Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 02.03.2012, Qupperneq 34
32 fréttir vikunnar Helgin 2.-4. mars 2012 Góð vika Fyrir Mugison Slæm vika Fyrir Ólaf Ragnar Grímsson forseta 48,9 milljarðar króna var hallinn á viðskiptajöfnuðinum á fjórða ársfjórðungi 2011 samanbor- ið við 8 milljarða króna í plús fjórðunginn á undan. Píslarvætti á Bessastöðum Ólafi Ragnari Grímssyni var gerður grikkur á mánudag þegar honum var afhentur undirskriftalisti með áskorun um að bjóða sig fram í fimmta skipti til forseta Íslands. Eins og rifjað hefur verið upp var Ólafur Ragnar á þeirri skoðun árið 1996 – „með allri virðingu“ fyrir fyrri forsetum – að ekki væri tilhlýðilegt að gegna þessu embætti lengur en tvö kjörtímabil. Hann er nú þegar búinn að pína sig í gegnum tvöfaldan þann tíma og því ekki undarlegt að hann hugsi þunglega til þess að þurfa að taka þann kross á herðar sínar að vera fjögur ár í viðbót á Bessastöðum. Eða eins og hann orðaði það sjálfur þá vonaðist hann til þess að hann „þyrfti ekki að standa í þessum sporum.“ Ólafur Ragnar hefur dregið sig í hlé til að íhuga næsta skref. Valið stendur á milli þess að þjóna þjóð sinni eða sinna mikil- vægum verkefnum fyrir „mannkynið allt“. Svona er byrðunum misjafn- lega dreift. 6,17 vikan í tölum HeituStu kolin á Tillaga um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, um afturköllun ákæru á hendur Geir Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, fyrir landsdómi var samþykkt á alþingi í gær, fimmtudag, með 33 atkvæðum gegn 27. Niðurstaðan felur það í sér að aðalmeðferð í lands- dómsmálinu yfir Geir hefst á mánudaginn. Ljósmynd Hari er hlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í Högum í kjölfar kaupa í vikunni. Sigursæll Vestfirðingur Sveitungi forsetans, Vestfirðingurinn Guðmundur Mugison Örn Elíasson, fagnaði enn einni góðri viku í sínu lífi. Hann átti fimm sigurstundir á Íslensku tónlistarverðlaununum, sem voru veitt í Hörpu á miðvikudagskvöld, eða flestar allra kollega sinna. Mugison fékk verðlaun sem vinsælasti flytjandin, var valinn laga- og textahöfundur ársins, lag hans Stingum af var valið popp/rokk lag ársins og Haglél plata ársins. Mugison kórónaði þar með magnað ár og ríkir um þessar mundir sem ókrýndur konungur íslenskrar dægur- tónlistar. Félag um Vestmannaeyjaferju Vestmannaeyingar ætla sjálfir að stofna félag um nýja Vestmannaeyjaferju. Auk Vestmannaeyjabæjar verður ríkinu, nágrannasveitarfélögum, lífeyrissjóðum og áhugasömum fjárfestum boðið að koma að félaginu. MP tapar hálfum milljarði MP banki tapaði 541 milljón króna í fyrra fyrir skatta. 140 milljóna króna hagnaður varð hins vegar á rekstrinum seinni hluta ársins. Fyrri hluta 2011 var tapið 681 milljón króna. Gunnar rekinn en segist saklaus Stjórn Fjármálaeftirlitsins rak í gær Gunnar Andersen, forstjóra þess. Hann segist saklaus af sakargiftum stjórnarinnar og hafi ekki séð kæru hennar til lögreglu né þau gögn sem stjórnin vísi til. Á bæjarstjóralaunum til 1. apríl Laun Guðrúnar Pálsdótttur, fráfarandi bæjarstjóra Kópavogs, voru hækkuð um 7,5 prósent fjóra mánuði aftur í tímann í starfslokasamningi sem bæjarstjórn Kópavogs afgreiddi. Hún verður á bæjar- stjóralaunum til 1. apríl. Fækkar á Facebook Tveir vaskir Facebook-menn, Jakob Bjarnar Grétarsson og Þráin Bertelsson, hættu á samskiptavefnum í vikunni eftir að þeir lentu á