Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 14
SJÚKRASJÓÐUR BÓKAGERÐARMANNA REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 2002 Skýr. 2002 2001 Rekstrartekjur: Iðgjöld 24.357.556 23.940.778 Rekstrartekjur samtals 24.357.556 23.940.778 Rekstrargjöld: Sjúkradagpeningar og styrkir 19.433.227 12.942.233 Skrifstofukostnaður 4 6.527.437 6.275.434 Húsnæðiskostnaður l.l 84.659 2.008.039 Rekstrargjöld samtals 27.145.323 21.225.706 Rekstrarhagnaður (-tap) ( 2.787.767) 2.715.072 Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): Vaxtatekjur og verðbætur 3 9.718.431 15.857.583 Vaxtagjöld og verðbætur ( 6.454) ( 14.957) Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga I ( 10.057.526) Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 9.71 1.977 5.785.100 Hagnaður ársins 6.924.210 8.500.172 Mohamed Jonas Elasri í Odda. Pálsson og Þorkell S. Hilmarsson sóttu IPEX sýninguna í apríl. Sæ- mundur Amason var fulltrúi FBM á ráðstefnu NGU um umbúðaiðn- að í september og var einn af nor- rænum fulltrúum við útfor for- manns finnska félagsins. SAMSTARF VIÐ ÖNNUR FÉ- LÖG Samstarf FBM við önnur félög hefur verið með hefðbundnu sniði innan Fjölmiðlasambandsins. Auk þess eigum við samstarf við Raf- iðnaðarsambandið um sameigin- legt áhugamál sem er rekstur golfvallar í Miðdal en þar eigum við saman klúbbhúsið ásamt Dal- búum. Þá erum við í samstarfi við íjölmörg félög innan ASI í Ferðanefnd stéttarfélaga. Á starfs- árinu hefur verið mjög virkt sam- starf við MFA og hafa nokkrir stjórnar- og trúnaðarmenn sótt þar námskeið. FJÖLMIÐLASAMBAND Blaðamannafélag íslands, Félag bókagerðarmanna, Félag grafískra teiknara, Rafiðnaðarsamband Is- lands, Starfsmannasamtök Ríkis- útvarpsins og Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur stofnuðu til formlegs samstarfs og samvinnu þessara félaga með því að stofna Fjölmiðlasambandið þann 24. október 1999. Hlutverk sam- bandsins er að vinna að sameigin- legum hagsmunamálum þeirra sem starfa með einum eða öðrum hætti við íjölmiðla eða íjölmiðl- un. Á árinu stóð Fjölmiðlasam- bandið fyrir ráðstefnunni Framtíð- in er núna, sem tókst mjög vel, með fjölda fyrirlestra. Þá var flutt erindi á aðalfundi félagsins um verktakastarfsemi. Þar sem FGT er nú aðili að FBM, hætti FGT aðild að Fjölmiðlasambandinu. Georg Páll Skúlason er formað- ur Fjölmiðlasambandsins og Sæ- mundur Árnason er í varastjórn. BÓKASAMBAND ÍSLANDS Félag bókagerðarmanna er aðili að Bókasambandinu en innan þess eru félög sem eiga hagsmuna að gæta í bókaútgáfu og atvinnu- starfsemi henni tengdri. Auk FBM eru Samtök iðnaðarins, Rit- höfundasambandið, Bókavarðafé- lagið, I lagþenkir, Bókaútgefendur og Samtök bóka- og ritfangaversl- ana aðilar að sambandinu. Bóka- sambandið hefur undanfarin ár gengist fyrir átaki á degi bókar- innar, 23. apríl, til að vekja at- hygli á bókaútgáfu og bóklestri. FBM stóð fyrir Halldórsgöngu þann dag og var jafnframt með opið hús fyrir gesti og gangandi. Einnig afhenti FBM handritasafni Landsbókasafhsins bréfa- og skjalasafn þeirra Kristínar Guð- mundsdóttur og Hallbjarnar Hall- dórssonar til varðveislu. í desem- ber birti Bókasambandið upplýs- ingar um prentstað íslenskra bóka er komu út fyrir síðustu jól og var skýrslan birt í Prentaranum. Full- trúi FBM í stjórn Bókasambands- ins er Bragi Guðmundsson sem tók við af Stefáni Ólafssyni. SKÝRSLA BÓKASAFNS- NEFNDAR Bókasafnsnefndin kom saman einu sinni á síðasta starfstímabili. Gengið var frá bókum eftir 60 bókbindara sem félagið keypti á síðasta ári og þær merktar á aftara spjaldið þeim bókbindara sem hafði bundið hverja bók. í þetta safn hafa bæst nokkrar bækur síð- an. Skjalasafn Hallbjarnar og Kristínar var endanlega afhent Handritadeild Landsbókasafnsins í desember s.l. að viðstöddum nú- Sigurður Einarsson í Odda. 14 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.