Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 4
■ ■■ TÆKN I Prentiðnaður breytist í útgáfuiðnað Hlutverki og stöðu prentmiðla er nú ágnað í fyrsta sinn í ríflega 400 ára sögu prent- tœkninnar. Prentun er núna aðeins einn af mörgum kostuin útgefenda við val á miðlurn og eigi prent- iðnaðurað standast þessa samkeppni verður hann að auka og sýna fram á skilvirkni prentmiðla fyrir viðskiptavini auk þess að byggja upp þekkingu á margmiðlun og framleiðslu slikra miðla. Við störfum nú í útgáfuiðnaði frekar eit prentiðnaði eingöngu. I þessari grein er reynt að rýna í framtíðina og hvað þessar breytingar fela í sér. Upplög minnka Almennt munu upplög prentgripa minnka. Astæða þess er að nú vilja útgefendur og auglýsendur ná til sérstakra markhópa. Hver prent- gripur er því sniðinn að sérþörfum markhópa eða jafnvel einstaklinga. Ný prenttækni gerir þetta mögulegt. I evrópskri könnun og spá kemur fram að meðalupplög ntunu minnka mikið fram til aldamóta, bæði almennt og í fjórlit. Meöalupplag 1990 1995 2000 Almennt 2.090 1.630 1.200 Fjórlita 6.480 4.240 2.640 GUÐBRANDUR MAGNÚSSON Að baki þessari spá liggur mikil tæknibylting í litprentun í litlum upplögum. Nú þegar er ljósritunar- tæknin (duft- og bleksprautu- prentun) orðin svo góð að hún getur keppt við offsetprentun. Nokkrir vélaframleiðendur hafa látið til sín taka á þessum markaði, Agfa, Xeikon og Indigo fyrst og fremst. Sömuleiðis hafa verið þróaðar prentvélar sem prenta tölvugögn beint með aðferðum offsetprentunar. Það er fyrst og fremst Heidelberg DI vélin, sem þar um ræðir. Samkeppni við þessa nýju tækni verður eifið með hefð- bundnum offsetprentvélum og seinlegri plötugerð. Til þess að slík tækni verði samkeppnisfær þarf að breyta mjög mikið vinnubrögðum í plötugerð og prentundirbúningi. Breyttar aðstæður Breyttar markaðsaðstæður og vöxtur tölvumiðla auka kröfur til starfs- manna um hugmyndaauðgi og fram- tíðarsýn í bland við tæknikunnáttu. Til þess mun þurfa fólk með mismunandi hæfni og menntun. Með tilliti til þess að framleiðsla tölvumiðla á álíka mikið sammerkt með sjónvarpsframleiðslu og prent- smíð þurfa hæfniskröfur þeirra sem við hana vinna að taka mið af því. Breytingar næstu ára krefjast þess að starfsfólk geti llutt sig auðveldlega á milli fastbundinna starfs- greinamarka. Tækni í prentiðnaði hefur á undanfömum árum leyst upp ákveðnar starfsstéttir, s.s. prent- myndasmiði. Sú þróun mun halda áfram. Ennfremur er ljóst að ákveðn- ar starfsgreinar renna saman að hluta, s.s. auglýsingateiknun og prentsmíð og prentsmíð og blaða- mennska, einfaldlega vegna þess að þar er krafist sams konar hæfni og kunnáttu. Vegna þess hversu fjöl- breyttri menntun útgáfuiðnaðurinn þarf á að halda þyrfti að afnema núverandi starfsgreinaskiptingu. Vænlegra væri að líta fyrst og fremst til þeirrar hæfni sem prentiðnaðurinn þarf á að halda, en ekki úr hvaða starfsstéttum slíkt fólk kemur eða á hvaða skólastigum það er menntað. Nýjar hæfnikröfur I leiðandi störf verður eftirspurn eftir vel menntuðum tölvumönnum. í æ ríkari mæli verður óskað eftir fólki með þekkingu á kerfisstjórnun, netstjórnun, forritum og vandamálum þeim tengdum, ásamt gagnagrunnsvinnu. Allir starfsmenn þurfa að hafa góða þekkingu og hæfni á sviði tölvunotkunar. Búast má við tvískipt- ingu starfa í forvinnslu: annars vegar tölvumenn, sem taka við tölvugögnum og vinna við þau áfram: vista í gagna- grunni, breyta og laga að þörfum framleiðslu; rippa síður til útkeyrslu á filmur eða plötur og jafnvel til prentunar. Hins vegar hönnuðir sem auk hönnunarkunnáttu og jafnvel blaðamennskufærni þurfa ekki síður að vera færir í notkun ýmissa um- brots- og myndvinnsluforrita. Þeir þurfa einnig að geta gengið frá efn- inu til útgáfu á tölvumiðlum á borð við geisladiska eða net. Duftprentun og bleksprautu- prentun eru þær aðferðir sem nýjar prentvélar byggjast á og vélamar eru frekar þróaðir skrifstofuprentarar en prentvélar. Þekking á tölvutækni og gagna- flutningum er að öllum líkindum meira virði í þessu umhverfi en prentþekking prentaranna. Ljósmyndarar munu nota stafrænar myndavélar þannig að myndir verða í tölvutæku formi þegar þær koma til vinnslu í prentsmiðjur. Margir Ijós- myndarar eru nú þegar að byggja upp ljósmyndasöfn sín í tölvutæku formi, líka þeir sem taka myndir á filmur. Hjá blöðunum verður umbrot stöðugt sjálfvirkara, það rennur saman við hönnun og tengist frekar ákvörðunum um útlit og fram- setningu. Blaðamenn þurfa að kunna að nota tölvur til samskipta og upplýsingaöflunar auk þess að skrifa fréttir og greinar. Ritstjómir verða tölvuvæddar þannig að verkefnum verður úthlutað um tölvur og þær einnig notaðar til að fylgjast með vinnslunni, skilum á fréttum og síðurn til plötugerðar. Nýir miðlar Utgáfurétturinn er mikilvæg fjárfesting og eign útgefandans. Lykillinn að velgengni á næstu árum felst í því að auka virði hans með því að endurnýta þennan rétt. Þetta á jafnt við um útgáfu bóka, tímarita og dagblaða. Meðal þeirra tækifæra sem eygja má er samhliða útgáfa á margs konar miðlum, t.d. bæði bók og diskur og útgáfa ítarefnis á tölvu- miðlum samhliða prentmiðlum. Til dæmis má hugsa sér við útgáfu fræðibóka að allar heimildir séu samhliða gefnar út á geisladiski. Nú þegar eru uppsláttarbækur og alfræðisöfn nánast eingöngu gefin út á geisladiskum. Einnig er þegar farið að gefa út tímarit víða um heim sem ekki eru prentuð, heldur fá áskrifendur þau send í tölvupósti. Markaður fyrir tölvumiðla er enn vanþróaður og illa skilgreindur, en það ntun breytast. Mikill vöxtur er þar fyrirsjáanlegur næstu fimm árin og alls ekki fyrirfram gefið að prent- 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.