011 hefur orðið umtalsverður viðsnúningur í rekstri félagsins á árinu 2011 þar sem rekstrartap hefur lækkað verulega samanborið við fyrra ár og skýrist það einkum af hagræðingaraðgerðum stjórnenda auk þess sem vöxtur hefur verið í tekjum félagsins á árinu […] Eiginfjárstaða félagsins í árslok er neikvæð en stjórnendur telja að ekki leiki vafi á áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins þar sem móðurfélag þess, sem er jafnframt stærsti lánardrottinn þess, mun styðja fjárhagslega við rekstur félagsins og tryggja áframhaldandi rekstur þess a.m.k. næstu 12 mánuði“. Friðrik segir ekki hafa verið rætt mikið um það hvort skynsamlegt væri að breyta skuldum Skjásins við Skipti í hlutafé til að laga eiginfjárstöðuna. „Eigandinn ræður ferð- inni í því hvernig hann vill hafa skipulagið á efnahagsreikningnum. Við erum um leið stór viðskiptavinur Símans í dreifingu. Þannig að það er þeirra [eigandans] að svara fyrir þetta frekar en að ég geri það.“ SKIPTI TRYGGIR REKSTRARHÆFI ÚT ÁRIÐ FRIÐRIK FRIÐRIKSSON SKJÁR EINN Skjárinn rekur næststærstu áskriftarsjónvarpsstöð landsins auk ýmissa minni rekstrareininga. SkjárEinn hóf göngu sína haustið 1999 og var framan af ókeypis, en hefur verið áskriftarstöð frá haustinu 2009. FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI Tímabundin lækkun sérstaks veiðigjalds 25. október | kl. 8:30 | Borgartúni 27 Farið verður yfir reglugerð um tímabundna lækkun sérstaks veiðigjalds og fjallað um skilyrði fyrir lækkuninni. Skráning og frekari upplýsingar á kpmg.is Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, kynnti nýja vörulínu á kynningarfundi í San José í Kali- forníu í gær. Á fundinum bar hæst að Apple til- k y n n t i a ð fyrir tækið h æfi brát t sölu á smærri og ódý ra r i gerð af iPad- spjaldtölv- unni vinsælu. Búist hefur verið við til- kynningu um smærri gerð iPad um h r íð . H i n s vegar kom á óvart að Tim Cook, forstjóri Apple, tilkynnti einnig um nýja gerð af hinni hefðbundnu iPad-tölvu. Apple kynnti síðast nýja iPad-tölvu í vor en yfirleitt hefur ár hið minnsta verið látið líða milli kynslóða af framleiðslu fyrirtækisins. Apple setti iPad-spjaldtölvuna á markað í apríl árið 2010 en síðan hefur fyrirtækið selt 100 milljón eintök. Vörukynning hjá Apple: Ný gerð iPad á markað IPAD MINI Phil Schiller hjá Apple kynnti hina nýju gerð iPad á kynningarfundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.