Kjarninn - 29.08.2013, Side 64

Kjarninn - 29.08.2013, Side 64
Ef TM þyrfti að greiða út vegna hennar bæri félagið því enga áhættu, vegna þess að endurtryggingin myndi endur- greiða alla upphæðina. TM vill gögn rannsóknarnefndarinnar Í tengslum við þetta mál óskaði lögmaður TM eftir að- gangi að öllum gögnum sem safnað var saman við vinnslu Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og vistuð eru á Þjóð- skjalasafninu. Líklegt verður að teljast að tilgangur þeirrar beiðni hafi meðal annars verið sá að komast yfir gögn sem gætu mögulega sýnt fram á að mennirnir þrír hefðu brotið vísvitandi af sér í starfi. Óskinni var synjað tvívegis, í lok mars 2011 og í júlí 2012. TM kærði þá synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni kom fram að beiðni TM „byggði á því að félagið hefði mikla hagsmuni af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum þar sem fyrrverandi stjórnendur Glitnis banka hf. hefðu höfðað mál á hendur kæranda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem gerð væri krafa á hendur kæranda á grundvelli svokallaðrar stjórnendatryggingar sem Glitnir hafi keypt hjá kæranda vorið 2008 og gilda átti í eitt ár frá 1. maí 2008“. Beiðnin var í fjórum hlutum. Í fyrsta lagi vildi TM fá aðgang að öllum gögnum sem rannsóknarnefndin hafði undir höndum við gert skýrslu sinnar. Í öðru lagi óskaði TM eftir aðgangi að gögnum sem vörðuðu tiltekin mál í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem sett var fram í 23 tilgreindum töluliðum. Í þriðja lagi óskaði TM eftir því að fá aðgang að gögnum tengdum einstökum gerningum og/eða samningum sem talin voru upp í 46 liðum. Í fjórða lagi var óskað eftir aðgangi að sérstaklega tilgreindum gögnum í 29 töluliðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun Þjóðskjalasafnsins um að synja um aðgang að gögnunum sem notuð voru við gerð skýrslu rannsóknarnefndarinnar í maí síðastliðnum. smelltu til að lesa úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál 03/03 kjarninn Dómsmál

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.