umdeildum lista á Facebook yfir karla sem hata konur. Aðrir á vegnum létu sig málið varða. Andri Þór Sturluson Er það rétt skilið hjá mér að maðurinn sem ítrekað kallar aðra hálfvita, hvort sem það eru þingmenn eða 5% þjóðarinnar, skuli vera hættur á Facebook vegna þess að einhverjum finnst hann vera hálfviti? Gisli Ásgeirsson kemst að niðurstöðu: „Fólk sem fer í fýlu og hættir á FB-, ætti að hafa í huga að við eigum að vera sammála um að vera ósammála á stundum. Annars verður umræðan litlaus og leiðinleg. Voltaire hefði t.d. ekki hætt á FB.“ Kristinn Theodorsson Nú keppast menn við að nota sem stærst orð um allskyns „fífl“ sem segjast vera þröngvað af Fésbókinni. Ég vona hinsvegar að Jakob Bjarnar, Þráinn, Hildur L og fleiri fífl komi fljótt aftur, því það er oft fólk með skoðanir sem hressir mest upp á svona eldhúspartý. móðir byltingarinnar Ýmsir vilja eigna alþingiskonunni Álfheiði Ingadóttur heiðurinn af Búsáhaldabyltingunni. Sjálf kannast hún ekki við slíkt og flestir sem mótmæltu á Austurvelli á sínum tíma komu af fjöllum þegar kenningin sú fékk vængi. Stefán Pálsson er handviss um að nær allur VG-þingflokkurinn er að deyja af öfund út í Álfheiði fyrir að vera útmáluð sem höfuðarkitekt Búsáhaldabyltingar- innar af hægrirugludöllunum. Illugi Jökulsson Álfheiður brosti til fólks, og veifaði. Mér finnst alveg deffinitlí að það eigi að dæma þessa Álfheiði í langt langt fangelsi. Eruði ekki sammála? Ég meina, þetta er þjóðhættuleg manneskja! Rothögg í þungavigt Árvakur neytandi tók sig til og vigtaði matvæli sem hann keypti og komst að stófelldu svindli. Netheimar brjáluðust en lætin voru út af engu. Vigt neytandans var biluð. Eva Hauksdottir Ég hélt að það væru bara feitar kjeddlingar sem kenndu vigtinni um. Hversu lamaðar afsakanir geta menn fundið fyrir skíthælshætti sínum? Hafliði Helgason Er hægt að fá árvakra neytandann með vigtina í heimahús? Ég þyrfti nefnilega að missa tvö til þrjú kíló. Baldur Guðmundsson Mín vigt er líka biluð – það bara hlýtur að vera. Jón Óskar Stýrimaðurinn Friðrik er maður vikunnar. Ég bíð spenntur eftir næstu könnun. Go go go! Bjór í 23 ár Ölsvelgir hafa haldið 1. mars hátíðlegan í 23 ár en þá var áfengur mjöðurinn leyfður á Íslandi á ný. Kristín Anna fagnar því að fagna ekki bjórdeginum. Jón Mýrdal Jæja, búinn í litun og plokkun og á eftir er það dekur t.d. steinanudd og ilmkjarnameðferð. Maður verður að tríta sig á bjórdeginum. Orri Björnsson Öl í kvöld, eitt af fáum táknum nýfrjálshyggjunnar sem enn stendur. Kannski okkar síðasta vígi. 33-27 er niðurstaða atkvæða- greiðslu þegar Alþingi samþykkti að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að falla frá ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. 47 voru skiptin sem Ólafur Ragnar Grímsson talaði um „þjóðina“ á blaðamanna- fundi sínum á mánudag, eða á um það bil mínútu fresti að jafnaði. 23 ár voru liðin þann 1. mars frá því sala á áfengu öli var leyfð á nýjan leik á Íslandi eftir 74 ára bann sem var í gildi frá 1915 til 1989. Hver hremmir bráðina? „[Adler-Olsen] er algjörlega prófessjónal maður … mjög hugmyndaríkur.“ Páll Baldvin Baldvinsson / Kiljan www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Heildarlisti 5.02.–21.02.12 veiðimennirnir, ný bók eftir Jussi Adler-Olsen, höfund metsölubókArinnAr kOnAn í búrinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.