Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.1984, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.1984, Side 4
FRÉTTIR % Gourmerað á Skansinum með Ragga _ S.l. föstudagskvöld var undirrituðum og Ragga Sjonna, boðið út á Skansinn að borða. Tilefnið var, að þau eru nýbúin að taka í notkun nýtt og fullkomið eldhús sem á víst fá sér lík annars staðar á landinu. Við Raggi mættum á stað- inn um 8 leytið í spari- görmunum og það heíði þurft að vefja handklæði um mittið á Ragga, svo rosaleg voru garnahljóðin, því hann haiði ekki nærst allan daginn. Hann sagði að það væri vegna þess að hann ætti að borða á Skansinum í kvöld, en ég held að það hafl fyrst og fremst verið vegna þess, að konan var fyrir sunnan í fermingarveislu. Allt um það, okkur var r Samkomur í Landa- kirkju Skírdagur: Fermingarmessa kl. ll.OOog kl. 14.00. Föstudagurinn langi: Messa kl. 14.00. Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 14.00. 2. páskadagur: Ferming kl. 14.00 Guðsþjónusta á sjúkrahús- inu kl. 14.00. Hraunbúðum kl." 14.45. 'Þriðjudagur, 24. apr.: Altarisganga. Miðvikudagur, 25. apr.: Altarisganga. vísað til sætis við hliðina á stærsta leyndarmáli Eyjanna, en það eru tæknimenn Fox- anna kallaðir. I sneplinum sem þú hefur fyrir framan þig, var í síðasta tbl. gefinn upp matseðill sem kom munnvatninu á stað bara við lestur hans. Við Raggi hugsuðum okkur því gott til glóðarinnar og til- kynntum henni Sólveigu að við ætluðum að fá réttina sem voru auglýstir. Við fengum allt þetta og meira með, því þegar kokk- arnir, þeir Eddi og Bjarni snæðingur, fréttu að við ætluðum fyrst og fremst að borða vegna nýja eldhússins, stungu þeir upp á að við fengjum þennan matseðil og sitt lítið af hverju af öðrum réttum. Að sjálfsögðu geng- um við að þessu og settum okkur í stellingar. Til að byrja með fengum við koníakslagaða humar- súpu, mjög góða, sem heíði nægt í sjálfu sér sem fullgild kvöldmáltíð. Þar sem þetta var í eina skiptið sem undir- ritaður hefur borðað humar- súpu er ekki hægt að bera hana saman við fyrri eintök, en mér býður í hug, að það sé langt í að ég fái jafn góða humarsúpu og þessi var. Raggi Sjonna var orðinn eins og mynd sem er sýnd of hratt. Því næst fengum við hálfs fermeters bakka, þar sem á var hlaðið ýmsu góðgæti, eins og grilluðum kjúklingum, kryddlegnum svínakótelett- um, glóðarsteiktri lambapip- arsteik og glóðuðum nauta- vöðva. Með þessu var borið karrý og rauðvínssósa og gratinerað grænmeti, soðið undir gufuþrýstingi. Tækjakostur og melting Öllum var þessum mat torgað með bestu lyst. Af einstökum réttum má ekki láta hjá líða að lofa lamba- kjötið, sem hófsig til skýjanna að sjálfsdáðum og skráði sig í minninguna sem einhver sá albesti matur, sem komið hefur inn fyrir mínar varir. Þeir í eldhúsinu höfðu greini- lega kunnað á það, því það velverkað og tilreitt lamba- kjöt er al besta kjöt, sem til er og getur ekkert jafnast á við það, hvort sem um er að ræða holdanaut eða aligrágæs. Allur þessi matur þurfti sitt pláss og voru menn að vonum orðnir nokkuð dasaðir á eftir, svo við létum líða hálftíma áður en við létum svo lítið að þakka fyrir okkur og skoða eldhúsið, sem er engu líkt. Ofnar, með rakastillingu, pottar fyrir gufusuðu undir þrýstingi, glóðagrill, sem hægt er að hafa 3 mismun- andi hita á samtímis, eftir því sem við á, grænmetis kæli- borð, sósuhitaborð, gratin- ofn, sem tilreiðir fiskinn á disknum, eða leggur yfir lauksúpuna, allt þetta og mikið, mikið meira gerir eldhús Gestgjafans og Skans- ins að einu af þremur bestu eldhúsum á Islandi í dag. GKM r “> Samkomur í Betel um bænadagana 19. apríl, skírdagur: Brauðsbrotning fyrir söfnuð- inn kl. 20.30. Stjórnandi Óskar Guðjónsson. 20. april, íostudagurinn langi: Samkoma kl. 16.30. Stjórn- andi, Snorri Óskarsson. 22. april, páskadagur: Samkoma kl. 16.30. Stjórn- andi, Hjálmar Guðnason. 23. apríl, annar í páskum: Samkoma kl. 16.30, stjórn- andi Óskar M. Gíslason. Þjónustulið Skansins ATVINNA Hraðfrystistöðina vantar starfsfólk í pökkun og snyrtingu. Upplýsingar í sima 2305. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja VÍDEÓKLÚBBUR VESTMANNAEYJA: Opið um bænadagana sem hér segir: Skírdag kl. 3-9 Föstudaginn langa LOKAÐ Laugardag 3-8 Páskadag LOKAÐ 2. páskadag 3-6 _________GLEÐILEGA PÁSKA____________ TILBOÐ í MÁLUN Óskað er eftir tilboði í málun á fjölbýlishúsinu Hásteinsvegur 60-64, hér í bæ. Nánari upplýsingar geíúr Birkir í síma 1596 eða Guðlaugur í síma 1580. - Tilboðum skal skilað fyrir 28. apríl næstkomandi. Opnunartími um páska: Páskaliljur; Skírdagur kl. 9-18 Laugardagur kl. 9-18| |2. í páskum kl. 9-18 MUNIÐ að panta fermingarskreytingamar I í tíma. Vorum að taka upp nýja sendingu af glösunum vinsælu. - Páskakerti - páskaungar - SIMI 2047

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.