Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 74
610 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Meðferð algengs heilsuvanda í Heilsustofnun NLFÍ Hvfldar- og hressingardvöl með áherslu á grænmetisfæði og leirböð hafa verið aðalsmerki Heilsustofnunar. Auk hefðbundinnar einstak- lingsmeðferðar í Heilsustofnun er í boði margvísleg fræðsla og meðferð sem miðar að því að endurhæfa og koma í veg fyrir sjúkdóma. í Heilsustofnun er í boði: 1. Mat á áhættuþáttum sjúk- dóma - ráðleggingar, fræðsla. 2. Almenn líkamsþjálfun með áherslu á þrek- og þolauk- andi æfingar. 3. Sérhæfð líkamsþjálfun, sjúkraþjálfun og endurhæf- ing. 4. Megrun með samhæfðum stuðningi fagfólks. 5. Streitulosun með áherslu í hvíld, slökun, hugarþjálfun og sjúkranudd. 6. Verkjameðferð þar sem hægt er að takast á við vandamál eins og vefjagigt, bakverki og afleiðingar háls- hnykks. 7. Krabbameinsendurhæfing með áherslu á andlega og likamlega uppbyggingu. 8. Afreykinganámskeið - viku- dvöl. Fræðsla og meðferð byggir á stjórnun og skipulagi meðferð- arteymis auk sérhæfðrar ráð- gjafar. Mikil áhersla er lögð á stuðning og forvarnir gegn sjúk- dómum. Kostnaður dvalargesta er á bilinu 8.400-15.400 á viku eftir stærð og búnaði herbergja. Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga, félagsmálastofnanir, trygginga- félög og fyrirtæki styrkja skjól- í samræmi við ákvarðanir framkvæmdastjórnar og rekstr- arstjórnar Heilsustofnunar gengur í gildi algjört reykinga- bann í Heilsustofnun frá og með 1. september 1997. Vegna þessa er nauðsynlegt fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk að hafa ákveðin atriði í huga: 1. Kynning á reykingabanninu fer nú fram meðal lækna, heilbrigðisstarfsfólks og al- mennings. 2. Við innköllun dvalargesta sem koma í Heilsustofnun eftir 1. september verður spurt hvort þeir reykja að staðaldri og ef svo er verður þeim gerð grein fyrir því að stæðinga sína í sumum tilvikum til þessarar dvalar. Markmið dvalar er að hjálpa einstaklingum að takast á við heilsufarsvandamál sitt þannig að þeir geti sjálfir unnið að því að bœta frekari líðan sína þegar dvöl er lokið. Læknum eru kynntar niður- stöður og lagt er á ráðin um framhaldið. algjört reykingabann verði á stofnuninni. 3. Boðið verður upp á sérstakt afreykinganámskeið fyrir þá einstaklinga sem reykja en óska eftir að dvelja í Heilsu- stofnun. 4. Mikilvægt er að læknar og starfsfólk heilbrigðisþjón- ustu taki höndum saman með starfsmönnum Heilsu- stofnunar í að kynna reyk- ingabannið til að sátt náist um þessa aðgerð. Framkvæmdastjórn Heilsustofnunar NLFÍ, Hveragerði Reykingabann í Heilsustofnun Engin tengsl vanheilsu og rafsegulbylgja í fréttatfma sjónvarpsins þann 29. júní síðastliðinn birtist viðtal við „rafsegulgreiningar- mann“ sem telur sig geta komið í veg fyrir veikindi af völdum rafmagnstækja á heimilum. Landlæknir hefur átt fundi um þessi mál og kallaði til háskóla- kennara í eðlisfræði, sérfræðing frá Umhverfismálaráðuneytinu og fleiri. Á fundunum voru lagðar fram fjölmargar skýrslur um „rafsegulgreiningu og svo- kallaðar lækningar" á margs- konar sállíkamlegum einkenn- um fólks, sem vissulega geta verið erfið viðfangs og eiga sér flóknar orsakir. Ekki kornu fram sannanir fyrir sambandi vanheilsu og rafsegulbylgja frá heimilistækjum. Landlæknisembættið hefur undir höndum skýrslur frá heil- brigðisstjórnum ýmissa landa, háskólum, Evrópuráði og fleir- um og eru niðurstöður allar á sömu lund. Engar rannsóknir sýna orsakatengsl milli van- heilsu og rafsegulbylgja frá heimilistækjum. Rétt þykir að vekja athygli almennings á því að fullyrðingar um framan- greindar greiningar og lækning- ar eru þvi' með öllu ósannaðar. Landlækni hafa borist fregnir um að margir hafi leitað þessar- ar þjónustu og mun af því tilefni halda ráðstefnu í haust með Umhverfismálaráðuneyti og væntanlega Háskóla íslands. Öllum sem áhuga hafa er boðin þátttaka. Ólafur Ólafsson Iandlæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.