Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 5
innifalin, matartími þekkist ekki í þessum bransa hérna úti, þú borð- ar bara „on the go“, eins og sagt er. Frídagar eru þeir sörnu og heima, fyrir utan þessa föstu frí- daga eins og 1. maí o.s.frv. held ég að Bretar séu með þá fæstu í Evrópu. Það góða við það er að þeir koma alltaf upp á mánudög- um, fyrir utan páska og jól að sjálfsögðu." Efvið snúum okkur aðeins að sjálfum þér. Þú kannt vaentan- lega vel við þig eða hvað? „Jú, ég er mjög ánægður hérna úti, annars hefði ég fyrir löngu verið kominn heim. Eg byrjaði á því að taka eitt ár í einu en nú eru það 5 ár í einu. Eg verð að viður- kenna að það var svolítið erfitt þegar Halldór frændi flutti heim. Við vorum fjórir Islendingar sem bjuggum saman fyrst en þeir fluttu allir heim á sama tíma og ég var að skipta um vinnu, þannig að ég flutti nær nýju vinnunni (10 mín. á hjóli) en það hefði tekið mig 1 'h tíma að keyra frá gamla staðnum. Eg þekkti engan í hverf- inu og þeir sem ég var að vinna með bjuggu úti um hvippinn og hvappinn, en um leið og maður fór að kynnast fólki þá varð þetta allt annað og betra. Ég fjárfesti í dæmigerðu bresku múrsteinshúsi fyrir rúmum tveimur árum, með teppi á klósettinu og á tveimur hæðum. Það munar miklu að eiga hús hérna úti því að húsaleiga er brjálæði hér í London." Hver er helsti munur á að búa í Reykjavík og London? „Vegalengdir. Þegar maður kemur heim til Islands finnst rnanni allar vegalengdir svo stutt- ar. Verðlagið líka, íslandi í óhag, ég tími varla að fá mér kringlu þegar ég skrepp á klakann." Hvað gerir þú þegar þú ert ekki í vinnunni? „Það er nú auðvelt að svara þessu, Pubbinn. Nei, ég segi nú bara svona, en jú, maður skreppur þangað annað slagið ... ókei, kem við á leiðinni heim úr vinnunni til að kíkja í blaðið með tveimur pintum. Ég spila líka fótbolta tvisvar í viku, þeir kalla mig sinn Icelandic International (Er ekki eins góður og Eiður ennþá).“ Nií veit ég að þtí ert mikill fót- boltaáhugamaður. Ferðu mikið á völlinn? „Fyrstu árin fór ég kannski tvisvar á tímabili, það er nefnilega ekkert grín að fá miða, sérstak- lega hérna í London þar sem eft- irspurnin er svo mikil, en ég datt í lukkupottinn fyrr á þessu tímabili. Málið var að ég var á pubbnum (gat verið) að horfa á mitt heittelskaða lið Man Utd og hitti fyrir tvo náunga og fór að spjalla við þá og það kom upp úr dúrnum að þeir voru báðir með ársmiða á Old Trafford (heimavöllur Man Utd) og pabbi annars þeirra hafði verið með miða líka. Hann hafði dáið árið áður en þeir borguðu enn af miðanum, svo að þeir spurðu mig hvort ég hefði áhuga á að koma á einhverja leiki... HALLÓ, og til að gera langa sögu stutta þá hef ég farið 7 sinn- um á Old Trafford á þessu tíma- bili og séð nokkra góða og nokkra lélega leiki (Arsenal í bikarn- um).