Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 2
Stjórn og varastjórn FBM 2002-2003 F.v. Páll R. Pálsson meðstjórnandi, Sigurður Valgeirsson, María H. Kristinsdóttir, íirefna Stefánsdóttir, Georg Páll Skúlason varafor- maður, Bragi Guðmundsson gjaldkeri, Sæmundur Árnason for- maður, Þorkell S. Hilmarsson meðstjórnandi, Björk Harðardóttir, Vigdís Ósk Sigurjónsdóttir meðstjórnandi (hætti í nóvember), Stefán Ólafsson meðstjórnandi, Kalman le Sage de Fontenay for- maður FGT deildar, Pétur Ágústsson ritari og Anna S. Helgadóttir. Lálnir félagar Halldór Magnússon, fæddur 15. ágúst 1912. Varð félagi 8. janúar 1939. Halldór tók sveinspróf í prentun 1940. Vann næstu árin í Guten- berg, síðan í Prentsmiðjunni Hólum þar sem hann starfaði þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Halldór lést þann 8. febrúar 2003. Ólafía Pétursdóttir, fædd 1. september 1913. Varð félagi 4. júní 1956. Hún starf- aði við aðstoðarstörf á bók- bandi í Félagsprentsmiðjunni frá 1941, þar til hún lét af störfum 1965. Ólafía lést þann 20. febrúar 2003. Nýtt Trúnað- arráð FBM Nýtt Trúnaðarráð FBM tók til starfa 1. nóvember sl. og starfar til 31. október árið 2004. Ráðið fer með æðsta vald félagsins á milli aðal- funda og sér um rekstur fé- lagsins. Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á herðum neðangreindra aðila sem kosnir voru til setu næstu tvö árin. Aöalmenn: Anna S. Ffelgadóttir, Gutenberg Elín Sigurðardóttir Hallgrímur P. Helgason, Isafold- arprentsmiðja Helgi Jón Jónsson, Gutenberg Hinrik Stefánsson, Prentsmiðjan Oddi Hrefna Stefánsdóttir, íslenska auglýsingastofan Kristín Helgadóttir, Prentsmiðjan Oddi Kristján S. Kristjánsson, Plast- prent Marinó Önundarson, Prentmet Marsveinn Lúðvíksson, Morgun- blaðið Oddgeir Þór Gunnarsson, Prent- met Ólafur H. Theódórsson, Miða- prentun Páll Heimir Pálsson, Ás- prent/POB Pétur Marel Gestsson, Viðey Reynir S. Hreinsson, Svansprent Sigrún Karlsdóttir, Prentsmiðjan Oddi Sigurður Valgeirsson, Hvíta húsið Stefán Ólafsson, Morgunblaðið Varamenn: Emil H. Valgeirsson, Hvíta húsið Gunnar R. Guðjónsson, Morgun- blaðið Hrafnhildur Ólafsdóttir, Morgun- blaðið Kolbeinn Gísli Bergsteinsson, Ásprent/POB Svanur Jóhannesson Trausti Finnbogason, Gutenberg Á aðalfundi Félags bókagerðar- manna árið 2002 var samþykkt ályktun þess efnis að fela stjórn og trúnaðarráði að undirbúa um- ræður í félaginu um aðild að Ai- þýðusambandi íslands og kynna fyrir félagsmönnum hvað væri já- kvætt og neikvætt við að FBM yrði aðili að ASÍ. I samræmi við þessa ályktun skipaði stjórn og trúnaðarráð starfshóp til að opna þá umræðu með kynningarfundum á meðal félagsmanna. Tveir fundir hafa verið haldnir, opið hús í félags- heimilinu og fundur á Akureyri. Einnig hefur trúnaðarráð félags- ins farið vandlega yfir kosti og galla þess að sækja um aðild á þeim fundum sem haldnir hafa verið. Er óhætt að segja að and- staóa við aðild er nánast engin. Því mun nefndin leggja tillögur sínar fyrir aðalfund. Þegar FBM var stofnað 1980 var ákveðið að efna til atkvæða- greiðslu um aðild að ASÍ. Þá höfhuðum við því að ganga í sambandið og í tvígang nokkrum árum síðar. Á þessum árum var meiri and- staða gegn verkalýðssamtökunum en oft áður. Verkalýðsforustunni var kennt um flest sem illa gekk og menn höfðu allt á hornum sér. Menn hugsuðu ekki svo að þeir Jakob Stríð fyrirfrið, hvernig fer það saman? 2 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.