Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 64

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 64
varðar færslu á vaxtatekjum og -gjöldum milli þeirra. í þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (SNA) er ekki gert ráð fyrir neinni leiðréttingu vegna verðrýrnunar peningalegra eigna/skulda, þ.e.a.s. nafnvextir eru færðir til tekna og gjalda. Ef þeirri aðferð væri fylgt, mundu allar niðurstöður um sparnað einstakra geira, sem er eitt grundvallarhugtaka í þessari uppgjörsaðferð, verða afar villandi. Þannig yrði sparnaður skuldugra geira, s.s. fyrirtækja og opinbera geirans vantalin, en sparnaður geira eins og heimilanna, sem eru nettó lánveitendur oftalinn. Jafnframt má nefna að á þennan mælikvarða litið yrði sparnaður heimilanna því meiri sem verðbólga er hærri. Ástæða þessa er sú, að líta má á þann hluta nafnvaxta, sem svarar til verðbólgu, sem einskonar afborganir (verðbætur). Afborganir eiga að færast á fjármagnsstreymisreikning en teljast hvorki til tekna né gjalda. Þær hafa hins vegar áhrif á sparnað þar sem nettóeign vex og að auki minnka tekjur til neyslu. Þótt hugtakið „raunvextir“ sé nokkuð vel skilgreint sem prósentuleg ávöxtun á ári að frádreginni verðbólgu, gildir öðru um mat á raunvaxtatekjum. Koma þar allmargar aðferðir til greina, sem gefa mismunandi niðurstöðu. Meðferð vaxta og verðbóta í skattalögunum frá 1978 hefur í för með sér að vaxtatekjur og -gjöld atvinnuveganna frá 1979 eru ósambærileg við fyrri ár. En auk vaxta og greiddra verðbóta er nú öll uppfærsla lána, hvort sem er miðað við innlent verðlag eða verð erlends gjaldeyris, færð að fullu sem fjármagnskostnaður á rekstrareikning fyrirtækja. Á móti er færð til tekna verðrýrnun skuldanna. Sú færsla er gerð með því, að margfalda peningalega stöðu í lok síðasta árs með verðbreytingarstuðli, sem ákveðinn er af Ríkisskattstjóra. Einn kostur þessarar aðferðar er, að hún er einföld. Þetta er þó á kostnað nákvæmni, en nánar er um þessi mál fjallað í Atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar. Verðbreytingarstuðullinn tekur mið af meðalhækkun byggingarkostnaðar milli ára. Hækki lánskjaravísitala eða verð erlends gjaldeyris umfram hækkun byggingarkostnaðar, kemur mismunurinn í reynd fram sem hækkun raunvaxta á þeim lánum, sem tryggð eru með lánskjaravísitölu eða erlendum gjaldeyri. Þá má einnig færa rök fyrir því að réttara sé að miða við hækkun verðlags frá upphafi til loka ár. Fráviksaðferð sem margir endurskoðendur nota er byggð á greiningu á breytingu peningalegra skulda/eigna í raun- og verðhluta. Raunhlutann má líta á sem vísbendingu um sparnað (jákvæðan eða neikvæðan) og er hann fundinn með því að færa eignir og skuldir í ársbyrjun og -lok til meðalverðlags ársins, en mismunur þessara stærða telst raunhlutinn. Verðhlutann má líta á sem verðrýrnun eigna vegna verðbólgu og má draga þá stærð frá nafnvaxtatekjum og -gjöldum við mat á raunvaxtafjárhæðum. í riti OECD Measuring the Effects of Inflation on Income and Wealth er mælt með síðarnefndu aðferðinni. Þrátt fyrir ýmsa kosti hennar er henni ekki beitt í þeim reikningum sem hér fylgja. I stað hennar er notuð sú aðferð að meta nafnvaxtaprósentu á grundvelli upplýsinga um nafnvaxtagreiðslur. Raunvaxtaprósenta er síðan fundin með því að draga frá nafnvaxtaprósentu hækkun lánskjaravísitölu. Raunvextir í krónum eru því næst reiknaðir með því að margfalda raunvaxtaprósentuna af meðalstöðu viðkomandi eignar/skuldar. Tilfærslur. Aðall tilfærslna er, að þær eru greiðslur milli aðila án þess að á móti komi flæði vöru eða þjónustu, þ.e. ekki er um að ræða „quid pro quo“ viðskipti. Tekjutilfærslur eru greiddar af tekjum greiðanda og ganga til neyslu eða annarra útgjalda viðtakanda á sama uppgjörsári. Dæmi um tekjutilfærslur eru beinir skattar og bætur almannatrygginga. a. Beinir skattar. Til beinna skatta eru taldir tekju- og eignarskattar, útsvar, sjúkratryggingargjald, sóknar- og kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og sértakur skattur á innlánsstofnanir. Aðrir skattar teljast til óbeinna skatta og færast ekki í tekjureikning, en dragast frá vinnsluvirði þegar þáttatekjur eru reiknaðar. Erfðafjárskattur telst fjármagnstilfærsla og kemur því ekki inn í tekjureikn- ing. b. Iðgjöld og bætur tjónatrygginga. Eins og áður sagði eru nettóiðgjöld og bætur tjónatrygginga talin tilfærslur. Samkvæmt skilgrein- ingu eru nettóiðgjöld að frádregnum rekstrarkostnaði tryggingafélaga jafnar bótum sé litið yfir allt 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.