Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 74
 Plötudómar dr. gunna Ingó  Ingó Ófeiminn en óharðnaður Fyrsta sólóplata Ingós (þá fyrstu gerði hann með Veðurguðunum) er troðfullur pakki með 15 frumsömdum lögum hinnar harðduglegu og kumpánlegu poppstjörnu. Hann sækir ófeiminn í íslensku sveitaballaarfleiðina, bæði hvaðvarðar yrkisefni (ástin maður, ástin) og tónlist. Platan er fjölbreytt innan rammans; Ingó hoppar sannfærandi milli áhrifa, til dæmis úr tregakántríi í fjörugt ska og þaðan í fiftíspopp. Ingó á auðvelt með að búa til heilalím og hér er hellingur sem mun límast á heilaberki útvarpshlustenda. Þetta er ágætis plata, en samt dálítið einfeldningsleg og óhörðnuð. Maður hefur sterklega á tilfinningunni að Ingó eigi eftir að þroskast mikið í popplistinni á næstu plötum. meeting Point  Song for Wendy Skammdegis- popp Bryndís Jakobsdóttir og Daninn Mads Mauritz eru par og samstarfsmenn í Song for Wendy. Lögin eru frumsamin við gömul ensk ljóð. Þau syngja bæði og tónlistin er róleg og rómantísk, dapurleg á köflum og skammdegisleg, en alltaf réttu megin við strikið og detta aldrei í eitthvað þunglyndi. Sparlega er smurt á lögin; kassagítar, flæðandi hljómborð, trommuheili úr skemmtara og lokkandi samsöngur búa til stemminguna, en flottar lagasmíðar tryggja áhuga hlustandans. Parið hefur gert mjög fína plötu þar sem áhrif frá gömlum gránum eins og Neil Young og yngra liði eins og Portishead og Beach House eru heyranleg, en aldrei yfirþyrmandi. Gott stöff. Big Spring  Helgi Hrafn Jónsson Tregi og trukk Á þriðju plötu sinni fjarlægist Helgi Sigur Rósar-áhrifin sem hafa verið viðloðandi plötur hans og færir sig í átt að hreinræktuðu poppi. Hann er sem fyrr oftast í rólegu deildinni, togar fram tregafullar og eilítið letilegar ballöður, sumar með kraftmiklu framflæði sem ná hápunkti og fjara svo út. Helgi kemur einnig á óvart og lætur gossa í tveimur kraftmiklum rokklögum: Darkest Part of Town og Passport No Passport – mjög vel heppnuðu gáfumannarokki og mega þessi lög heita hápunktar plötunnar. Spilamennska er í úrvalsdeild og Helgi hefur góða söngrödd sem hæfir músíkinni vel. Helsti gallinn er að enn gripmeiri melódíur þyrfti til að r akel bjó í Kaupmannahöfn í fimm ár og þar kynntist hún heimamörkuðunum þar sem fólk opnar heimili sín fyrir gestum og gangandi. „Ég var aðallega að vinna við þjálfun frjálsíþróttafólks. Ég var mjög hrifin af því hversu Danir eru duglegir að endurnýta hluti og fór talsvert á svona markaði. Ég flutti þetta svo með mér heim og smitaði Sólveigu af þessu,“ segir Rakel og bætir við að jólamarkaðirnir í Kaupmannahöfn hafi laðað fram virkilega góða jólastemningu. Rétt eins og vinkonurnar ætla að gera um helgina. Vinkonurnar gera mikið af því að búa til eitthvað nýtt úr gömlum hlutum og eru sérlega veikar fyrir gömlum gardínum sem bjóða upp á ýmsa möguleika. Á heimamarkaðnum ætla þær að selja og sýna „glitrandi gersemar og góss sem öðlast hefur nýtt líf í ævintýraheimi sem þær hafa sett upp heima hjá Sólveigu. Meðal þess sem þær selja eru hárskraut, skartgripir, jólakransar og ýmislegt heimilisskraut. Sólveig segir fólk fái að upplifa mikla jólastemningu á markaðnum og þær bjóði upp á heitt súkkulaði og sætan bita. Fólk geti svo einfaldlega gengið um, skoðað og tekið niður þá muni sem það vill kaupa. „Við erum búnar að skreyta hátt og lágt þannig að þegar fólk kemur  SólveIg og rakel ÆvIntýraheImur Endurnýta kærasta og gamalt dót Vinkonurnar Sólveig Hildur Björnsdóttir og Rakel Gylfadóttir verða með heimamarkað að danskri fyrirmynd um helgina á heimili þeirrar fyrrnefndu. Þar sýna þær og selja „flippað“ handverk. Rakel og Sólveig héldu heimamarkað fyrst fyrir tveimur árum og þá komu um 200 manns í heimsókn. „Þetta féll vel í kramið. Við renndum blint í sjóinn og viðtökurnar voru vonum framar. Þess vegna ákváðum við að endurtaka leikinn,“ segir Rakel. Flytjendur: Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór Helga Rós Indriðadóttir, sópran Guðný Guðmundsdóttir, fiðla Gunnar Kvaran, selló Helga Þórarinsdóttir, víóla Victoria Tarevskaia, selló Elísabet Waage, harpa Eiríkur Örn Pálsson, trompet Richard Kork, kontrabassi Hilmar Örn Agnarsson, orgel Fiðlukór Guðnýjar Guðmundsdóttur Vox feminae Stúlknakór Reykjavíkur Margrét J. Pálmadóttir, kórstjórnandi JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON HELGA RÓS INDRIÐADÓTTIR Forsala aðgöngumiða er á midi.is og við innganginn CARITAS ÍSLAND 2011 Í ÞÁGU MÆÐRASTYRKSNEFNDAR STYRKTARTÓNLEIKAR Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir: Atla Heimi Sveinsson, W.A.Mozart, J.S. Bach, C. Franck, C. Gounod, G. F. Händel, D. Scarlatti, F. Schubert, G. Verdi Kristskirkju, Landakoti Sunnudaginn 20. nóvember kl. 16.00 Miðaverð kr. 3500 Allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndar Helgin 18.-20. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.