Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 34

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 34
Hafa skal það sem betur hljómar íslensk menningarbylting hf. stofnuð í haust: Býður út hlutafé ffyrir 300 miHiómr krón „Sigurður A. Magnússon rit- höfundur benti á að jjárfestar á hlutabréfamarkaði hefðu einmitt þessa dagana sýnt mikla trú á sjávarútvegs- jyrirtœkjum og þá einkum vegna frjáls aðgangs þeirra að auðlindum hafiins. „ Við erum að bjóða þessum mónnum aðgang að auðlind- um andans. Við skulum því ekki Nokkrir listamenn og menningarfrömuðir í Reykjavík ráðgera að stofna öfiugt hlutafélag í liaust undir nafninu Islensk menningarbylting hf. Höfuðmarkmið félagsins verður að blása nýju lífi í íslenska menningu. Aðstandendur þess ráðgera að bjóða út hlutafé í félaginu fyrir 300 milljónir króna og segjast bjartsýnir um að það markmið muni nást. „Flestir þeir sem velta fyrir sér stöðu íslenskr- ar menningar sjá að henni veitir ekki af duglegri vítamínssprautu," sagði Hjálmar H. Ragnars, fyrr- um formaður Bandalags listamanna og einn að- standenda Islenskrar menningarbyltingar, í sam- tali við Fjölni. „Það er Ijóst að við eigum rnargt af hæfileikafólki sem er þess albúið að endurvekja þrótt íslenskrar menningar. Okkur vantar ekki talentana; það eina sem okkur vantar eru pening- arnir." Að sögn Einars KArasonar, fyrrum formanns Rithöfundasambandsins, er það almennt viður- kennt meðal þeirra sem bera hag íslenskrar menningar fyrir brjósd að aðstöðuleysi lista- manna ráði því einkum hversu lágt ris er á íslenskri menningarstarfsemi. „Fólk nennir ef til vill að skrifa eina eða tvær góðar bækur á þeirn kjörum sem okkur eru boðin en upp úr þv! fara menn sjálfkrafa að kasta til hendinni. Þetta gerist þótt höfundarnir séu allir af vilja gerðir. Þetta er ekki ósvipað og að heilsa rnanni með virktum en fá ekki kveðju á móti. Fljótlega lætur maður duga að kinka kolli og loks hættir maður alveg að heilsa.“ órvœnta um viðtökurnar, “ sagði hann við góðar undirtektir. “ Fj 34 1 ■ o 1 n i r tímarit handa islendingum sumnr '97 Mikil stemmning á Sólon Islandus________________ Af undirbúningsfundi, sem haldinn var 5. júní síðastliðinn á Sólon Islandus, var auðséð að mikill hugur er í listamönnum og öðrum forkólf- um menningarinnar. Fundarmenn hentu á rnilli sín ýmsum hugmyndum sem þeir eru dlbúnir að koma í framkvæmd ef þeir fá þokkalega greitt fyrir það. „Þetta er næstum eins og að verða ung aftur,“ sagði ÞOrhildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Lcik- félags Reykjavíkur og einn fundarmanna. „Hér hefur komið í ljós að það býr margt í íslenskum listamönnum og þeir eru tilbúnir að stuðla að fögru mannlífi ef þeir fá sanngjarnlega greitt fyrir framlag sitt.“ Þórhildur sagði að margir höfúndar hefðu tekið sig tali á fundinum og útlistað fyrir henni hugmyndir sínar að leikverkum. „Ég settist við borðið hjá Birgi Sigurðssyni og Ágústi Cuðmunds- syni og saman héldum við heila leiklistarhátíð í huganum. Maður getur rétt ímyndað sér hvað það væri gaman ef hún yrði að raunveruleika. En til þess þarf að greiða þessum mönnum eðlileg laun. Illa borguð verk verða alltaf að billegum sýningum; það er lögmál," sagði Þórhildur. „Hér er andinn. Það vantar bara afl þeirra hluta sem gera skal til að virkja hann. Fólkið hérna í salnum er dýrmætasta auðlind íslands,“ sagði MatthIas Johannessen, ritstjóri og skáld, í lok erindis sem hann flutti á fundinum og máttí heyra á kröftugu lófataki fólks í salnum að hann mælti fyrir munn margra fundarmanna. Erindi Matthíasar fjallaði um hvernig heiðurslaun Al- þingis, þótt lág væru, hefðu bætt ljóðagerð hans. Matthías gerði einmitt upphæð launanna að um- talsefni og velti fyrir sér hvort hann gæti jafnvel orðið enn betra skáld ef launin yrðu hækkuð. Munu íslenskir listamenn snúa sér til Kína? Á fundinum