Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 29.11.2013, Qupperneq 30
Þ að er líkamlega erfiðara að fljúga orrustuþotum en reyndar er talið að konur séu betur til þess fallnar líkamlega vegna þess að þær hafa svo sterkbyggða magavöðva og fræðilega ætti flugið að valda minna álagi á líkama þeirra,“ segir kafteinn Erika Palmer, flug- maður hjá bandaríska flughernum, en um 200 liðsmenn bandaríska flughersins taka þátt í loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ís- land en til landsins komu F-15 orrustuþotur, C-130 björgunarflugvél og eldsneytisbirgða- vél í mánuðinum. „Ég vissi ekki fyrr en ég kom hingað að Ísland væri herlaust land. Ég held að ég hafi aldrei komið til lands áður sem hefur ekki sinn eigin her. Það er góð til- finning að geta hjálpað,“ segir Erika en hún hefur verið í flughernum frá árinu 2004. Erika hefur ekki hug á því að fljúga orr- ustuþotum sjálf, það sé ákvörðun sem hún hafi þegar tekið fyrir löngu. „Það eru margir einstaklingar sem fara í flugherinn og í flugnámið og halda að þeir vilji verða orr- ustuflugmenn en svo breytast áherslur og aðstæður, en ég held að fólk verði yfirleitt ánægt með það hlutskipti sem það endar með,“ segir Erika. „Ég þekki nokkrar konur sem kusu að verða orrustuflugmenn en þær eru færri en þær sem fljúga stærri vélum. Það getur verið að konur séu hræddari við að lenda í hættulegum aðstæðum en þetta snýst um val á lífsstíl,“ segir Erika. Erika segir að flugþjálfunin í flughernum sé með öðrum hætti en hjá óbreyttum borg- urum. Flugmenn í hernum geta tekið flug- tímana á mun skemmri tíma en þeir sem eru að læra flug á almennum markaði vegna þess hversu dýrt það er. Upprunalega lang- aði hana að verða þyrluflugmaður en svo endaði með að hún ákvað að hún vildi fljúga stórum vélum. Nú er hennar starf að fljúga eldsneytisbirgðavélum sem eru sambæri- legar Boeing 707. „Það eru sérhæfðir starfsmenn sem sjá um að koma rananum fyrir í orrustuþot- unum sem fylla þær af eldsneyti og þá verða flugmennirnir að hafa vélarnar eins kyrrar og mögulegt er,“ segir Erika. Hefur lent í ógnvekjandi aðstæðum Það sem Eriku hefur fundist erfiðast við starfið er að hún hefur þurft að flytja sig mjög ört á milli staða eða á tveggja mánaða fresti sem geti verið lýjandi til lengdar. „Í fluginu sjálfu þá hef ég lent í því að missa einn hreyfil af fjórum í flugi, það var stressandi en mér tókst að lenda vélinni örugglega,“ segir Erika. Mest ógnvekjandi aðstæður sem hún hefur lent í hingað til var þegar hún komst að því að hún var aðeins 152 metra frá annarri stórri vél frá bandaríska hernum. „Við sáum ekki hvort annað því að hin vélin var ekki í fjarskiptasambandi en flugumferðarstjórn er ekki eins nákvæm og í almennu flugi og það var greinilega eitthvað að tækjunum hjá þeim. Það er mjög ógnvekjandi þegar maður flýgur á 650 km hraða ….. en það fór allt vel,“ segir Erika. Það var móðir Eriku sem hvatti hana til þess að fara í flugherinn en hún hafði sjálf starfað í landhernum. „Launin eru mjög góð og við njótum mikilla fríðinda. Við fáum reyndar ekki borgað fyrir yfirvinnu en kjörin eru mjög góð miðað við þá þjálfun sem við höfum fengið,“ segir Erika. Fleiri konur sækja í herinn Hlutfall kvenna í flugher Bandaríkjanna hefur hækkað á síðustu áratugum og eru konur nú um 20%. Tiffany Van Hoosier frá Alabama hefur verið í flughernum í 12 og hálft ár, er gift öðrum hermanni og eiga þau saman fjögur börn. „Ég gekk í herinn til þess að komast í burtu frá litla samfélaginu Hlutfall kvenna í flugher Bandaríkj- anna hefur hækkað á síðustu áratugum og eru konur nú um 20%. Frábært tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum Erika, Noelia og Tiffany eru stoltar konur í flugher Bandaríkjanna. Þær höfðu allar ólíkar ástæður fyrir því að ganga í herinn en sjá alls ekki eftir því. Konum hefur fjölgað í flughernum enda fylgja starfinu mjög góð fríðindi og starfsöryggi. sem ég bjó í. Þar þekktu allir alla og ég vildi komast í burtu frá því,“ segir Tiffany sem nú starfar sem stjórnandi innan flug- hersins. Segir Tiffany að hún myndi ekki ala börnin sín upp með öðrum hætti ef hún væri óbreyttur borgari. „Það eru alls konar reglur sem börnin hafa vanist, eins og her- kveðjan þegar þau heyra þjóðsönginn,“ seg- ir Tiffany. Segir hún að það geti verið erfitt að ala upp börn og vinna í hernum vegna allra þeirra ferðalaga sem starfinu fylgja en að allir aðlagist því á endanum. Skráði sig um leið og hún gat Noelia Leonard frá Kalíforníu hefur starfað í flughernum í 11 ár. „Ég þekkti aldrei neinn sem hafði starfað í hernum áður en ég gekk til liðs við hann. Það sem gerðist í raun í mínu tilfelli var það að ég hitti konu skólanum sem var að kynna fyrir ungu fólki þá möguleika sem herinn hafði upp á að bjóða. Hún opnaði í raun augun mín fyrir þeim möguleikum sem fyrir hendi voru en ég hafði aldrei hugsað um þessa möguleika. Hún sagði mér hversu gott það væri að vera hluti af hernum, hversu mikil fríðindi þau hefðu upp á að bjóða eins og til dæmis fría menntun, ferðalög, og að starfsöryggi innan hersins væri tryggt. Henni tókst að sannfæra mig og ég skráði mig í herinn. Ég var ekki nema 17 ára þegar ég hitti hana og foreldrar mínir voru alfarið á móti því að ég gengi í herinn. Ég beið því þangað til að ég var orðin 18. Í dag starfa ég með læknum sem sérhæfður tæknimaður. Ég hef notið þess mikið að starfa í hernum,“ segir Noelia. Foreldrar Eriku höfðu starfað í hernum. Segir hún að það hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hennar um að ganga í herinn. „Ég vildi aðallega ferðast og ég sagði móður minni að ég vildi verða flugfreyja og hún sagði mér að ég ætti frekar að fljúga flug- vélum ef ég vildi ferðast. Það var svo eigin- lega fyrir tilviljun að ég fór í æfingaferð til Evrópu. Þá hitti ég þjálfari frá flughernum og hann sannfærði mig um að koma í herinn. Ég fékk að spila fótbolta, fékk ókeypis menntun og örugga vinnu. Ég hafði alltaf viljað vera hluti af liði og vera hluti af einhverju stærra en ég sjálf,“ segir Erika. Allir fá sömu tækifærin Erika segir ekki erfiðara fyrir konur að ganga í herinn og að möguleikarnir sem kynin hafa séu þeir sömu. Allir séu jafnir og fái sömu tækifærin. Það fari eftir starfi innan hersins en oftast þurfi einstaklingar ekki að skuldbinda sig lengur en fjögur til sex ár í einu. Hjá flugmönnum séu reglurnar öðruvísi og skuldbindingin sé breytilega löng eftir því hvaða þjálfun flugmennirnir fá. Erika segir jafnframt að þegar hún hefur lokið allri sinni þjálfun sé hún skuldbundin í 10 til 12 ár. Noelia og Tiffany eru báðar giftar innan hersins og segir hún það algengara hjá kon- um í hernum í ljósi þess að óbreyttir borg- arar skilji oft ekki lífsstíl hersins. Hermenn þurfi að flytjast á milli staða á 3 ára fresti. Það séu þó herkonur sem giftist óbreyttum borgurum líka. Erika segir ekki algengt að konur í hern- um eignist mörg börn því að yfirleitt séu þær að einbeita sér að framanum. Herkonunar þrjár eru sammála um það að þær njóta þess mest af öllu að hafa tæki- færi til að ferðast, hitta nýtt fólk og upplifa nýja menningarheima. „Ef ég væri heima í Bandaríkjunum þá hefði ég ekki haft tækifæri á að ferðast svona mikið til Evrópu. Síðast var ég að vinna í Tyrklandi og ég er enn í sambandi við fólk sem ég kynntist þar. Ég hef kynnst fjölda fólks,“ segir Noelia. Engin þeirra segist hafa upplifað neikvætt viðhorf frá karlmönnum. Komið sé fram við þær sem jafningja öllum stundum. „Ef ein- hverjir karlmenn hafa verið þeirrar skoð- unar að konur ættu ekki að vera í hernum þá hafa þeir haldið þeim skoðunum fyrir sjálfa sig,“ segir Erika. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Noelia Leonard vinnur með læknum sem sérhæfður tæknimaður. Tiffany Van Hoosier á fjögur börn en hefur tekist að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Kafteinn Erika Palmer flýgur eldsneytisbirgðavél og fyllir á orrustuþotur. 30 viðtal Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.