Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 4
Að gefnn tilefni Ásdís Kjerúlf Hrina gjaldþrota í þjóðfélaginu Þrátt fyrir uppgang í atvinnulífinu á síðustu árum hafa gjaldþrot fyrirtækja aldrei verið fleiri. A fyrstu sex mánuðum ársins 2003 fjölgaði galdþrotaúrskurðum íslenskra fyrirtækja um 56% í samanburði við sama tímabil árið 2002. Nánar tiltekið voru 358 fyrirtæki lýst gjaldþrota á umræddu tímabili.1 Arið 2004 var útlit fyrir nýjan topp í gjaldþrotaúrskurðum. Þá er höfuðstóll Abyrgðarsjóðs launa uppurinn og aukafjárveitingu þarf til að hann geti staðið við skuldbindingar sínar.2 Prentiðnaðurinn hefur ekki farið varhluta af þessari þróun enda hafa nokkur stór gjaldþrot orðið í starfsgreininni á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum ffá Abyrgðarsjóði launa voru mestu útgjöld sjóðsins á árinu 2003 vegna gjaldþrots Fréttablaðsins og Nota Bene.3 Á árinu 2004 sigldu fleiri fyrirtæki í þessum geira í strand og má þar nefna Prentsmiðjuna Prisma Prentco sem var lýst gjaldþrota þann 1. apríl. Sjö mánuðum seinna var á annan tug fyrrverandi starfsmanna prentsmiðjunnar búinn að fá launakröfur sínar, sem voru allt að árs gamlar, greiddar hjá Ábyrgðarsjóði launa. Að gefhu tilefni er vakin athygli félagsmanna á nokkrum atriðum sem varða réttarstöðu starfsmanns þegar vinnuveitandi á í greiðsluerfiðleikum eða er gjaldþrota. Ekki er þó um tæmandi talningu að ræða heldur er reynt að varpa ljósi á nokkur atriði sem oftast koma til skoðunar í þessu tilliti. Launakröfur njóta sérstöðu Vegna eðlis launakrafna hefur þeim verið skipuð nokkur sérstaða með lögum. Samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. njóta launakröfur forgangs í þrotabú. Þá hefur verið settur á fót sérstakur sjóður, Ábyrgðarsjóður launa, sem tryggir greiðslu launakrafna við gjaldþrot vinnuveitanda, sbr. nú lög nr. 88/2003. Þrátt fyrir að launakröfur njóti aukinnar verndar samkvæmt fyrrgreindum lagaákvæðum er ábyrgðin nokkrum takmörkunum háð. Fyrir starfsmann sem stendur frammi fyrir því að vinnuveitandi greiðir ekki laun og/eða stefnir í gjaldþrot er vitneskja um þessar takmarkanir mjög mikilvæg. Sérstaklega með tilliti til þess hvernig hann getur tryggt réttindi sín og eftir atvikum takmarkað tjón sitt. Þegar starfsmaður gerir upp við sig hvort og hversu lengi hann unir því að fá ekki laun greidd, er vitneskja um áðumefhdar takmarkanir svo og mikilvæg. 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Eins og fyrr segir njóta launa- kröfur forgangs samkvæmt gjaldþrotaskiptalögum, nr. 21/1991, sbr. 112. gr. laganna. Launakrafa nýtur þó einungis forgangs hafi til hennar stofnast á síðustu 18 mánuðum fyrir gjaldþrotaúrskurð eða á síðustu 18 mánuðum fýrir þann dag sem gjaldþrotabeiðni var fyrst lögð fram. Ábyrgð skv. 112. gr. gjaldþrotaskiptalaga felur það f sér að fjármunir sem kunna að vera í þrotabúi ganga fyrst til greiðslu forgangskrafna en síðan til greiðslu almennra krafha. Þannig kann forgangskröfuhafi að fá kröfu sína greidda að fullu á sama tíma og almennur kröfuhafi tapar sinni kröfu. Tímamörkin gera það að verkum að starfsmanni er nauðsynlegt að grípa strax til innheimtuaðgerða verði greiðslufall á launum. Meiri líkur eru á því að krafa tapist ef innheimtuaðgerðum er ekki fylgt eftir. Þá hafa innheimtuaðgerðir starfsmanns mikla þýðingu í tengslum við sönnun fyrir kröfunni. Hafi dómur gengið um skyldu vinnuveitanda til greiðslu, áður en til gjaldþrots kemur, eru allar líkur til þess að skiptastjóri samþykki kröfuna. I tengslum við sönnun er einnig nauðsynlegt að starfsmaður haldi til haga ráðningarsamningi, ef hann er til staðar, launaseðlum, tímaskráningu og yfirliti yfir hugsanlegar innborganir. Einungis venjulegar launakröfur njóta verndar 112. gr. Kröfur verktaka njóta ekki verndar ákvæðisins og teljast því til almennra krafna. I þessu sambandi ber einnig að minna á að kröfu í þrotabú verður að lýsa innan kröfulýsingarfrests. Kröfúlýsingarfrestur er tveir mánuðir ffá því að skiptastjóri birtir fýrst innköllun i Lögbirtingablaðinu. Sé kröfu ekki lýst i þrotabú á þessum tíma eru líkur til þess að hún tapist. Skilyrði þess að krafa njóti ábyrgðar Abyrgðarsjóðs launa I flestum gjaldþrota fyrirtækjum eru litlir sem engir fjármunir til skiptanna og ef um einhverjar eignir er að ræða þá eru þær oftar en ekki yfirveðsettar. Þegar svo háttar reynir á rétt starfsmanns til greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa, sbr. lög nr. 88/2003. Af 2. mgr. 2. gr. laga nr. 88/2003 um Ábyrgðarsjóð launa má ráða að til þess að krafa fáist greidd hjá sjóðnum er það grundvallaratriði að krafan hafi verið samþykkt sem forgangskrafa í viðkomandi þrotabú. Lög um Ábyrgðarsjóð launa gera ráð fyrir því að i tilteknum undantekningartilvikum hafi sjóðurinn heimild til að víkja frá áðurgreindu skilyrði. Lögð er áhersla á að aðeins er um heimild að ræða en ekki skyldu og eru skilyrðin þröng. Nánar um kröfur sem njóta ábyrgðar Ábyrgðarsjóðs launa Samkvæmt 5. gr. laga um Ábyrgðarsjóð launa tekur ábyrgð sjóðsins til eftirtalinna launakrafna: • kröfu launamanns um vinnulaun fyrir síðustu þriá starfsmánuði hans í þjónustu vinnuveitanda. • kröfú um bætur vegna launamissis í allt að þriá mánuði vegna slita á ráðningarsamningi að því tilskildu að kröfuhafi svni fram á með ótvíræðum hætti, svo sem með skráninsu hiá opinberri 1 Morgunblaðið 21. nóvember 2003 2 Morgunblaðið 12. maí 2004 3 Morgunblaðið 12. maí 2004 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.