Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 557 innar göngugetu. í raun er göngulagið eins og við helftarlömun báðum megin. Hvor fótlegg- ur um sig færist hægt og stíft fram fyrir hinn, fótleggir eru útréttir í mjöðmum og leita í kross. Petta er stundum nefnt skæragangur því skrefatakan líkist skærahreyfingum. Sumir líkja þessu göngulagi við það að vaða djúpar ár og komast hægt áfram. Hér vantar skrefatök- una og kraftinn til þess að komast áfram, en ekki jafnvægi eða sjón. Oft fylgir þessu truflun á stöðuskyni og mótast göngulagið þá jafn- framt af því. B. Göngulag og utanstrýtukerfið: Hlutverk djúphnoða (basal ganglia) í stjórn göngulagsins er ekki fullþekkt. Djúphnoðin stjórna að ein- hverju leyti byrjun og endi, útslagi og hraða hreyfingar og samhæfingu vöðvasamdráttar og slökunar. Truflun á starfsemi djúphnoða veld- ur margvíslegum hreyfiröskunum og göngu- lagstruflunum. Algengasti sjúkdómurinn í utanstrýtukerfinu er paralysis agitans, það er Parkinsonsveiki eða lamariða, eins og sjúk- dómurinn er nefndur á íslensku. Ymsa aðra sjúkdóma og hreyfieinkenni má rekja til starfs- truflunar í djúphnoðum, svo sem truflaða vöðvaspennu og fettu-brettu sjúkdóma (chor- ea-athetosis). 1. Göngulag í Parkinsonsveiki og hreyfistirð- leikaheilkenni (akinetic-rigid syndrome) Sjúklingar með Parkinsonsveiki eru oft hoknir í herðum og við gang hallast háls og líkami of langt fram á við. Oft hafa þeir skjálfta í efri útlimum. Göngulagið er hægt, þeir draga á eftir sér fæturna og skref eru stutt (shuffling). Líkaminn er allur lítt hreyfanlegur, handleggir sveiflast ekki með hliðunum og er oft haldið beygðum í olnbogalið framan við bolinn. Fæt- ur eru stirðir og hné og mjaðmir svolítið bogin. Verði hindranir á vegi þeirra styttast skrefin og þeir geta stöðvast alveg, svo að þeir komast ekki úr sporunum um skeið. Þegar þeir fara aftur af stað hefja þeir gönguna með hröðum, stuttum skrefum eða komast ekki úr sporunum nema þeir séu látnir ganga í takt við annan einstakling. Ósjálfráð skipulagning hreyfinga er skert og gangur á mynstruðu undirlagi, svo sem gangstéttarreitum, auðveldar gönguferlið. Séu þeir látnir snúa við á göngu, gera þeir það í rnörgum litlum skrefum. Við alvarlegan sjúk- dóm getur efri hluti líkamans stundum farið á undan þeim neðri, rétt eins og þeir séu að leita að þyngdarpunkti sínum. Skrefin verða hrað- ari og hraðari (festination) og hætta er á að þeir detti fram fyrir sig. Slíkt göngulag er vegna skerðingar á nauðsynlegri hreyfingu bolsins frá einni hlið til annarrar við gang, sem gerir kleift að lyfta fótleggjunum frá jörðu til að þeir geti færst eðlilega fram. Hraði hreyfingarinnar er einnig skertur, sem veldur erfiðleikum við að leiðrétta fyrir þyngdarpunktinum. Sjúkdómar skyldir Parkinsonsveiki geta framkallað svipuð einkenni, en hafa jafnframt ákveðin sérkenni, svo sem snemmkomið tap á stöðuviðbrögðum eða slingur. 2. Göngulag við truflaða vöðvaspennu: Trufluð vöðvaspenna er eitt af einkennum ut- anstrýtusjúkdóma. Um er að ræða óreglulega samdrætti í vöðvum líkamans sem aflaga lík- amsstöðu og valda ósjálfráðum hreyfingum. Erfðasjúkdómar og meðfæddir gallar geta valdið þessu, en einkennin koma stundum í kjölfar áverka eða heilabólgu, og til eru sjúk- dómar þar sem trufluð vöðvaspenna er aðal- einkennið. Einnig geta sefandi (neuroleptic) lyf framkallað vöðvaspennutruflanir. Óeðli- legt göngulag, gjarnan með álagsbundnum einkennum, er oft fyrsta merki sjúkdómsins, það er viðkomandi er einkennalaus í hvíld en vöðvaspenna truflast þegar gengið er af stað. Göngulagstruflunin getur verið allt frá tágangi eða stífri stórutá, sem stendur upp í loftið við gang, til mjög undarlegs göngulags þar sem óreglulegir samdrættir eiga sér stað í hinum ýmsu vöðvum, oft með snöggum rykkjum svo að hreyfingar og skref verða óregluleg og lík- amsstaða aflöguð. Jafnvægi og stöðuskyn er hins vegar óskert og sjúklingar geta oftast unn- ið gegn vöðvakrömpunum og komið í veg fyrir fall. Oft fylgir þessu mikil mjaðmarsveigja aft- urávið. Göngulagið tekur á sig sérkennilega mynd og viðkomandi einstaklingar eru stund- um grunaðir um að gera sér upp einkennin, því þeir geta oft hreyft sig eðlilega í liggjandi stöðu í byrjun. 3. Fettu-brettu göngulag: Fettur og brettur eru fremur sjaldgæfar hreyfiraskanir sem fram koma við sjúkdóma í djúphnoðum, en einnig á síðari stigum Parkinsonsveiki sem ósjálfráðar hreyfingar hjá sjúklingum á levodopa meðferð. Fettur geta einnig verið fylgifiskur annarra kvilla og eru þá yfirleitt tímabundnar. Pannig geta sjúklingar fengið svokallaðar Sydenhams fettur í kjölfar streptókokkasýkingar, (A-hóp- ur rauðaleysandi keðjuhnettla, Group-A hem- olytic streptococci) og er sambandið við gikt- sótt (rheumatic fever) vel þekkt. í 30 ára yfir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.