Kjarninn - 29.08.2013, Side 21

Kjarninn - 29.08.2013, Side 21
B andaríkjaher er nú búinn undir árás á sýrlensk skotmörk og Bretar og Frakkar virðast tilbúnir að slást í hópinn. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna kom sér ekki saman um aðgerðir á fundi sínum í gær. Tilefni mögulegrar hernaðaríhlutunar er efnavopnaárás í Ghouta í nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus í síðustu viku. Samtökin Læknar án landamæra segja að 355 hafi látist í árásinni, sem hefur verið eignuð stjórnvöldum. Óhugnan- legar myndir og myndbönd virðast sýna að fólk í Ghouta hafi orðið fyrir eitrun vegna efnavopna og hafa vakið gríðarlega hörð viðbrögð. Stjórnvöld í Sýrlandi neita því að hafa staðið fyrir efna- vopnaárásinni og vilja að stjórnvöld í Bandaríkjunum sanni ásakanir þess efnis. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) reyna nú að halda áfram rannsókn sinni á notkun efnavopna í borgara- stríðinu. Rannsóknin hefur tafist í vikunni vegna öryggis- mála að sögn SÞ, en í byrjun vikunnar var skotið á bílalest sérfræðinga stofnunarinnar. Stjórnvöld og uppreisnarmenn kenna hvort öðru um skotárásina. Rannsókninni var haldið áfram í gær. Þegar fregnir bárust af málinu í síðustu viku var bent á að það væri mjög einkennilegt ef stjórnvöld hefðu notast við efnavopn einmitt þegar embættismenn SÞ væru staddir í landinu að rannsaka slíkar árásir. En þrátt fyrir staðfasta neitun hafa sýrlensk stjórnvöld ekki getað gefið aðra trú- verðuga skýringu á því hvað hafi átt sér stað. Og það er erfitt að komast að því hvað raunverulega gerðist og hver ber ábyrgð á því, meðal annars hefur reynst erfitt að komast á staðinn til að kanna málið. Miðað við yfirlýsingar stjórnmálamanna virðist samt ekki ætlunin að bíða eftir því að atburðarásin skýrist, til dæmis með rannsókn SÞ. Þeir segja „lítinn vafa“ á því að stjórnvöld beri ábyrgð á árásinni. John Kerry, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í byrjun vikunnar að óneitanlegar sannanir væru fyrir hendi um efnavopnaárás, sem væri líklega á ábyrgð stjórnvalda. David Cameron, forsætis ráðherra Bret AlþjóðAstjórnmál Þórunn Elísabet Bogadottir thorunn@kjarninn.is 2/08 kjarninn alþjóðastjórnmál

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.