Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Page 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Page 14
12 — AF HAGLEIK LÆKNISHANDA Gleraugu Ásgrims Hellnaprests (1758-1829). Sennilega elztu gleraugu í Þjóðminjasafninu (Ljósm. Gísli Gestsson) Gleraugnahús Steindórs Helgasonar, sýslumanns (1683-1766) Þjóðminjasafn nr: 1036 (Ljósm. Gísli Gestsson) Talið er að Pétur Einarsson hafi fyrstur manna notað gleraugu hérlendis. Var hann því af sumum nefndur Gleraugna-Pétur. Látamun nærri að hann hafi fæðst um 1505. Hann var sýslumaður á Snæfellsnesi og síðar prestur í Hjarðarholti og officialis. Haíði hann framazt erlendis. I Þjóðminjasafninu í Reykjavík eru nokkur gömul gleraugu, fiest frá 19. öld. Gleraugnahús eru þarsem Steindór Helgason, sýslumaður í Hnappadalssýslu hefur átt, en hann var uppi 1683-1766. Hafa í þessum húsum verið gleraugu, sem sátu fram á nef- broddi og er skorið út fyrir þeim, en sjálf gleraugun hafa ekki varðveitzt. Elztu gleraugun í safninu svo vitað sé hefur Asgrímur Hellnaprestur Vigfússon átt, en hann var uppi 1758-1829. Ná álmurnar á þeim upp á gagnaugu. Svipuð gerð af gleraugum eru þar einnig en þau átti Þórarinn Ofjörð, sýslumaður, er var uppi 1793-1823.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.