Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Side 34

Fréttatíminn - 22.06.2012, Side 34
2 garðar Helgin 22.-24. júní 2012  Kal NorðaNhret og frost ráðgjöf við garðahönnun Bjarnheiður Erlendsdóttir skrúðgarðyrkjufræðingur veitir viðskiptavinum BYKO ráðgjöf vegna fyrirhugaðra framkvæmda í garðinum í sumar. Skráning á netfangið gudrunhalla@byko.is og í síma 515 4144 alla virka daga. Hver viðskiptavinur fær hálftíma ráðgjöf sem kostar kr. 5.900 og nýtist sem inneign þegar keypt er efni í pallinn hjá BYKO. Ráðgjöfin er veitt í BYKO Breidd. Í garðablaði Fréttatímans og Garðyrkju-félagsins sem kom út í lok apríl skrifaði ég að það virtist ætla að vora vel. Góð- viðri var síðari hluta mars og allan apríl fyrstu vikurnar í maí, fyrst með votviðri og ljúfri rigningu og seinna með sól og yl. Ekk- ert hret kom um páskana eða næstu vikur þar á eftir og gróður tók vel við sér. Vorlauk- arnir buðu upp á einstæða litasýningu og stóðu lengi án þess að verða vindbarðir. Í lok mars voru rósir farnar að opna brum. En sunnudaginn 13. maí skall á norðanbál sem stóð í þrjá daga með frostnóttum. Síðan þá hefur að mestu verið sólskin hér á Suð- vesturhorninu og þurrkur eftir því utan einn laugardag með úrhelli. Nokkrar nætur hefur hitastig fallið undir frostmark. Áhrifin hafa ekki látið á sér standa og verið heldur dapurlegar fyrir sumar tegundir og sortir. Sérstaklega hafa ýmsar reynitegundir og mörg rósayrki farið illa. Útsprungin lauf og brum hafa kalið í frost- inu og síðan hafa plönturnar smám saman drepið af sér brum og heilar greinum til við- bótar. Þær reyna að spara safann og endur- hæfa neðri hluta plöntunnar og greinarnar með mesta vaxtarþróttinn. Þetta tekur dálít- ið á taugarnar sérstaklega þegar einstakar, fágætar plöntur kala niður í rót og ætlunin er að sýna garðinn á Norrænni rósahelgi á komandi sumri. En íslenska þrautseigjan lætur ekki að sér hæða! Við þessu var jú að búast eins og reynslan hefur sýnt svo oft áður. Þetta eru þær aðstæður sem við búum við í landinu bláa! Í blaði danska rósafélagsins sem ég fékk nýlega sé ég að mikill rósadauði varð í frosthörkum sem gengu yfir Danmörku í vetur sem leið og gefin góð ráð um hvernig megi endurvekja þær. Við erum því ekki ein á báti um vandamál af þessu tagi. Ráðin sem þarna birtast eru:  Láta plöntuna vakna vel. Hörð klipping á réttum tíma og ekki of snemma. Klippa ofan við vöxtulegan sprota – vel neðan við kalsprotann þannig að sárið verði hvítt og vefurinn lifandi í sárinu.  Ef rós er kalin niður að rót er ráðlegt að bíða eftir að sprotar komi upp frá ágræðslustað og stilla sig um að rífa plöntuna upp. Rósin getur endurhæft sig; beðrósir á einu ári og runnarósir á tveimur árum.  Vökva mikið og gefa áburðargjöf eftir klippingu. Þetta síðast talda atriði er einna mikilvægast til að ná plöntunni af stað og fá líf í greinarnar. Ég er að reyna þessi ráð núna. Ávinningur- inn af mikilli vökvun er ótvíræður og flýtir mjög fyrir endurhæfingunni. Áburðargjöfin fylgir í kjölfarið. Klippingin kemur seinast þegar kominn er nýr vöxtur í lifandi brumin. Ég hef vökvað hverja plöntu þriðja hvern dag á sólardögunum svo duglega að jarðvegur hefur blotnað skófludjúpt niður. Vatnið verð- ur að ná niður til djúpu rótanna, sérstaklega á rósunum. Reynitegundirnar sem ættaðar frá Hima- layafjöllum virðast ná sér býsna fljótt eins og greinin á rósareyninum hér sýnir. Efsti þriðjungur hans kól og ég er búinn að klippa hann af. Jafnvel blaðfallega kínverska reyn- isortin „Dodong“, sem missti öll blöðin sem komin voru út, er