Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 21
hreinsunar- og vinnuferð var farin í Miðdal, til áframhaldandi gerðar göngustíga í samvinnu við Miðdalsfélagið. Þau Bjarni Daníelsson og Mía Jensen hafa verið með umsjón tjaldsvæða og orlofshúsa undanfarin sumur. Góð og vaxandi aðsókn er að tjaldsvæðinu og nær hún hámarki um verslunarmannahelgina þegar FBM og Miðdalsfélagið halda sína árlegu barnaskemmtun. Bjami Daníelsson er með íbúðarhús og útihús í Miðdal á leigu ásamt úthaga og hefúr hann jafnframt séð um eftirlit með orlofshúsunum á vetrum. Samstarf er milli Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri og FBM um leigu á orlofsíbúð í Reykjavík, sem félagar okkar af landsbyggðinni hafa nýtt sér. Miðað við reynslu síðustu ára hefúr komið í ljós að þetta fyrirkomulag virðist ekki fúllkomlega anna eftirspurn eftir orlofsíbúð í Reykjavík og hafa komið fram ítrekaðar fyrirspurnir frá félögum á landsbyggðinni hvort ekki sé tímabært að félagið eignist orlofsíbúð í Reykjavík. Við þeim óskum hefur félagið ekki séð sér fært að verða. Samstarf er innan Fjölmiðlasambandsins um leigu á lausum vikum til félagsmanna. Ibúðirnar í Furulundi eru alltaf jafn eftirsóttar og er undantekning ef þær eru ekki í leigu yfir orlofstímabilið. Við höfúm verið með aðra íbúðina í fastri vetrarleigu en hina fyrir félagsmenn að vetri og hefúr aðsókn verið nokkuð góð. Þá eru hús í Ölfúsborgum og á Illugastöðum, eitt á hvorum stað, sem hafa verið mjög vel nýtt yfir sumartímann og nokkur aukning er á vetrarleigu í Ölfusborgum. Nú í ár bjóðum við upp á nýjan valkost fyrir félagsmenn, en við höfúm tekið sumarhús á leigu í 10 vikur í Eyjólfsstaðaskógi á Héraði. Eins og kom fram í ársskýslu síðasta árs keypti félagið tvo eldri bústaði í neðra hverfi. Húsið við B götu 4 var fjarlægt á árinu og lóðin grisjuð en þar er óvenjumikill trjágróður sem ber að vernda og þar er nú kominn útivistargarður fyrir félagsmenn með borði og bekkjum. Húsið við A götu 6 var einnig fjarlægt og þar kom á síðasta ári nýtt orlofsheimili í eigu félagsins. LÁTNIR FÉLAGAR Frá síðasta aðalfundi hafa 6 félagsmenn látist: Elínborg Sigurðardóttir, Hallffíður Guðmundsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Kjartan Þór Valgeirsson, Oddrún Jörgensdóttir og Sigríður Ellertsdóttir 7. Prenttæknistofnun á kröfu á RTV Menntastofnun ehf. vegna sölu á tölvubúnaði og kennslugögnum í ársbyrjun 2000 í tengslum við stofnun á Margmiðlunarskólanum. Söluverð þessara eigna var kr. 7.315.000 og var greitt með víxli á gjalddaga 1. október 2001. Þar sem félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og óvíst er með innheimtu kröfunnar var hún færð til gjalda í ársreikningi 2002 en jafnframt tekið tillit til hennar við útreikning á ábyrgðum gagnvart Margmiðlunarskólanum sbr. skýringu nr. 10. Eigið fé : 8. Yfirlit yfir eigið fé : Eigiðfé 1.1.2004................................................................. 36.769.320 Hagnaður ársins................................................................... 2.245.498 Eigið fé 31.12.2004 ............................................................. 39.014.818 Skuldir: 9. Heildarskuldir í árslok námu kr. 1.040.921 og eru þær óverðtryggðar. Ábyrgðarskuldbindingar: 10. PrenttæknistofnunerásamtRafiðnaðarskólanumíábyrgðumfyrirskuldumMargmiðlunarskólans. Á árinu 2002 greiddi Prenttæknistofnun rúmlega 20 millj.kr. vegna skulda Margmiðlunarskólans og var sú fjárhæð gjaldfærð í rekstrarreikningi ársins 2002 þar sem óljóst var með endurkröfu þeirrar fjárhæðar. Þar sem lokauppgjör vegna Margmiðlunarskólans hefur ekki farið fram og ágreiningur er á milli eigenda hans um frágang uppgjörsmála er Ijóst að ábyrgðir þessara aðila á skuldum skólans geta haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu Prenttæknistofnunar. Önnur mál: 11. Rekstur Prenttæknistofnunar er fjármagnaður með framlagi sem er 1% af launum allra starfsmanna með aðild að FBM samkvæmt samningum frá árinu 1991. Framlagið er ekki dregið beint af launum starfsfólks heldur er launataxti 0,5% lægri en annars væri og atvinnurekendur bæta við 0,5%. Auk þess hefur stofnunin tekjur af námskeiðum. Labinota Morina hjá Bókavirkinu Friðrik Friðriksson hjá Gutenberg Valur Þorsteinsson hjá Gutenberg PRENTARINN ■ 21

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.