Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 11
FRETTIR ■■■ Prentmessa '96 Prenttæknistofnun stóð 4.-6. október s.l. fyrir prent- miðlunarsýningu í Laugardalshöll. Um 40 aðilar kynntu þar þjónustu sína og vöru. Margmiðlun og tölvur settu svip sinn á Prentmessuna, enda hefur verksvið útgáfu- og prentiðnaðar víkkað mjög mikið á undanförnum árum. Prentun er núna aðeins einn kostur útgefenda af mörgum við val á miðlum og prentsmiðjur og útgefendur eru í æ ríkari mæli að tileinka sér notkun tölvumiðla. Mikið bar því á allskonar tölvubúnaði á sýningunni. Stafræn ljósmyndun vakti m.a. mikla athygli sýningargesta sein voru um 4.000 Pratt fyrir leiðindaveður og sérstaklega var fjölmennt á sunnudag. Sýningin var mJög fjölbreytt og var þar m.a. hægt að kynnast starfsemi prentsmiðja, skiltagerðarmanna, bolaprentara, tölvusala, ljósritunarvélasala og útgefenda ásamt >msum þjónustuaðilum fyrir prentiðnaðinn. Menntantálaráðherra flutti ávarp við setningu sýningarinnar ásamt Hirti Guðnasyni sýningarstjóra. Menntamálaráðherra skoðaði síðan sýninguna ítarlega og fannst greinilega mikið koma til þeirra tækninýjunga í prentiðnaðinum sem voru til sýnis á messunni. Bæði sýnendur og gestir voru ánægðir með hvernig messan heppnaðist og eru efalaust byrjaðir að hlakka til Prentmessu ‘98. • Gjafir til Félags bókagerðarmanna jndanfarin ár og þá sérstaklega á þessu síðasta hafa ýmsir velunnarar FBM fært 1 gjafir, sem sýna vel hug þeina til félagsins. m er að ræða bæði myndir og ýmis sjaldgæf Jol sem em sögu þess mikils virði og ómet- nn egur fjársjóður. Við viljum hér með þakka ^lendunum fyrir þessa rausn og þann velvilja 6rn sýna Félagi bókagerðarmanna, en um er að ræða eftirtalda aðila og gjafir: Friörik Ágústsson prentari, q Ureyri, sendi okkur gamlar myndir úr ntenberg og eins myndir af Kristínu og '*allbirni o.fl. fé| á sendi Friðrik FBM nýja útsetningu á e agssöng prentara eftir Karl O. Runólfsson er a í febrúar 1996 af Áskeli Jónssyni 'onskáldi á Akureyri. ^jgrírnur Tryggvason n lari §af FBM allar frumteikningar að ^er i télagsins, en hann var höfundur þess. gjöf ^CSS sencii dann okkur fagbækur að Ástráður Hjartar Björnsson bókbindari kom með ýmsar gamlar myndir, m.a. úr Bókbandsstofu Landsbóka- safnsins og Félagsbókbandinu. Gunnar S. Þorleifsson bókbands- meistari færði okkur að gjöf Hlutabréf nr. 17, 100 eitt hundrað kr. í Fjelagsbók- bandinu frá árinu 1908. Hlutabréfið er stílað á Guðbjörn Guðbrandsson bókbindara. Þá færði Gunnar okkur einnig að gjöf Gjörðabók hlutafélagsins „Fjelagsbók- bandið" í Reykjavík frá upphafi 1907 til ársins 1918. Þetta er hvort tveggja fallegir gripir og verðmætir. Guðmundur Gíslason fv. yfirbókbindari í bókbandsstofu ísafoldarprentsmiðju kom einn daginn fyrir stuttu og gaf félaginu sveinsbréf föður síns, Gísla Guðmundssonar bókbindara. Sveinsbréfið er mjög merkur gripur því það er gefið út 14. apríl 1894 hjá bæjarfógeta Reykjavíkur, Halldóri Daníelssyni. Það er með embættisinnsigli í rauðu lakki. Sigurþór Sigurðsson bókbindari í Hafnarstræti 18 kom sama dag og færði okkur að gjöf Gerðabók Félags bókbandsiðnrekenda 1924-1944. Þettaer einnig ómetanleg heimild fyrir sögu bóka- gerðarmanna. Svava Aradóttir, ekkja Sigurpáls M. Þorkelssonar prentara, heimsótti okkur á dögunum og tilkynnti okkur að bókasafn þeirra Sigurpáls væri félaginu velkomið að fá að gjöf, ef við vildum eiga. Safnið er um 500 titlar, allt eigulegar bækur. Stjórn Félags bókagerðarmanna vill hér með þakka fyrir þessar gjafir og óskar gefendun- um alls góðs. • PRENTARINN ■ 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.