Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 10
Ólafur Sigurjónsson hjá Guðjóni Ó. Atvinnumálanefndin hefur unnið að byggðamálum. Menntanefnd sér um menntamálin (MFA) og velferðarnefnd hefur fundað m.a. að verðskrá lyfjamála. Með þátttöku okkar í lífeyrisnefnd eigum við nú fulltrúa í þeirri nefnd er vinnur að endurskoðun lífeyriskerfisins ásamt Samtökum atvinnulífsins og einnig nefnd er endurskoðar slysatryggingar. Þá verður að geta þess að í síðustu kjarasamningum fengum við ómetanlega aðstoð frá Stefáni Úlfarssyni hagfræðingi ASÍ en aðstoð hans skipti okkur miklu máli í endurskoðun á vaktavinnukafla okkar kjarasamnings. Þorkell Sigurðsson hjá Gutenberg 10 ■ PRENTARINN SJÚKRASJÓÐUR BÓKAGERÐARMANNA REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 2004 Skýr. 2004 2003 Rekstrartekjur: Iðgjöld 27.689.574 26.264.100 Rekstrartekjur samtals 27.689.574 26.264.100 Rekstrargjöld : Sjúkradagpeningar og styrkir 20.604.109 14.279.928 Skrifstofukostnaður 4 8.836.458 7.967.259 Húsnæðiskostnaður Afskriftir 1.268.942 1.736.878 48.257 Rekstrargjöld samtals 30.709.509 24.032.322 Rekstrarhagnaður (-tap) (3.019.935) 2.231.778 Fjármunatekjur (og fjármagnsgjöld) : Vaxtatekjur og verðbætur Vaxtagjöld og verðbætur 3 11.007.987 8.351.828 (1.070) Fjármunatekjur (og fjármagnsgjöld) 11.007.987 8.350.758 Hagnaður ársins 7.988.052 10.582.536 Á ársþingi ASÍ 2004 varð Félag bókagerðarmanna formlega eitt af aðildarfélögum ASÍ. Fulltrúar FBM á þinginu voru þau Sæmundur Árnason, Georg Páll Skúlason, Bragi Guðmundsson, Hrafnhildur Ólafsdóttir og Stefán Ólafsson. Á þinginu kom fram áskorun um að FBM tæki sæti í miðstjórn og samþykktu okkar fulltrúar að Georg Páll færi í framboð, niðurstaðan varð sú að Georg Egill Pétursson hjá Guðjóni Ó. Páll náði kjöri sem varamaður í miðstjórn. Því á nú FBM varafuiltrúa í miðstjórn en áratugir eru síðan okkar félag hefur átt fulltrúa í miðstjórn ASÍ. Stjórn og trúnaðarráð FBM hefur skipað eftirtalda til setu í nefndir innan ASI: Atvinnumálanefnd: aðalmaður Bragi Guðmundsson, til vara Sæmundur Árnason. Mennta- og útbreiðslunefnd: varamaður Stefán Ólafsson. Lífeyrisnefnd: Georg Páll Skúlason, til vara Bragi Guðmundsson. Velferðarnefnd: Pétur Ágústsson, til vara Stefán Ólafsson. Skipulags- og starfsháttanefnd: Sæmundur Árnason, til vara Georg Páll Skúlason. Lífeyrisnefnd ASI FBM hefur átt fulltrúa í nefnd ASÍ um lífeyrismál þar sem fjallað hefur verið um lífeyriskerfið og endurskoðun samnings ASI og SA í ljósi gerðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem flestir gerðu ráð fyrir 1% aukningu á framlagi atvinnurekenda þann I. janúar 2005 og aftur 1% aukningu þann 1. janúar 2007. Vinna nefndarinnar hefur að mestu snúist um að meta stöðu lífeyriskerfisins og fara yfir hvernig réttindi sjóðfélaga verði tryggð. I upphafi var gert ráð fyrir að 8% framlag atvinnurekenda á móti 4% framlagi starfsmanns yrði til þess að auka réttindi og jafna bilið milli starfsfólks á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. I ljós hefur komið að með auknum lífaldri þjóðarinnar og þyngri byrði vegna örorkubóta hjá lífeyrissjóðum er ljóst að hluti af þessari viðbót fer í að verja þau réttindi sem fyrir eru og t.d. 11% lífeyrisiðgjald sem kom til framkvæmdar 1. janúars.l. hjá sjóðfélögum Sameinaða lifeyrissjóðsins veitir sömu réttindi og 10% gerðu áður. Ef aukningin hefði ekki kornið til hefði þurft að skerða réttindi og réttindaöflun. í viðræðum ASÍ og SA um endurskoðun á kjarasamningum um lífeyrismál hefur komið fram að mikilvæg rök hníga í þá átt að taka upp aldurstengda réttindaávinnslu. Kom þetta m.a. fram í samkomulagi aðila um framkvæmd á hækkun

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.