“ Hvernig er að koma á Old Trafford? Það er ólýsanleg tilfinning að sjá Old Trafford í fyrsta sinn, og sérstaklega núna síðan þeir klár- uðu leikvanginn. Ein hliðin er þakin gluggum en þar er nýja stuðningsmannabúðin og svo er stytta af Matt Busby fyrir framan það hlið. Norðurstúkan virðist ná til himins og ekki má gleyma minningarskildinum um Miin- chenslysið á horni austurstúkunn- ar. Ég veit að stuðningmanna- klúbbur Man Utd í London ferð- ast saman í lest, en það eru líka margir sem keyra og ég verð að viðurkenna að það er sá ferðamáti sem ég kýs. Yfirleitt verður mað- ur að vakna snemma, sérstaklega á þessu tímabili þar sem flestallir leikir okkar hafa verið í sjónvarp- inu og þess vegna byrjað um há- degi. Það tekur um 3 tíma að keyra til Manchester, við erum vanalega komnir þangað 2 tímum fyrir leik, röltum um svæðið til að komast í stemmningu, svo verður maður að fá sér einn grísaðan borgara á einum af mörgum mat- arvögnum sem eru staðsettir allt í kring um Traffordsvæðið. Þeir opna svo hliðin um kl. 11:00 (ein- um til tveimur tímum fyrir leik) þannig að við röltum inn og svo er bein stefna tekin á bjórborðið, yfirleitt er bjórinn seldur á sama stað og matur og léttir drykkir, en sem betur fer er ekki svo á Old Trafford en þar er sérstök bjórsala þannig að röðin er ekki löng. Það er skylda að kaupa leikdagskrána en hún kostar £3, svo er spjallað um leikinn framundan með bjóm- um og kíkt í leikskrána. Utvarp Man Utd hljómar í hátölurunum og það bíða allir spenntir eftir að heyra hverja Alex hefur valið i liðið þennan daginn. Svo þegar það kemur í útvarpinu þá skellur dauðaþögn á liðið. 10 mín. fyrir leik er svo skundað í sætin. Þar sem ég fer á ársmiða sit ég alltaf við hliðina á sama fólkinu, sem er frábært, þar sem maður getur spjallað við það út í gegnum leik- inn, „THAT’S a penalty, don’t you think so?“ í hálfleik er yfir- leitt einn i hópnum sem þarf að yfirgefa sætin áður en flautað er til lilés til að taka sér stöðu í „bjór“-röðinni, við reynum að skiptast á en það er mjög erfitt að missa af síðustu fimm mínútun- um þegar liðið þitt er í bullandi sókn, en hey, allt fyrir bjórinn og félagana. í hálfleik er spjallað um fyrri hálfleikinn og horft á „high- lights" á sjónvarpsskjánum sem eru út um allt. Jú þetta var víti!!!!!! Ef við erum í góðri stöðu þegar viðbótartíminn byrjar þá förum við yfirleitt út, en það tekur um 10 mín. að labba eða hlaupa að bílastæðinu. Svo er að komast út og á hraðbrautina á undan öllum hinum. Ef það er mjög jafnt þá förum við kannski úr sætinu en horfum á restina af leiknum á fyrrnefndum sjónvarpsskjám. Ég man á þessu tímabili þegar við spiluðum við Chelsea, þá var staðan 1-1 og lítið eftir. Við fór- um og horfðum á síðustu 3 mínút- urnar á skjánum, völlurinn tryllist, ekkert að gerast á skján- um????? 30 sekúndum síðar skor- um við sigurmarkið....semsagt sjónvarpið 30 sekúndum á eftir en við byrjuðum ekki að fagna fyrr en við sáum markið með okkar eigin augum. Heimferðin getur verið löng, sérstaklega ef liðinu hefúr ekki gengið of vel (gerist ekki oft sem betur fer) en það eru þreyttir að- dáendur sem koma heim til London í kvöldsárið eftir 6 tíma ferðalag allt í allt. En eins og ég sagði er Old Trafford stórglæsilegur völlur og sá flottasti félagsliðavöllur sem ég hef séð á Englandi en sá flottasti verður að teljast Þúsaldarleik- vangurinn í Cardiff, en þangað fór ég um daginn, á Worthington bik- arúrslitaleikinn, og VA, hann er engin smásmíði, en ég ætla ekkert að tala meira um þann leik. Eittlivað að lokum, Bjarni? „Ég bið bara að heilsa öllum heima og hafið það sem allra best.“ PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.