Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Qupperneq 76

Fréttatíminn - 16.11.2012, Qupperneq 76
76 skák Helgin 16.-18. nóvember 2012  Skákakademían Kóngurinn er dauður! Þ egar sprenglærðir skák-meistarar sitja að tafli tefla þeir stundum byrjanir sem hafa verið rannsakaðar í þaula. Fyrir vikið finnst sumum að búið sé að gjörkanna alla leyndardóma skákarinnar, jafnvel að verið sé að tefla sömu skákina aftur og aftur. Ekkert er fjær sanni. Tökum dæmi: Fjöldi rafeinda í alheimin- um er áætlaður 10 í 79. veldi – sem er ansi há tala. Fjöldi skáka sem hægt er að tefla er hins vegar 10 í 120. veldi! Aðeins meiri tölfræði: algengt er að skákir standa í 30 til 40 leiki, sumar eru styttri, aðrar lengri. Það er hægt að máta and- stæðinginn í aðeins 2 leikjum (ef maður hefur svart) en það krefst þess að vísu að mótherjinn velji verstu byrjun sem hugsast getur. (Til dæmis: 1.f3 e5 2.g4 Dh4 mát!) Lengsta skák sem tefld hefur verið á skákmóti varð heilir 269 leikir. Skákina tefldu þeir félagar Nikolic og Arsovic í Belgrad árið 1989 og þessari maraþonskák lauk með jafntefli. Það er hins vegar hægt að tefla lengri skák, mun lengri reyndar. Sérfræðingar hafa reiknað út að lengsta skák sem hægt er að tefla myndi standa í heila 5949 leiki. Upplagt að prófa þetta í skammdeginu! Drottningin fæddist í Evrópu Vippum okkur úr tölfræðinni í sagnfræðina. Skákin fæddist í Indlandi og breiddist þaðan út til Persíu og Kína. Arabar færðu Evr- ópubúum skák á 10. öld og Íslend- ingar byrjuðu líklega að tefla á fullu á 12. og 13. öld. Orðin ,,skák og mát“ (checkmate á ensku) eru komin úr persnesku: „Shah Mat“ þýðir bókstaflega: Kóngurinn er dauður. Talandi um kóngsa: Drottningin var ekki meðal upphaflegu tafl- mannanna, sem byggðir voru á stjórnskipan og her indverskra fursta á 5. öld. Við hlið kóngsins stóð nefnilega ráðgjafi, sem var heldur silalegur í hreyfingum, eig- inlega hálfgerður klaufi. Það var ekki fyrr en skákin hafði skotið rótum í Evrópu að hin almáttuga drottning kom fram á sjónarsviðið, trúlega rétt fyrir aldamótin1500. Drottningin varð öflugasti tafl- maðurinn, og það er ekki síst rak- ið til þess að um þetta leyti höfðu Evrópumenn vanist valdamiklum drottningum, til dæmis Margréti Valdimarsdóttur (sem var fyrsti kvenkyns þjóðhöfðingi Íslands) og Ísabellu I. af Kastilíu. Skák hefur sem sagt verið tefld í um 1500 ár. Elsta skákin sem varðveist hefur er frá því um 900. Hún var tefld í Bagdad, sem nú er höfuðborg Íraks, og keppendur voru sagnfræðingur nokkur og lærisveinn hans. Á hverjum degi eru milljónir skáka tefldar um allan heim, ekki síst á netinu, en þar blómstrar þessi síunga og skemmtilega íþrótt. En það er víst alveg örugglega mjög langt þangað til búið verður að tefla allar mögulegar skákir! Fiske er ódauðlegur við heim- skautsbaug Sunnudaginn 11. nóvember var þjóðhátíðardagur Grímseyinga. Þann dag árið 1831 fæddist Will- ard Fiske, sem var einn mesti velgjörðarmaður sem Íslendingar hafa eignast. Hann var banda- rískur fræðimaður, auðkýfingur og skákáhugamaður. Hann lét sér mjög annt um málstað Íslands á 19. öld og gaf ótal stórgjafir til Ís- lands. Grímsey var honum alltaf sérstaklega hjartfólgin, því hann hafði heyrt að skákin blómstraði á heimskautsbaug. Hann sendi taflsett og fleiri gjafir á öll heimili í Grímsey og minntist þeirra af mikilli rausn í erfðaskrá sinni. skákþrautin Búlgarski bragða- refurinn Veselin Topalov hafði hvítt og átti leik gegn Þjóðverjanum Nai- ditsch á stórmóti í Dortmund 2005. Hvítur lék 1.Df6+ og svartur gafst upp. Taki hann drottn- inguna verður hann mát. Ísabella I. af Kastilíu. Drottning tafl- borðsins fæddist í Evrópu. Lausn á þrautum síðustu viku Vinningshafi síðustu viku er Oddur Þórar- insson, Berjarima 16, 112 Reykjavík, og fær hann sendar KenKen talnaþrautabækurnar frá Hólum.  Ef þrautin er 3 x 3 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 3, ef hún er 4 x 4 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 4 o.s.frv.  Sama tala má einungis koma fyrir einu sinni í hverjum dálki og hverri línu.  Svæðin, sem eru afmörkuð með þykkum línum, kallast hólf.  Stundum nær hólfið bara yfir einn reit og þá er augljóst hvaða tala á að koma þar.  Oftast nær hólfið þó yfir fleiri en einn reit og þá fylgir þeim tala og eitthvert stærðfræðitákn, þ.e. +, –, x eða ÷. Ef talan er t.d. 5 + þá á summa talnanna í því hólfi að vera samtals 5. Ef talan er 2- þá á mismunur talnanna að vera 2. Í erfiðari þrautunum er svo einnig margföldun og deiling. svör við talnaþrautunum má senda í hefðbundnum pósti á ritstjórn Fréttatím- ans, sætúni 8, 105 reykja- vík. Lesendur geta líka tekið mynd af lausnunum með símanum eða myndavél og sent á netfangið leikur@frettatiminn.is Reglurnar eru einfaldar:  verðlaunaÞrautir talnaþrautir KenKen-talnaþrautirnar eru frábær heilaleikfimi. Fréttatím- inn mun birta tvær gátur í hverju tölublaði næstu vikurnar. Lesendur geta sent inn svör við gátunum og í hverri viku verða dregnir út tveir heppnir þátttakendur sem fá KenKen- bækurnar sendar heim að dyrum frá Bókaútgáfunni Hólum. Nafn Heimili Sími Netfang Hvítur mátar í 3 leikjum! Willard Fiske. Grímseyingar hafa minningu hans í hávegum. Eiguleg jólagjöf 18 sígild ævintýri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.