Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 25 undur nútíma læknisfræði eru mikil. Ýmsum sjúk- dómum er hægt að halda í skefjum mun betur en áður, eins ogháþrýstingi, gláku, fullorðinssykurs- ýki, kransæðaverkjum og hluta gigtarsjúkdóma. Vísindaleg læknisfræði hefur áhrif, er máttug í mörgum tilvikum þar sem eldri læknisfræði var hjálparvana. Þó eru sumir sjúkdómar óviðráðan- legir og banvænir við greiningu þeirra og aðrir sjúkdómar, sem unnt er að hafa hemil á lengi framan af, verða ólæknandi þegar tímar líða og komast á það stig þegar öll sund eru lokuð, öll von úti. Sjúklingar haldnir þeim þurfa þó vitaskuld ekki síður á umönnun að halda en aðrir. Þá verð- ur það stundum, að sú staða, sem læknirinn er kominn í, reynir verulega á hæfni hans til mann- legra samskipta. Það kann að verða þrautin þyngri. Það er þó ekki beinlínis af því að mannleg samskipti séu mesta vandamál mannsins eins og haldið hefir verið fram, heldur vegna þess hversu vondar horfur sjúklingsins eru. Oft er það þó lækninum til stuðnings, ef hann hefur mikinn áhuga á fólki og meðfæddan hæfileika til væntum- þykju, sem örðugt er að öðlast en illt að vera án fyrir góðan lækni og til innsæis. Það hefur ekki síður þýðingu á lokastigi sjúkdóma, þegar ekki er hægt að lengja líf og heilsu sjúklingsins, en þegar unnt er að hjálpa sjúklingum til bata eða lengra lífs. Vísindalegt viðhorf læknisins leiðir nú orðið oftast til árangurs í greiningu sjúkdóma, rann- sóknum og meðferð en ekki alltaf til skilnings og þekkingar hans á fólki. Skyn og skilningur læknis á huga dauðvona sjúklings er mjög mikilvægur og skiptir stundum sköpum fyrir sjúklinginn þegar spurning er um það hvort hann kemst í sátt við örlög sín eða ekki. í þeim tilvikum heldur enn gildi sínu gamla viðtalsmeðferðin, sem felur í sér að læknirinn hlustar með innsýn og samkennd á það, sem sjúklingurinn segir. Yfirleitt reynir læknisstarfið jöfnum höndum á hjartað og höfuð- ið og læknirinn þarf að vera búinn hjartagreind ásamt með sinni heilagreind. Hlýlegt auga læknis- ins, sem sér hið góða í hugskoti hvers sjúklings og sýnir honum virðingu, stuðlar stundum að bættri líðan og linun á andlegri vanlíðan hans og þján- ingu. Annars eru flestir krabbameinssjúklingar verkjalitlir og deyja margir í óminnisástandi eins og þegar þeir fæddust. Vart þarf að taka það fram, að lækninum er nauðsyn að halda áfram að nema læknisfræði allt til starfsloka sinna, þar eð læknavísindin eru í stöðugri þróun og sífelldri framvindu og eiga þó langt ófarið enn. Læknirinn þarf auk þess að sækja námskeið og læknaþing, að lesa mikið og hratt lesefni í starfsgrein sinni og hripa niður það sem er mergurinn málsins í því hverju sinni. Læknirinn verður að vera nemandi alla tíð. Þegar litið er yfir farinn veg Læknafélags Akur- eyrar er deginum ljósara, að læknisþjónusta hér hefur vaxið og eflst stórlega frá stofnun þess fyrir 60 árum, einkum þó á síðustu tveimur til þremur áratugum, þar á læknafélagið óbeinan en þýðing- armikinn hlut að máli. Þess er óskandi að það megi halda áfram að’dafna og styrkjast og stuðla að áframhaldandi þróun læknis- og sjúkrahús- þjónustu hér á Akureyri. Að lokum ber að geta þeirra, sem hafa útvegað fjárveitingar til bygginga og annarra framkvæmda við sjúkrahúsið. Auk ýmissa fleiri koma þar við sögu formenn sjúkrahússtjórnar hverju sinni. Má þar nefna Jakob Frímannsson, Stefán Stefánsson, Gunnar Ragnars, Jón Sigurðarson og þingmenn kjördæmisins. Þeir hafa ekki legið á liði sínu og eiga þakkir skildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.