Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 51 Þannig er miðað við að þurrmjólkurblöndurnar innihaldi 67-70 kcal í 100 ml, 1,5 g af prótínum og 3,5 g af fitu í 100 ml. Fitan er ýmist blönduð jurtafita eða kúamjólkurfita og gefur um 45% af orkunni, svipað og móðurmjólkin gerir. Mjólk- ursykur hefur mest verið notaður sem kolvetni, en nú eru komnar á markaðinn þurrmjólkur- blöndur sem innihalda engan mjólkursykur. Nú orðið er vítamfnum og steinefnum bætt í þurr- mjólkurblöndurnar. Járnskortur Járnskortur hjá börnum á fyrsta ári getur haft varanleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska einstaklingsins. Járnmagnið í móðurmjólkinni er lítið, en nýtist mjög vel og þarf því ekki að gefa þeim járn aukalega fyrsta hálfa árið, ef þau eru á brjósti. Eftir sex mánaða aldur þarf að gefa þeim járn- ríka fæðu eða járn í öðru formi. Börn sem ekki fá brjóstamjólk fyrstu mánuðina þurfa að fá járn í þurrmjólkurblöndunni eða aukalega með. Fyrir- burar þurfa einnig járngjöf. Á öðru ári getur verið hætta á járnskorti, eink- um vegna þess að börnin drekka mikla kúamjólk á kostnað annarrar næringar. Járnskortur á öðru ári er talinn geta orsakað hegðunartruflanir, en hefur ekki eins alvarlegar afleiðingar og á fyrsta árinu. Sérstakar þurrmjólkurblöndur Sum börn þola ekki kúamjólk, önnur þola ekki heldur þurrmjólkurblöndur búnar til úr kúamjólk og í undantekningartilfellum þola börn ekki móð- urmjólkina. Sojamjólk hefur verið notuð í sumum slíkum tilfellum. en mörg börn sem ekki þola kúamjólk- urafurðir mynda einnig ofnærni eða óþol gagnvart sojamjólkinni. Sojamjólkin er laus við mjólkursykur (lactose) og kemur sér því vel fyrir börn sem hafa skort á vissum hvötum í meltingarvegi (lactase). Þau börn sem hvorki þola prótínin í kúamjólk né soja- mjólk geta fengið þurrmjólkurblöndur sem inni- halda amínósýrur eða peptíð. það er frumeindir prótíns. Þær blöndur eru yfirleitt framleiddar með sér- stöku niðurbroti (hydroly 3e) á kúamjólkurprótín- um. Þessar þurrmjólkurtegundir eru dýrar. Þegar farið er að gefa slíkum börnum aftur þurrmjólkurblöndur úr heilurn prótínum þarf að fara mjög gætilega og er það yfirleitt gert undir lækniseftirliti því að þau geta fengið hastarlegar ofnæmissvaranir. Fæðuóþol og innuntökur Flest börn æla eða kasta upp fyrstu mánuðina og er það hvimleitt en jafnan meinlaust. Hins vegar geta þrálát uppköst sem halda áfram verið vísbending um fæðuóþol eða ofnæmi. Önnur einkenni sem geta verið vísbending um slíkt óþol eða ofnæmi eru niðurgangur, vanþrif, andþyngsli, þrálátar öndunarfærasýkingar, blóð í hægðum og fleira. Innantökur eru vel þekkt fyrirbæri, en ekki vel skilgreint.Ýmsar orsakir geta verið fyrir þeim og eru helstar of mikil eða of lítil fæðugjöf, linar eða harðar hægðir, sýkingar svo sem miðeyrnabólgur og þvagsýkingar, streita í umhverfi og fleira. Hjá móður með barn á brjósti getur fæða hennar vald- ið óværð hjá barninu. Þannig hefur til dæmis verið sýnt fram á að þegar móðir drekkur kúamjólk er hægt að finna kúamjólkurprótín í móðurmjólk- inni á eftir og er það stundum talið geta valdið óþoli og innantökum. Börn með innantökur eru yfirleitt með þaninn kvið vegna þess að þau gleypa mikið af lofti þegar þau drekka og sérstak- lega þegar þau gráta. Þannig getur komið upp vítahringur þegar þau eru óvær. Innantökur ganga yfirleitt yfir í kring um þriggja mánaða aldurinn. Léttmjólk og undanrenna innihalda mikið af prótínum og söltum og eru yfirleitt ekki heppileg ungbarnafæða fyrstu tvö árin. Föst fæða Fyrst eftir fjögurra til sex mánaða aldur geta börn farið að sitja og snúið höfðinu til að láta í ljós löngun í mat eða afneita honum. Ef þarf að gefa næringu með brjóstamjólkinni á þessum tíma er best að byrja á grautum úr hreinum kornmat svo sem hrísmjöli eða haframjöli. Eftir sex mánaða aldurinn er ágætt að gefa snemma stappaða ávexti, salöt og magurt kjöt auk grautanna. Best er að láta líða um viku á milli þess að gefin er ný fæða til þess að uppgötva megi ef barnið þolir hana ekki. Hunang og sýróp á ekki að gefa á fyrsta árinu, er það ekki síst vegna hættu á sýkingum. Eiginlega fasta fæðu á ekki að gefa fyrr en börnin eru orðin átta til níu mánaða göm- ul. Þá þarf alltaf að fylgjast vel með þeim þegar þau borða vegna hættu á að maturinn standi í þeim. Næring eldri barna og unglinga Mikilvægt er að vanda til næringar barna og ungmenna. Á undanförnum árum hafa komið fram vaxandi upplýsingar um áhrif fæðu á þróun ýmissa sjúkdóma,sem koma fram síðar á ævinni. Gildir það ekki síst um hjarta- og æðasjúkdóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.