Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Síða 30

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Síða 30
28 LÆKNABLAÐIÐ Hús einokunarkaupmanns og umhoðsmanns konungs i Garðinum „Gaarden“ í Heimaey. Húsið til vinstri mun hafa hýst fæðingarstofnunina, sem dr. Schleisner kom á fót, „Stíftelsen". Undir suðurvegg má sjá gróðurreiti fyrir grænmeti, en konum þótti ill vist á stofnuninni m.a. vegna kjöthanns. (The kings houses and administrators in the „Gaarden"). Úr byggðasafni Vestmannaeyja. illonschirurg" Bolbroe, sem eins og rætt er á bls. 10 var annar læknirinn, sem sendur var til Vest- nrannaeyja, frá því að ákveðið var nreð ..Kongelig resolution" 6. júní 1827, að stofna þar til læknis- embættis vegna ginklofans. Þegar Bolbroe hætti störfum eftir 6 ár, þ.e. 1839, taldi hann sig vera búinn að ná nokkrum árangri i viðureigninni við sjúkdóminn, einkum með því að taka nýfædd börn heim til sín og stunda þau þar og studdi því mjög ákveðið við þá hugmynd. að áframhald yrði á læknisþjónustu í Vestmannaeyjum (48), en um það voru menn ekki sammála. Nú lá við sjálft. að ekki yrði framhald á læknis- þjónustu í Eyjurn. Landlæknir og stiftamtmaður lögðust á móti því, þótti það of kostnaðarsamt, og sömuleiðis Rentukammerið (þ.e. tekju- eða fjár- nrálaráðið), en Abel sýslumaður í Eyjum taldi sjálfsagt að fara að ráðum Bolbroes læknis og halda þjónustunni áfram. Det kongelige Sund- hedscollegiunr (heilbrigðisstjórnin) var á móti málinu. en Cancellíið (stjórnarskrifstofan) var því meðmælt, og skipti þá Rentukammerið um skoð- un einnig og varð síðan með málinu og komst það þannig í gegn (46). Nú kom nýr læknir, sem er titlaður í lagasafninu dansk/íslenska „Distriktslæge", Haalland, til sög- unnar. en stjórnarstofnunin í Kaupmannahöfn vitnaði í skrif lians í bréfi til stiftamtmannsins yfir íslandi (7), þannig: (lauslega þýtt) „Orsök ginklofans er ekki neyzluvatnið né veðráttan, heldur slæm húsakynni og slæmt mataræði og alröng meðferð á naflastreng, sem er hvorki forsvaranlega umbundinn né uppbundinn. Konur gefa heldur ekki brjóst, heldur strax vatns- blandaða kúamjólk, sem börnin sjúga upp með hrafnsfjöðurstaf eða holum lambslegg, (sbr. það sem áður er sagt um brjóstmötun kvenna í Fær- eyjum, s. 20). Til bóta horfir því að ráða lærða ljósmóður. hvetja konur til að gefa brjóst og setja þar um sérstaka reglugerð og það þarf einnig fæðingarstofnun." Þetta allt er af yfirvöldum talið gott og blessað nema fæðingarstofnunin, þar þykir í of mikið ráðizt. Þetta mál þarf ekki að rekja nánar um sinn. Næsti læknir eftir Haalland fékk engu þokað í ginklofamálinu, frekar en hann. í bréfum stjórnarskrifstofu erenn árið 1844 rætt um skrif Haallands og nauðsynlega brjóstmötun (8). Höfundur þessa rits ræddi í bók sinni Heil- brigði úr hafdjúpum um brjóstmötun á íslandi (29), en hún hafði verið vanrækt mjög hér á landi ekki sízt fyrr á tímum. Þegar loks þótti einsýnt, að ekki yrði komizt hjá því. að kosta öllu hinu bezta til í fé og mannafla. fékk mikilsmetinn. ungur læknir, dr. Schleisner. það hlutverk eitt. að ráða niðurlög- um ginklofans, og þurfti ekki að hugsa um önnur málefni í Vestmannaeyjum (47) og hann fékk sjálfdæmi um fæðingarstofnun, þótt ekki tækist að byggja yfir stofnunina strax. Dr. Schleisner leigði því þegar er hann kom til Vestmannaeyja. 2. júlí 1847, húsnæði í „Gaarden", í „Danska Garði", fyrir fæðingarstofnunina og réði sem forstöðu- konu Guðfinnu Jónsdóttur Austmann, en Ijós- móðirin nýútskrifaða frá fæðingarstofnuninni i Kaupmannahöfn, Sólveig Pálsdóttir, átti að annast ljósmóðurstörf skv. sérstökum samningi. Síðan var Sólveig Pálsdóttir. Fyrsta lærða ljósnióðirin í Vest- mannaeyjum. Hún tók við af móður sinni, Guðrúnu, 1847, sem aðalyfirsetu- kona í Vestmannaeyjum og stofnunarinnar. Guðfinna Jónsdóttir Aust- mann, fædd á Þykkva- bæjarklaustri 1822; d. 1897. Húsfreyja fyrr í Danska Garði. bjó síðar með scinni maka sínum, Áma Einarssyni hrepp- stjóra og alþingismanni. Myndin tekin af henni á áttræðisaldri.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.