sýndi Sigurður ÞAlsson óperu- textahöfundur litskyggnur frá velheppnaðri ferð sinni og Kristínar JOhannesdOttur leikstjóra og Atla Heimis Sveinssonar tónskálds með Tunglskins- eyjuna til Kína. Undir myndununt sagði Sigurður fundargestum ferðasöguna og greindi þeim frá viðtökum Kínverja. „Hvar sem við komum var okkur tekið eins og aufúsugestum; Kínverjar báru okkur á hönd- urn sér. Þið getið síðan rétt ímyndað ykkur kúltúrsjokkið við að konra aftur heim. Hér ber enginn listamenn á höndum sér. Það er helst að borgarfógeti sé tilbúinn að bera mann út,“ sagði Sigurður og uppskar skilningsríkan hlátur fund- argesta. Atli Heirnir kvaddi sér hljóðs á eftir erindi Sigurðar og velti upp þeint möguleika að íslenskir listamenn legðust í menningarferðalög ef kjör þeirra hérlendis yrðu ekki stórlega bætt í bráð. „Ég held að þessi för okkar til Kína sýni að við eigum möguleika. Kínverjar eru tilbúnir að sækja list okkar yfir þveran hnöttinn. Þeir leggja mikið upp úr menningartengslum; þeir vilja tengjast umheiminum og hví ekki okkur?" spurði Atli Heimir. Eru 300 milljónir nóg?_________________________ í lok fundarins voru almennar umræður og kom þar fram viss efi um að 300 milljónir króna myndu duga. „Sjálfur myndi ég treysta mér til að eyða 300 milljónum á einu ári,“ sagði Hrafn Cunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri og fór kliður um salinn að þeim orðum sögðum. Sigurður A. Magnússon rithöfundur benti á að fjárfestar á hlutabréfamarkaði hefðu einmitt þessa dagana sýnt mikla trú á sjávarútvegsfyrirtækjum og þá einkum vegna frjáls aðgangs þeirra að auðlindum hafsins. „Við erurn að bjóða þessum mönnum aðgang að auðlindum andans. Við skulum því ekki örvænta um viðtökurnar,“ sagði hann við góðar undirtektir. Pjetur Hafstein Lárusson skáld hélt því fram að ólýðræðisleg vinnubrögð hefðu einkennt starf- semi Rithöfundasambandsins á undanförnum árum og spurði hvort einhver trygging væri fyrir því að starfsemi hins nýja félags yrði opnari og réttlátari. „Það ér ekki nóg að hácffa listina ef ekkert annað breytist,“ sagði Pjetur. Nokkrir ræðumenn sem tóku til máls á eftir Pjetri mótmæltu skoðun hans á Rithöfúndasam- bandinu og vöruðu við því að úrtölur fáeinna manna yrðu til þess að setja bresti í samstöðu meðal listamanna. Einar Kárason vék harkalega að Pjetri og sagðist ekki hafa trú á að hluthafar hins nýja félags væru tilbúnari að styðja listsköp- un hans en allur almenningur hefði verið hingað til. „Ef það er lýðræði í listum að laun alvöru listamanna séu dregin niður að launum meðal- manna og undirmálsfólks þá kæri ég mig ekki urn lýðræðið,“ sagði Einar með þungri álierslu. Engir peningar — engin menning________________ I undirbúningsnefnd fyrir stofnfund félagsins voru kjörnir Hjálmar H. Ragnars, Sigurður A. Magnússon og Sigurður Pálsson. Eftir að úrslit í kjörinu lágu fyrir kom upp nokkur óánægja meðal kvennlistamanna yfir að engin kona var kjörin í nefndina. Var þá ákveðið að bæta við tveimur nefndarmönnum og fengu þær ÞOrunn SlGURÐARDÓTTIR leikstjóri Og STEINUNN SlGURÐAR- dóttir rithöfúndur kosningu með samhljóma lófataki. Meðal verkefna undirbúningsnefndar- innar er að sentja stofnskrá fyrir félagið. „Það er ljóst hver verður boðskapur sam- þykkta félagsins. Við höfum getuna og við höf- um hæfileikana; ef þið eruð dlbúin að leggja til peningana þá förum við af stað með endurreisn íslenskrar menningar. Engir peningar þýða hins vegar enga menningu. Svo einfalt er það,“ sagði Þórunn Sigurðardóttir eftir fúndinn. „Ég er ansi hræddur urn að þegar fólk stend- ur frammi fyrir því að velja á milli þess að fá samfélag sem verður umvafið list okkar eða sam- félags þar sem okkar gætir lítið eða ekki; þá sjái fólk alvöru málsins,“ sagði Thor VilhjAlmsson rithöfúndur. Gunnar SmAri Egilsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.