Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Side 23

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Side 23
Þ J Ó Ð I N „Sönnun“ Nýja daglilaðsins cr blekkirig. Þess er þá fyrst að geta, að sósí- alistastjórnir og sósíalistaflokkar þessara landa liafa hagað sér ólíkt skynsamlegar en sósialistarnir hér á landi. Þeim hefir yfirleitt farið lands- stjórnin sæmilega úr hendi. Þeir liafa forðast að vera með nefið niðri í hverri kirnu og afskipti þeirra af efnahagsmálum liafa ekki gefið verulegar ástæður til þess að óttast um afkomu þessara þjóða. Þessú er á annan veg farið hér á landi. Stjórnarflokkarnir og ríkis- stjórnin hafa tamið sér þá háttu, að láta ekkert afskiplalaust. Og þar sem þessir aðilar eru svo ákaflega langt frá þvi að vera alvitrir, hqfa þeir valdið auðn og örhvrgð á flest- um sviðum þjóðlífsins. Þá hafa þeir með afskiptum sin- um af verzluar- og efnahagsmálum valdið ótta og athafnaleysi og látið eftir sig atvinnuleysi og eymd. Og þar sem vitað er, að eymd og vol- æði skapa þann jarðveg, sem kom múnisminn vex úr, er engin furða þó að vaxtarskilyrði lians séu betri hér á landi en á öðum Norðurlönd- um. Sósialistaflokkar þessara fjögurra þjóða hafa lítil mök haft við kom- múnista. Þeir hafa lítið mark tekið á samfylkingarhjali þeirra og ekki tekið upp stefnu þeirra. Hér á landi hefir þessu verið annan veg farið. Hér hafa sósíalistar keppt að þvi marki um langt skeið, að vera kom- múni8tiskari en kommúnistar; 123 reynt að slá þá út, stela frá þeim stefnunni. Með þessu háttalagi liafa forkólf- ar sósíalista beinlínis fleygt fylgis- mönnum sínurn i fangið á kommún- istum. Það er því margt ólíkt með skyld- um: Alþýðuflokknum á Islandi og sósíalistaflokkum Finnlands, Svi- þjóðar, Noregs og lJanmerkur. Eín jiað er þó ekki stefna eða stjórnarhættir sósíalistaflokkanna í þes'sum fjórum löndum, sem fyrsl og fremst hafa linekkt kommúnist- um þar. Aðrar ástæður liafa valdið jiar meiru um. Það er mörgum kunnugt, að Sov- jet-Rússland rekur víðtæka njósn- arstarfsemi á Norðurlöndum. Rúss- neskur njósnari komst undir manna hendur i Noregi og jiá varð almenn- ingi Ijóst, hver hætta hér var á ferð- um. Furðuflugvélarnar, sem full- yrt er að verið liafi rússneskar rannsóknarflugvélar, áróður komm- únista i námubæjum Norður-Sví- jijóðar og ýmislegt fleira hefir vald- ið þvi, að Norðurlandabúar hafa illan bifur á Rússum. Sú skoðun iiefir þyi fengið byr undir seglin, að Rússar hugsi til hernaðarað- gjörða á Norðurlöndum. Norðurlandaþjóðirnar verja nú miklu fé til hervarna. Norðmenn verja t. d. miklu fé til hervarna i Norður-Noregi. Og þar sem sósíal- istastjórn Noregs hefir gripið til slikra ráðstafana, er augljóst, að ekki er allt með felldu þar norður frá. Kommúnistaflokkunum er stjórn*

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.