Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Side 2

Fréttatíminn - 16.11.2012, Side 2
Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is Nýr sportjeppi á hrikalega góðu verði Dacia Duster Kr. 3.990 þús. GROUPE RENAULT / NISSAN BL. ehf / Sævarhöfða 2 110 Reykjavík / Sími 525 8000 www.dacia.is Dísil 5,3L/100 km Ritstjórar á fundi um þingrof N emendur og kennarar við Listahá-skóla Íslands fjölmenntu við mennta-málaráðuneytið á fimmtudag til þess að þrýsta á að ráðist verði í nauðsynlegar úr- bætur á húsnæðisvanda skólans. Ástandið er sérstaklega bagalegt hjá leiklistar-, tónlistar- og dansdeild skólans við Sölvhólsgötu. „Það er búið að setja niður fullt af litlum skúrum hérna fyrir framan bygginguna sem eiga að vera einhverjir plástrar,“ segir Stefán Jónsson, prófessor við leiklistardeildina. „Þar fer öll danskennslan fram og þar er ekki einu sinni sturtuaðstaða fyrir bæði kynin þannig að þetta er algerlega fyrir neðan allar hellur.“ Stefán segir vandann vera langvarandi og skólinn hafi í raun verið á hrakhólum síðan hann varð til árið 2000. „Við erum búin að fá útttekt frá byggingafulltrúa og brunaeftirliti sem sögðu okkur það sem við svosem viss- um. Að þetta væri algjörlega í trássi við allt sem leyfilegt er.“ Stefán segir allt í ólestri í húsinu við Sölvhólsgötu. Aðstaðan sé í trássi við allt sem leyfilegt er og brunavörnum sé til dæmis mjög ábótavant. „Það þarf að gera eitthvað í þessu, ekki seinna en núna. Þetta hefur legið lengi hjá sofandi samráðshópi og við höfum fengið hálfvolg loforð um úrbætur en ekkert hefur gerst.“ Stefán segir rekstur skólans hafa verið til fyrirmyndar fram að hruni og hann hafi verið réttu megin við núllið. „En þegar til niðurskurðarins kom í hruninu þá var af litlu sem engu að taka þannig að við erum komin inn í merg og bein og vel það. Nú er þetta orðin alvöru spurning um hvort við getum yfirleitt haldið áfram að keyra það sem við höfum gert að óbreyttu.“ Til að bæta gráu ofan á svart stendur til að bæta við mastersnámi í leiklist við deildina en Stefán segir slík áform ekki eiga við rök að styðjast við þessar aðstæður. „Mennta- málaráðherra hefur talað fyrir því að hér verði öflugt listnám og það eigi að bæta við mastersprógrammi en við getum ekki tekist á við það. Hvað þá heldur bara að halda uppi grunnstarfseminni hérna.“ Starfsfólk og nemendur skólans mótmæltu ástandinu við menntamálaráðuneytið á fimmtudag. Stefán segir hópinn svartsýnan en við þetta verði ekki lengur unað. „Við gerum okkur grein fyrir að ástandið er erfitt en það er ekki hægt að búa við þetta lengur og við vitum að það er alveg hægt að redda einhverju húsnæði og gera það sómasamlegt þannig að við getum haldið áfram starfsemi. Við þurfum að fá meira en einhverjar svona nefndir sem sofa. Nú eru kosningar í vor og við vitum ekki annað en að ríkisstjórnin hafi í hávegum einhver gildi sem innibera menn- ingu og listir. Þannig að við vildum gjarnan sjá verkin tala og þurfum að fá eitthvað meira en nefndir sem sofa.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Nýir eigendur Vesturgötu 2 ætla sér stóra hluti en annar eigendanna er breskur ríkisborgari. Afi hans fann upp þotuhreyfilinn.  MiðbæriNN SteiNdór SigurgeirSSoN keypti kaffi reykjavík Getur orðið eitt glæsilegasta hús bæjarins „Við ætlum okkur að gera þetta hús að einu af glæsi- legustu húsum bæjarins,“ segir Steindór Sigurgeirsson kaupsýslumaður sem nýverið festið kaup á Vesturgötu 2, svokölluðu Kaffi Reykjavík húsi, ásamt viðskiptafélaga sínum, Jason Whittle, sem Steindór segir breskan ríkis- borgara en afi hans fann upp þotuhreyfilinn. „Það er búið að eiga sér stað mikil uppbygging í miðbæn- um síðustu ár og búið að gera upp fjölmörg hús,“ segir Stein- dór og endurtekur að fyrir þeim félögum vaki að gera húsið að sannkallaðri perlu í Reykjavík. Steindór er menntaður sjávarútvegsfræðingur og rekur fyrirtæki í sjávarútvegi. Hann hefur meðal annars búið í Hong Kong og aðspurður um sögur þess efnis að pening- arnir fyrir húsnæðinu komi frá Kína hlær hann og segir: „Það er enginn Núbó með mér í þessu.