Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 8
BÓKAGERÐARMENN Draumur að veruleika Það leynast margir hœfileika- ríkir einstakl- ingar innan prentstéttarinnar sein ífrístundum sínum leggja stund á hin ýmsu áhugamál. Leó Torfason er einn þeirra og er það tónlistin ásamt hugleiðslu sem á hug hans allan. Leó er fæddur og uppalinn á Akureyri en er nú búsettur í Reykjavík. Hann er lærður offset- ljósmyndari og vinnur hjá Prent- hönnun. Fyrir skömmu gaf hann út hljómdisk sem inniheldur frum- samið efni og er flutningurinn að mestu leyti í höndum hans sjálfs. Tónlistin hefur löngum verið stór þáttur í lífi Leós og hefur hann spilað með hinum ýmsu böndum frá unglingsárum. Ég hitti Leó á kaffi- húsi fyrir skömmu og ræddi við hann um daginn og veginn en fyrst og fremst hljómdiskinn „Draumsýn" sem hann gaf út fyrir skömmu. þarf að útsetja lagið og þar hefur nú tölvan komið mér að góðum notum. Svo þarf að velja hlóðfæraleikara sem henta, nema að maður spili á allt sjálfur, fara í hljóðver og taka upp...“ - Það er líklega betra að vera vel undirbúinn? „Það skiptir mjög miklu máli að vera vel undirbúinn áður en komið er í hljóðverið því þar byrjar gjald- mælirinn að tifa... Að vera búinn að leggja línurnar, hvemig „sound“ á að nota, hvemig hljóðblöndunin á að vera og svo framvegis." PÁLL Þ. ÓLAFSSON - Hvernig varð þessi hug- mynd til hjá þér Leó, að gefa út hljómdisk algerlega á eigin spýtur? „Þetta var búið að vera draumur hjá mér um árabil, eiginlega frá því að ég var unglingur. Ég hef alltaf samið tónlist og það blundaði alltaf í mér að gefa hana út. Kaflaskilin verða þegar ég kaupi mér tölvu 19S7, þá varð svo miklu auðveldara fyrir mig að vinna þetta heima við. Þá fór ég að búa mig undir þessa hluti fyrir alvöm. Það var svo 1993 sem ég byrja að taka upp. Ég ákvað að vera ekkert að flýta mér og var næstu tvö ár að taka upp, þó með nokkrum hléum. Ég hugsaði ekkert um hvort þetta væri seljanleg tónlist eða eitthvað sem gengi í markaðinn heldur vildi ég gera eitthvað af fyllstu einlægni, eitthvað sem ég væri ánægður með sjálfur. Ef diskurinn seldist vel þá væri það bara plús!“ - Hver erferillinn, hvað þarf að gera þegar gefinn er út hljómdiskur eins og íþínu tilfelli? „Ja, þú þarft náttúrulega að vera með einhver lög tilbúin, það er nokkuð ljóst! Ef þú ætlar að gefa út sjálfur, með þínu eigin efni og stendur að þessu öllu sjálfur eins og ég gerði þá em ansi margir hlutir sem þarf að hugsa um. f fyrsta lagi - En þegar upptökum og hljóðblöndun er lokið og þú ert ánœgður, hvað tekur þá við? „Þá þarf að láta gera „frumeintak“ þar sem lögunum er endan- lega raðað niður og senda það síðan utan til þess að skrifa diskinn. Þá þarf að hanna umslag fyrir diskinn, finna dreifingaraðila og fylgjast síðan með hvort diskur- inn er ekki sýnilegur í verslunum. Þetta er heilmikið starf.“ - Það er því ekkert minni vinna að koma disknum á framfœri en að gefa hann út? „Það er rétt, þegar komið er að dreifingu þá er verkið bara hálfnað. Ég hef ekki verið nándar nærri nógu duglegur við að koma disknum á framfæri, þó hef ég nú verið að auka það upp á síðkastið. Ég sendi nokkra diska til útgefenda erlendis og núna nýlega fékk ég svar ffá einum þeirra. Það var frá Windham Hill Records í Bandaríkjunum. Þeir hafa gefið töluvert út af þessari tegund tónlistar. Þeir hlustuðu á diskinn og lofuðu hann í bak og fyrir mér til mikillar ánægju. Það er gaman að fá svona viðurkenningu fyrir það sem maður er að gera. Ég get nú sagt þér eina skemmtilega sögu. Ég var staddur í versluninni Pfaff og var að kaupa mér heymartól. Ég hafði nátt- úrulega diskinn minn með mér og bað afgreiðslumanninn að spila hann svo að ég gæti hlustað í heymartólunum og fundið þau bestu. Þama voru 10 heymartól og tónlistin mín heyrðist í þeim öllum. Þá kemur kona inn í búðina og fer að velja sér heyrnartól. Hún hlustar dágóða stund, á tónlistina mína náttúrulega, og segir: Mikið er þetta góð tónlist; hvaða tónlist þetta sé nú eiginlega. Mér hlýnaði auðvitað við þetta en svo sagði hún: „Ég verð nú bara að vita hvaða tónlist þetta er.“ Þá sneri ég mér að henni og sagði að það væri ég sem gæfi þetta út og að ég gæti selt henni diskinn. Þá sagði hún: „Já, heyrðu, ég ætla að fá tvö stykki.“ Mér þótti afskaplega vænt um þetta. - Ertu ánœgður með diskinn? „Já, ég held ég verði nú bara að segja það. Auðvitað er alltaf eitthvað sem hefði getað farið betur en, já, ég er ánægður. Enda hafði ég mjög langan tíma til að vinna diskinn og hafði alltaf tíma til að skipta um skoðun ef mér fannst ástæða til. Þetta hljómar nokkurn veginn eins og það átti að gera.“ - Þegar ég hlustaði á diskinn þá fannst mér ég sjá mikið afmyndum, jafnvel kvikmyndum. Ég myndi skilgreina tónlistina myndrœna. Hvernig myndir þú skilgreina hana, Leó? „Þetta er mikið rétt hjá þér og þetta segja margir við mig. Hún er myndræn, töluvert undir áhrifum af þjóðlagatónlist, andlegum málefnum, róleg... Eigum við að segja melódískt andlegt popp! Enda hefur tónlistin verið notuð töluvert í sjónvarpi og útvarpi við kynningar og afkynningar á þáttum. Þannig að hún hentar mjög vel í sjónvarp." - Svo að við snúum okkur svolítið að andlegum málefnum. Þú liefur mikinn áhuga á því sviði, segðu mér eitthvað af því. „Þessi árátta mín að kanna þessa 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.