farin að vaxa aftur með furðu lítilli fórn á greinum og brumum. Rósirnar hafa valdið meiri höfuðverk því þær er ég sumar búinn að þríklippa. Líklega var ég of fljótur á mér í fyrstu tvö skiptin. Hér fylgir mynd af rósinni kanadísku rós- inni „Lac Majeau“ sem hefur reynst vel hér á landi ásamt systrum sínum „Louise Bugnet“ og „Marie Bugnet“. Myndin sýnir sprota sem hafa verið klipptir áður en brumin fyrir neðan klippingarsárið hafa þornað upp. Nú þarf að klippa aftur 5-6 mm ofan við nýja öfl- uga sprotann sem farinn er að vaxa. Ég geri mér bjartar vonir um að þessi rós blómstri fagurlega í sumar sínum hvítu fylltu og ilmandi blómum! Muna að vökva vel í þurrkinum! Vilhjálmur Lúðvíksson Vorhret og þurrkur – Vökva, vökva! Kalin grein á rósareyni. Rós að springa út 31. mars 2012. Lac Majeau á góðum degi. Kalin Lac Majeau - tilbúin undir klippingu.     g arðblómin snerta mis-munandi strengi í hjörtum þeirra sem rækta þau. Sum blóm eru alltaf frekar pirrandi, sá sér á óheppilega staði, skríða út fyrir áætlað pláss, blómstra á leið- inlegum tíma eða sleppa því jafnvel sem er sýnu verra, aldinin eru étin samstundis af fuglum og öðrum gestum og svo mætti lengi telja. Önnur blóm eru þeirrar náttúru að það er alveg sama hvernig þau eru stemmd, þau eru alltaf óviðjafnan- lega fögur í augum ræktandans. Ættkvísl hjartablóma, Dicentra, fyllir þennan seinni flokk. Nokkrar tegundir hjartablóma hafa verið í ræktun hérlendis um áratuga skeið og aldrei hefur neinn heyrst hallmæla þessum plöntum enda eru þær forkunnarfagrar. Hið eiginlega hjartablóm, Di- centra spectabilis, er stórvaxnast þeirra tegunda sem ræktaðar eru hér, getur orðið hartnær meter á hæð. Blöðin eru stór og með blágrænum lit og er það mjög blað- fallegt. Stönglarnir vaxa í boga og hanga blómin í röðun neðan á stönglunum. Blómin eru hjarta- laga, ytri krónublöðin bleik og hjartalaga en þau innri eru hvít og standa niður úr hjartanu. Hjarta- blómið stendur lengi í blóma en þarf skjólgóðan vaxtarstað. Það þolir dálítinn skugga, eins og reyndar öll ættkvíslin. Dverghjarta, Dicentra form- osa, er langalgengast hjartablóma í íslenskum görðum. Blöðin eru mjög fínleg og dálítið grágræn að lit. Blómin eru frekar smá, fallega hjartalaga og ýmist bleik eða með hreinhvítum blómum. Dverghjarta myndar fallegan brúsk með tím- anum, er sérlega blómviljugt og auðvelt að eiga við það. Blómgun- artíminn er óvenjulega langur því dverghjartað getur verið í blóma meira og minna allt sumarið, frá því í júní og allt fram í september. Mjög auðvelt er að fjölga því með sáningu eða skiptingu. Hjartablóm „Burning Hearts“ er tiltölulega nýtt yrki sem kom á markað árið 2008 og hefur farið sigurför um hjartablómaheiminn. Yrki þetta er blendingur milli álfahjarta, Dicentra eximia og tegundarinnar Dicentra peregr- ina. Blöðin eru ákaflega fínleg, minna á burknablöð og fallega ljósgrá á litinn. Þau mynda þéttan lágan brúsk niðri við jörð. Blómin eru aftur á móti stór og áberandi hjartalaga, fagurrauð með hvítum kanti og standa þau nokkur saman í stuttum klösum á sveigðum stönglum sem standa vel upp úr blaðbrúsknum. Þessi planta byrjar að blómstra snemma í júní og held- ur áfram allt sumarið, allt fram á haust, rétt eins og dverghjartað. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur  hjartablóm óviðjafNaNlega fögur Hjartnæm garðblóm Dverghjarta - nærmynd af blómum á plöntu á Reykjum. Hjartablóm, bleikt. Nærmynd af blómklasa hjá KK. Blómstrandi Hjartablóm „Burning Hearts“.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.