Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Síða 10

Fréttatíminn - 16.11.2012, Síða 10
E N N E M M / S ÍA / N M 5 2 2 0 2 Fast mánaðargjald fyrir aðgang að IP símkerfi Símavist hentar flestum gerðum fyrirtækja, óháð stærð og starfsemi. Með Símavist býðst fyrirtækjum að leigja IP símkerfi gegn föstu mánaðargjaldi sem ræðst af fjölda starfsmanna sem nota kerfið. Símkerfið er hýst í vélasölum Símans og fyrirtæki þurfa ekki að fjárfesta í vélbúnaði eða stýrikerfum. Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf í síma 800 4000 og sérfræðingar okkar finna hagkvæmustu lausnina fyrir þitt fyrirtæki. siminn.is · 8004000@siminn.is Vertu með símkerfið í öruggum höndum hjá Símanum Fyrirtæki 1.097 verðtryggð íbúðalán afgreidd frá áramótum hjá íbúðalánasjóði en þau voru 1.908 í fyrra. þjóðin er sögð hafna verðtryggðum lánum og fer því í bankana og tekur óverðtryggð lán. B róðir minn er í stjórn Hagsmuna-samtaka heimilanna og þar á bæ var verið að leita að venjulegu fólki, Jóni og Gunnu úti í bæ, og hann spurði okkur hvort við værum til,“ út- skýrir Theódór Magnússon, hugbúnað- arráðgjafi hjá Advania, en hann og kona hans, Helga Margrét Guðmundsdóttir, deildarstjóri félagsstarfs í Hæðargarði, hafa skyndilega fundið sig í því hlut- verki að vera orðin að íslenskum alþýðu- hetjum. „Við erum bara venjulegir Íslending- ar,“ segir Theódór og konan hans tekur undir og vill ekki kannast við að vera nein sérstök hetja. Að hennar mati er það fólk mestu hetjurnar sem stendur vaktina í skólum landsins og á sjúkra- húsum. Þakkar Guði fyrir heilsuna Það er Þórður Heimir Sveinsson lög- maður sem fer með mál hjónanna. Hann segir málið í farvegi fyrir dómstólum og því geti hann ekki tjáð sig um það sem slíkt. Það var þingfest 18. október og rík- islögmaður hefur frest fram í desember til að skila greinargerð. Hugsanlega verður málflutningur í mars og ef vel gengur gæti dómur komið fyrir sumar- leyfi dómara næsta sumar. „Ástæðan fyrir því að Hagsmunasam- tök heimilanna leituðu til mín var að síð- asta vetur var ég fyrstur manna til að fá stöðvað nauðungarsölu á fasteign,“ segir Þórður en það mál allt saman vakti athygli Hagsmunasamtakanna sem leit- uðu til hans með mál Theódórs og Helgu sem Þórður segir mjög einfalt í sniðum. Sjálf segjast Theódór og Helga hafa meiri áhyggjur af börnum sínum og barnabörnum en sér. Helga segist hafa verið á fundinum fræga þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að þau væru ekki þjóðin. Hún segir sorglegt að hafa þurft að sitja undir því. „Mestar áhyggjur hef ég samt af því að á árunum 2004 til 2008 voru þrettán þúsund manns að festa kaup á húsnæði í fyrsta sinn. Þetta er á svipuðum tíma og við vorum að kaupa. Það er svo erfitt að horfa upp á þetta og vita af öllu þessu unga fólki í þessu basli,“ segir Helga sem starfaði síðustu sjö ár hjá Heimili og skóla sem foreldraráðgjafi. Þar vann hún með ungum foreldrum og blöskr- aði stundum allt álagið sem er á þessu unga fólki. Henni finnst síðustu ár hafa verið mikið skorið niður og sífellt meira lagt á fólk. Sjálft þakkar hún Guði fyrir að halda heilsu og vinnunni: „Þá get ég borgað.“ Launin hækka líka Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði Íbúðalánasjóð veita lántakendum vísvitandi rangar upplýsingar í fréttum Stöðvar 2 í vik- unni. Ólafur Garðarsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur ekkert út á þau orð að setja og segir mikilvægt að lántakendur fái frá upphafi raunhæfa mynd af hlutunum: „Að þessu sé ekki prangað inn á fólk af einhverjum snákaolíusölumönnum.“ Á reiknivélum banka og Íbúðalána- sjóðs getur fólk valið verðbólguspá þeg- ar það vill athuga með greiðslubyrði á lánum. Eins og sést á súluriti hér á síð- unni fara lán á Íslandi út um víðan völl ef reynt er að spá í verðbólgu næstu ára. Ef miðað er við meðalverðbólgu síðustu 40 ára þá kemur í ljós að 20 milljón króna lán verður að átta milljörðum. Aðspurður segir Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, það stemma: „Þegar við erum að tala um 40 ára tíma- bil þá lítur þetta svona út,“ segir Sigurð- ur en bendir á að fólk gleymi oft að taka með í reikninginn að laun hækka oftast í samræmi við verðbólgu. „Ef launin myndu ekki breytast væri ekki hægt að lifa af miðað við þessa verðbólguspá. Ef þú hinsvegar tekur launavísitölu og reiknar hana á svipuðu tímabili þá eru þau að hækka afskap- lega svipað. Stundum meira á einhverju Stríð gegn verðtryggingu hjónin theódór magnússon og helga margrét guð- mundsdóttir hafa höfðað mál gegn íbúðalánasjóði. helgi hjörvar, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, segir sjóðinn vísvitandi veita rangar upp- lýsingar. forstjóri íbúðalánasjóðs segir fólk gleyma að reikna með því að launin hækki á við vísitölu neysluverðs. formaður hagsmunasamtaka heimilanna segir fólk eiga skilið réttar upplýsingar frá upphafi. Verð- tryggð lán eru dýr 5,6% 175.996.149 kr. (verðbólgumeðaltal síðustu 10 ára) 4,6% 124.282.579 kr. (verðbólgumeðaltal síðustu 20 ára) 13,2% 1.284.444.961 kr. (verðbólgumeðaltal síðustu 30 ára) 19,6% 8.028.921.902 kr. (verðbólgumeðaltal síðustu 40 ára) 10 úttekt helgin 16.-18. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.