Kjarninn - 29.08.2013, Page 14

Kjarninn - 29.08.2013, Page 14
gjörningi vísaði hann meðal annars til þess að honum hefðu verið afhentar undirskriftir um 56 þúsund manns sem hefðu skorað á hann að taka þessa ákvörðun. Forsetinn sagð- ist hafa látið framkvæma stikkprufur úr listanum, enda hafði komið fram gagnrýni á að bæði Mikki mús og Andrés önd væru á honum. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fylgdi á eftir, þeirri fyrstu í lýðveldissögunni eftir beitingu málskotsréttar forseta, höfnuðu 93,2 prósent kjósenda samningnum. 5/09 kjarninn stjórnmál tÍu pRÓSEnt áttu Að tRyggJA ÞJÓðARAtkvæði Hinn 20. október 2012 var kosið um hvort ýmsar tillögur stjórnlagaráðs ættu að verða lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Ein spurninganna sem þar voru undir var eftirfarandi: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?“ tæplega 2/3 þeirra 72.523 manna sem svöruðu þessari spurningu gerðu það játandi. Í henni var ekki til- tekið hvaða hlutfall ætti að vera um að ræða. Það var hins vegar gert í tillögum stjórnlaga- ráðs. Í 65. grein þess frumvarps sem ráðið vildi leggja fram er fjallað um málskotsrétt þjóðarinnar. Þar stendur: „tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.“ Kosningabærir Íslendingar voru 235 þúsund árið 2012. Það hefði því þurft um 23.500 manns til að knýja á um þjóðaratkvæðagreiðslu ef tillögur stjórnlagaráðs hefðu orðið að veruleika.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.