Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Síða 84

Fréttatíminn - 16.11.2012, Síða 84
Bílabúð Benna dekkjaþjónusta Tangarhöfða 8 • Sími: 590 2045 • 590 2000 Dekkið sem kemur þér lengra Umboðsmenn um land allt  Vilja dýpka skilning almennings á dansi Ég á örugglega aldrei eftir að fara í splitt Dansparið Erna og Valdimar hafa farið sigurför um Evrópu ásamt sviðslistahópi sínum Shalala. Þau fara að meðaltali út með sýningu tvisvar í mánuði og selja upp víðast hvar. Athygli vekur að Valdimar er aðeins að stíga sín fyrstu danspor á ævinni í nýja verkinu þeirra, Við sáum skrímsli, en hann hefur helst unnið bak við tjöldin að uppsetningu sviðsverkanna. Einnig hafa þau tekið við stjórn Reykjavik Dance Festival og eiga sér draum um að færa dansinn nær almenningi. Verkið Við sáum skrímsli hefur farið sigurför um Evrópu. Dansparið á bak við verkið tekur við stjórn Reykjavík Dance Festival. V ið horfum á hryllingsmyndir og hlustum á metal,“ segir listaparið Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson aðspurð hvaðan þau fengu sköpunarkraftinn í nýjasta verk sitt, Við sáum skrímsli. Saman mynda þau dans- hópinn Shalala og hafa á undanförnum árum ferðast saman milli stórborga þar sem þau sýna dansverk. Þau hafa slegið í gegn á ferðum sínum um Evrópu og víða selst upp á sýningar þeirra. Þau eru einnig nýkomin frá Japan þar sem þau sýndu verk í samvinnu við rokkhljómsveitina Reykjavík! „Þetta var svona jaðarsöngleikur ef við ætt- um að setja það í einhverja flokka,“ útskýrir Valdimar. Þau segja að Japanir séu frábærir áhorfendur, „þeir eru svo skemmtilega klikkaðir.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá þeim þar sem parið mun einnig koma til með að taka við stjórn Reykjavík Dance Festival á næsta ári og ætla sér stóra hluti. „Það hefur ekki verið nein stórsókn í dansi hér á landi, en það er samt að breytast. Ég finn að það er eitthvað að gerast,“ segir Erna, en hún hefur áralanga reynslu í faginu. Valdimar er hinsvegar að stíga sín fyrstu skref í dansheiminum, en hann hefur hingað til séð um tónlist og uppsetningu verkanna. Hann hefur nú hnýtt á sig dans- skóna. „Ég á örugglega aldrei eftir að fara í splitt,“ segir hann kíminn og bætir við að dansinn sé líklega þægilegasta vinnan sem hann hefur unnið yfir ævina en hann vann áður við löndun. „Hún er að minnsta kosti það besta fyrir heilann. Miklu meira gefandi en löndunin.“ Parið hefur miklar væntingar til Reykjavík Dance Festival og er ætlun þess að koma á samböndum á milli íslenskra dansara og erlendra. „Við erum partur af mjög stóru „networki“ og okkur langar til þess að nýta okkar sambönd til þess að auka útflutning á íslenskum dansi,“ segir Valdimar og Erna bætir við að mikið vanti uppá flæði inn og út úr íslensku senunni. „Það er líka draumurinn okkar að festivalið verði að Airwaves dansheimsins, það komi til með að dýpka skilning almenn- ings á danslistinni almennt.“ Maria Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Það er líka draumur- inn okkar að festival- ið verði að Air waves dans- heimsins. Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason Ingvar E. Sigurðsson les Hl jóð bó k www.ebækur.is 84 menning Helgin 16.-18. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.