Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.1984, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.1984, Side 10
i ki t rm ) Volvo bílar endast lengst Við rákumst á dögunum á merkilega skýrslu sem sænska bifreiðaeftirlitið hafði gert. I skýrslunni var kannaður meðalaldur bíla í Svíþjóð. Kom þar m.a. fram, að meðalaldur Volvo hefur auk- Volvo verksmiðjurnar hafa einnig um árabil verið leið- andi í öllu er snertir aukið öryggi í umferðinni. Hafa þeir m.a. þróað hemlakerfi sem á sínum tíma þótti algjör ist úr 19,3 í 20,7 ár, svo að jafnvel lúxusmerkið Merc- edes Bens bliknar í þeim samanburði. Við látum fylgja með til gamans 15 fyrstu sætin í þessari könnun. bylting hvað þau mál varðar. Barnastólanna frá Volvo er víst óþarfi að kynna fyrir lesendum, má ætla að annar hver barnabílstóll sem er í umferð núna sé framleiddur af Volvo, eða viðurkenndur að tilraunadeild Volvoverk- smiðjanna. Með árunum hefur hinn almenni neytandi stöðugt gert hærri kröfur um aukið öryggi þeirra bíla sem hann kaupir sér, samtímis því sem ílest lönd hafa sett ákveðinn öryggisstuðul sem allar bif- reiðar verða að uppfylla, til að verða gjaldgengar á bíla- mörkuðum í hverju landi fyrir sig. Þessar auknu öryggiskröfur hafa komið Volvo bílnum vel og er hann nú í stöðugri sókn, hvar sem er í heiminum. Er nú svo komið, að 1 afhverjum 40 Islendingum ekur um á V olvo. Þó er það all langt í frá þeim frændum okkar svíum, en þar eru að meðaltali 8,4 Svíar um hvern Volvobíl. Saga Volvo er saga réttra ákvarðana á réttum augna- blikum. Þegar „japanska byltingin,“ á bílamarkaðin- um hófst, lentu bílaframleið- endur í Evrópu á köldum klaka í unnvörpum. Flestir þurftu að segja þúsundum starfsmanna sinna upp og einbeita sér að því að í'rarn- leiða bíla sem á einn eða annan hátt voru svipaðir hinum japönsku, litlir og með lágmarks tilkostnaði. Þeir hjá Volvo gerðu þver- öfugt miðað við hina. Þeir juku öryggiskröfurnar og settu sér það mark að fram- leiða bíla sem væru það góðir. að fólk vildi þá frekar, þótt verðmunurinn gæti verið nokkur. í árabil óg þessi stefna salt, en það má með sanni segja, að með tilkomu 760 línunnar 1982 hafi björn- inn loks unnist og að sigur- ganga Volvobílanna hafi breyst í sigurhlaup. 15 endingarbestu bílarnir 1. Volvo 20,7 ár. 2. Mercedes Bens 19,6 ár. 3. Folkswagen 16,7 ár. 4. BMW 15,5 ár. 5. SAAB 15,3 ár. 6. Opel 14,9 ár. 7. Ford 14,1 ár. 8. BMC 13,6 ár. 9. Vuxall 13,1 ár. 10. Renault 13,0 ár. 11. Audi 12,9 ár. 12. Fiat 12,6 ár. 13. Citroen 12,3 ár 14. Peugeot 12,3 ár. 15. Simca 11,4 ár. Hagkvæmara viðhald á Eyjaflotanum S.l. tvö ár hafa verið haldin námskeið innan skipaiðnaðar ins í landinu. Þessi námskeið hafa gengið út á það að samræma undirbúning og framkvæmd skipaviðgerða, og var eitt slíkt haldið hér í Eyjum fyrir skömmu. Ekki er ofmælt, að þörfin fyrir sameiginlegan vettvang allra þeirra sem hafa á sinni könnu viðhald og viðgerðir íslenska skipaflotans er mjög mikil. Þetta gerðu heildarsam tök smiðja og skipasmíða- stöðva (SMS) og útgerða (LÍU) sér ljóst og því var að tilstuðlan þeirra efnt til fyrsta fjögurra daga námskeiðsins í upphafi árs 1982. Ákveðið að láta reynsluna skera úr um hvort framhald yrði á þessu starfi. Jafnframt því sem næstu námskeið voru haldin, unnu samtök málmiðnaðar- fyrirtækja umtalsvert starf í Þessir tóku sig til og sóttu sér endurmenntun á umræddu námskeiði, og þóttu bara standa sig nokkuð vel. Svo sagði Tóti sendill allavega. sinna við að bæta ýmislegt sem lýtur að innra eftirliti og stjórnun. Ennfremur var unnið að bví að eefa út SFI fiokkunar- kerfið fyrir skip, sem er grundvallargagn til að koma á samræmingu innan útgerð- a, skipasníðastöðva og smiðja og einnig, og ekki síður, samræmingu milli þessara aðila. Einn afrakstur þessa starfs er sá, að hér í Eyjum er nú hafin vinna við aðgerðir til endurskipulagningar á öllum vinnubrögðum við viðhald og viðgerðir Eyjaflotans. Þessar aðgerðir eru á vegum Meistarafélags járniðnaðar- manna og fara fram bæði hjá útgerðum, um borð ískip- unum og í viðgerðarfyrir- tækjum í landi. Aðgerðirnar felast einkum í því aðleið beina vélstjórum við að semja markvissan og aðgengilegan viðgerðalista, aðstoða útgerð- inrnar við að vinna upp útboðsgögn og senda til vænt- anlegra viðgerðaaðila og að- stoða þá við að semja tilboð og ganga frá samningum um viðgerð. Þá verða öllum sem hlut eiga að máli leiðbeint um undirbúning fyrir sjálfa við- gerðina og hvernig á að standa að eftirliti meðan á viðgerð stendur. Síðast en ekki síst verður svo unnið að skipulegu uppgjöri, þar sem upplýsingum um viðgerðar- verk er safnað saman og þeim raðað upp með kerfis- bundnum hætti bæði hjá útgerðum og smiðjum í því augnamiði að hafa upp- lýsingarnar aðgengilegar sem grundvöll að fyrirbyggjandi viðhaldi skipanna. Á fyrrnendum námskeið- um er farið vandlega yfir alla þætti og skapa þau grundvöll inn til að koma á endurbótum hjá útgerðum og viðgerðar verkstæðum, sem stuðla að meiri hagkvæmni í viðhaldi flotans; þar er eftir feyki- miklum verðmætum að slægjast. Þess er að vænta, að með umræddum aðgerðum hér í Eyjum, sé stigið mikilvægt skref til þess annarsvegar að bæta viðhald flotans og gera það hagkvæmara fyrir útgerð irnar og hinsvegar til að stuðla að því, að íslensk viðgerðarfyrirtæki verði betur samkeppnishæf við erlenda aðila hvað varðar skipaviðgerðir. HELGARFERÐ MEÐ FLUGLEIÐUM upplýsingar síma 1520 / 1FLUGLEIDIR Gott lólkhjá traustu félagi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.