Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 76
Ég kem sjálfur úr mjög alkó- hólíseruðu umhverfi þannig að þetta er mér mjög kært. L eikstjórinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason hefur sent frá sér sína fimmtu barnabók. Hún heitir Víti í Vestmannaeyjum og fjallar um fótboltastráka á Shell- mótinu í Vestmannaeyjum, sem haldið er ár hvert. Gunnar er hokinn af reynslu knattspyrnumót ungra drengja eru annars vegar því í samtali við Fréttatímann telst honum til að hann farið í tólf ár samfleytt á þessi mót – með tvo syni sína. „Nú er því tímabili lokið og þá skrifar maður bók um það,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi gengið lengi með þá hug- mynd í maganum að gera eitthvað í tengslum þessi mót. „Bókin er viðráðanlegasta formið, mun við- ráðanlegra en mynd eða sjónvarps- þættir.“ Og Gunnar var ekki einn við skriftir því Ólafur, yngri sonur hans, tók virkan þátt í gerð hennar. Í bókinni er aðalsöguhetjan Jón Jónsson sem spilar með Þrótti og þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem Gunnar er sjálfur borinn og barnfæddur Þróttari þótt synir hans spili báðir með FH. „Ég hef alið upp FH-inga eftir að hafa verið fluttur hreppaflutningum af konunni minni. Syni mínum fannst það ekki við hæfi að aðalsöguhetjan væri í FH og því var nærtækast að hafa hann í Þrótti,“ segir Gunnar og hlær. Gunnar hefur verið að lesa upp í skólum og fengið fínar viðtökur. Hann hefur þó ekki komist enn til Vestmannaeyja – þar sem sagan gerist. „Veðurguðirnir eru eitthvað mótfallnir því að ég fari þangað. Ég geri lokatilraun á mánudag. Það hlýtur að ganga,“ segir Gunnar. -óhþ H vað ef er sýnt í Þjóðleikhúsinu og að-standendur sýningarinnar fá fyrir-tæki og stofnanir til þess að bjóða skólakrökkum á verkið svo allir hafi sama rétt til þess að sjá sýninguna, eins og Guðmundur Ingi orðar það. „Við höfum frá upphafi verið með þetta inni í leikhúsum. Fyrst og fremst vegna þess að samkvæmt rannsóknum þá virka forvarnir inni í skólum lítið sem ekkert. Þegar maður fer inn í umhverfi krakkanna þar sem þau eru á heimavelli vita þau nákvæmlega hvað þarf að gera til þess að hrekkja og gera allt vitlaust,“ segir Guðmundur Ingi. „En þegar þú kemur með þau í nýtt umhverfi sem þau þekkja ekki alveg og bera virðingu fyrir þá opnast fyrir eitthvað sérstakt.“ Gunnar Sigurðsson, sem gerði heimildar- myndina Maybe I should have í kjölfar hruns- ins, fékk Guðmund Inga til liðs við sig með forvarnarsýningu í huga. Hann er leikstjóri Hvað ef en Gunnar Ingi skrifaði handritið og er aðstoðarleikstjóri, auk þess sem hann hefur staðið á sviðinu frá upphafi. Fræðsluhlið verksins er unnin í samstarfi við fagaðila sem þekkja vel til þeirra þátta sem verkið tekur á en þeirra á meðal eru Þórar- inn Tyrfingsson hjá SÁÁ, Lýðheilsustöð VÍS og fleiri. „Þetta er í raun alveg ný nálgun á þetta viðfangsefni, í það minnsta svo okkur sé kunnugt um. Ég kem sjálfur úr mjög alkóhól- íseruðu umhverfi þannig að þetta er mér mjög kært.“ Guðmundur Ingi segir að í undirbúningnum hafi verið talað við fjölda krakka og þau spurð hvernig þau myndu vilja hafa sýningu sem þessa. Og svörin létu ekki á sér standa. „Þau sögðust mjög eindregið vilja fræðslu en að þetta yrði að vera skemmtilegt annars nenntu þau ekki að hlusta. Þau sögðu líka að við ætt- um ekki að skamma þau enda hefðu þau ekk- ert gert af sér og að við ættum ekki að tala nið- ur til þeirra. Þannig að við ákváðum að nálgast þetta svona. Af fullkominni einlægni en með miklum húmor og grjótharðri fræðslu.“ Felix Bergsson, Guðmundur Ingi Þorvalds- son, Brynja Valdís Gísladóttir og Orri Hug- inn Ágústsson voru í leikhópnum sem stóð að fyrstu uppsetningunni árið 2005 en nú er þau Ævar Þór Benediktsson og Ólöf Jara Skagfjörð með Guðmundi Inga á sviðinu. „Það skemmir ekki fyrir að vera með svona frábæra krakka með sér. Ævar drekkur ekki og hefur aldrei drukkið eða reykt. Jara hefur aldrei reykt og byrjaði að drekka 21 árs og þegar maður er með svona sterkar og flottar fyrirmyndir á sviðinu og þetta er gert fyndið og skemmtilegt þá fer þessi lífsstíll að verða töff.“ toti@frettatiminn.is  Hvað ef SkemmtiLegar forvarnir Ólöf Jara og Ævar Þór eru flottar fyrirmyndir Forvarnarleikritið Hvað ef var frumsýndur árið 2005 og gengur enn við miklar vinsældir grunnskólanema. Sýningin miðlar með leik, söng, ljóðum og tónlist fræðslu til unglinganna um kaldar staðreyndir vímuefnaneyslu, einelti, sjálfsvíg og fleira sem tengist þeim harða reynsluheimi sem blasir við ungu fólki sem er að taka þar sín fyrstu spor. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, lei- kari, hefur verið með frá upphafi og hann segir það mikla gjöf að fá að taka þátt í verkefninu. Guðmundur Ingi segist sjálfur vera í 12-spora starfi og að Hvað ef sé eitthvert gjöfulasta tólftaspors verkefni sem hann hafi tekið að sér. Hann hefur leikið í verkinu frá upphafi meðal annars vegna þess að það sé erfitt að segja nei við Gunna Sig. „En það er mikil gjöf að fá að vera með í þessu.“  bækur gunnar HeLgaSon Skrifaði fótboltabók með hjálp sonarins Gunnar las upp fyrir krakka í Setbergsskóla á degi íslenskrar tungu á miðvikudag. Ljósmynd/Hari Nú situr Heinz Á TOPPNUM 76 dægurmál Helgin 18.-20. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.