“ Það er enginn Núbó með mér í þessu.  LiStaháSkóLiNN kyNiN SaMaN í Sturtu Hallæri í húsnæðismál- um ógnar skólastarfi Þannig að við vildum gjarnan sjá verkin tala og þurfum að fá eitt- hvað meira en nefndir sem sofa. Starfsemi Listaháskóla Íslands er dreifð víða um borgina þar sem nemendur og kennarar þurfa að sætta sig við þrengsli og húsnæði sem í sumum tilfellum þykir heilsuspillandi og hættulegt. Stefán Jónsson, prófessor við leiklistardeildina, segir ástandið fyrir neðan allar hellur og að- stæður séu engan veginn boðlegar. Að óbreyttu segir hann óvíst hvort skólinn geti haldið hefð- bundnu starfi sínu áfram og hugmyndir um að bæta við mastersnámi í leiklist séu fráleitar í þessu ástandi. Starfsfólk og nemendur þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Stefán Jónsson prófessor segir listafólk oft seinþreytt til vandræða og oft með einhvern þrælsótta um að það megi missa sín. „Við vitum nú svosem að það er ekki þannig og við viljum að það verði gert eitthvað í þessu. “ Vilja stoppa nýjan spítala Minnihluti Sjálfstæðis- flokks mótmælir áfram fyrirhugaðri byggingu nýs Landspítala og greiddi í gær, fimmtudag, tillögu gegn breytingu á svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins sem nauðsynleg er svo ráðast megi í byggingu spítalans. Að sögn Júlíusar Vífils Ingvarsson, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, hefur flokkurinn frá upp- hafi talið að bygginga- magnið sem um ræðir sé of mikið fyrir svæðið. „Eftir öll þau mótmæli sem borist hafa vegna þessara miklu uppbygg- ingar við Landspítalann er ég hissa á því að enn sé vaðið áfram með breytingar á skipulagi í stað þess að staldra við, endurmeta stöðuna og taka tillit til þess sem borgarbúar eru að segja,“ segir Júlíus. -sda Snilldarlausn fyrir tölvunörda Tveir nemar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Gunnar Örn Bragason og Hrannar Elí Pálsson, sigruðu í keppninni Snilldar- lausnir Marel 2012 – hug- mynda- keppni framhaldsskólanema með svokölluðum tölvuvagni. Að sögn Gunnars auðveldar tölvuvagninn að tengja borð- tölvuna. „Tölvunördar eins og ég vita hvað það er leiðinlegt. Með tölvuvagninum er hægt að færa tölvuna úr stað og því verður auðveldara að tengja hana,“ segir Gunnar. -sda Óhollusta og hreyfingarleysi mest á Íslandi Íslendingar neyta mest allra Norðurlandaþjóða af sætindum og mest af hvítu brauði, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri samnorrænni könnun sem landlæknisembætti þjóðanna stóðu fyrir. Mataræði Íslendinga og Svía er óhollast á Norðurlöndunum þegar horft er til hlutfalls íbúa sem neyta holls mataræðis, samkvæmt tilteknum stuðli. Þátttakendur með hærra menntunarstig, af báðum kynjum, höfðu almennt hollara mataræði en þátttakendur með grunnmenntun. Hlut- fall þeirra sem stunda enga hreyfingu er hæst á Íslandi, rúm 14 prósent, og erum við feitust allra Norðurlandabúa. -sda Styrmir Gunnarsson hleypir lesendum inn í bakherbergi Sjálfstæðisflokksins í bók sinni Sjálfstæðisflokkurinn – Átök og uppgjör sem kemur út í dag. Meðal þess sem þar kemur fram er að veturinn 1985 voru ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Styrmir og Matthías Johannessen, boðnir ásamt Birni Bjarnasyni aðstoðarritstjóra til hádegisverðar á vegum Sverris Hermannssonar þáverandi iðnaðarráðherra í Ráðherrabústaðnum. Fundinn sátu einnig Þorsteinn Páls- son og Davíð Oddsson. „Erindið var að tryggja stuðning okkar við hugmyndir um að rjúfa þing og efna til kosninga þá um vorið. Okkur varð ljóst að einn megintilgangurinn var að skapa forsendur fyrir skipan nýrra ráðherra af hálfu Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn. Við aftókum það með öllu að styðja slíkar aðgerðir,“ segir Styrmir í bók sinni. Þorsteinn Pálsson var þá formaður flokksins en utan stjórnar. Styrmir Gunnarsson. 2 fréttir Helgin 16.-18. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.