Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Síða 49

Sagnir - 01.05.1982, Síða 49
Dorothy Thompson: Áhrif kvenna í Chartistahreyfingunni á 19. öld Það eru ekki ýkja mörg ár síðan konum varð ljóst að þær áttu sér sögu, sem hvergi er getið í kennslubókum eða fræðiritum. Það þarf ekki annað en að fletta upp í íslandssög- um frá öllum tímum, það virðist svo sem konur hafi ekki lifað í þessu landi, hvað þá að þær hafi gert eitthvað, nema auðvitað Ragnheiður biskupsdóttir sem syndgaði og Ólöf ríka sem bæði var rík og herská. Á síð- ustu 10—15 árum hafa konur um allan heim legið yfir gömlum heimildum um konur, hlaupið um með upptökutæki til að ná síð- ustu frásögnum gömlu kvennanna og enn aðrar hafa dustað rykið af gömlum skræðum, myndum og handverkum unnum af konum. Hin dulda saga konunnar er smám saman að koma í ljós. Bandarískar konur eru ótvírætt í fremsu víglínu, en í flestum löndum Evrópu streyma bækur á markað, það er þingað og grúskað svo sem efni leyfa. í Englandi eru þó nokkr- ar konur sem fást við kvennarannsóknir í sagnfræði, enda ekki verkefnaskorturinn í forysturíki iðnbyltingar og kapitalisma, suffragetta og alþýðubaráttu. Fyrir nokkrum vikum var hér á ferð breski sagnfræðingurinn Dorothy Thomson sem með fyrirlestri í Norræna húsinu opnaði fyrir okkur sinn viskubrunn um róttækar konur í Englandi á 19. öld. Dorothy Thom- son kom hingað með manni sínum E.P. Thomson sem einnig er vel þekktur sagn- fræðingur. Þau komu til að kynna friðar- hreyfingar í Evrópu og til að taka þátt í fundum Herstöðvarandstæðinga. Þau voru bæði gripin glóðvolg af sagnfræðingum og ekki nóg með það, Dorothy gaf okkur i kvennasöguhópnum góðfúslega leyfi til að endursegja fyrirlesturinn svo að fleiri mættu kynnast þessu dæmi um sögu sem sagnfræð- ingar hafa horft framhjá, en konur draga fram úr myrkri gleymskunnar. Um Dorothy Thomson er það annars að segja að hún kennir við háskólann í Birming- ham. Sérsvið hennar er alþýðuhreyfingar á 19. öldinni, einkum Chartistahreyfingin sem hún hefur skrifað bækur um. Áður en fyrirlesturinn hófst gafst tækifæri til að skjóta nokkrum spurningum að Dorothy um stöðu kvennasögu í Bretlandi. Hún sagði okkur að hingað til hefði einkum verið ritað um pólitíska sögu, baráttuna fyrir kosningarétti og borgaralegum réttindum, en sagnfræðingar (konur) úr röðum sósíalista hafa einkum fjallað um konur í verkalýðs- stétt og faglega baráttu þeirra. Fjölskyldan nýtur vaxandi athygli, svo og allt sem lýtur að uppeldi og innrætingu. Þarna er að finna hina þrjá meginstrauma kvennasögunnar, verið er að „fylla í eyðurnar“, kanna einka- lífið og rita sögu félagshreyfinga. Áður en við göngum til leiks skal rifjað upp að Chartistahreyfingin breska var fyrir- rennari verkalýðshreyfingarinnar og sósíal- iskrar hreyfingar. Blómaskeið hennar var 1838—1848. Hún barðist fyrir mannréttind- um og borgaralegum réttindum verkafólki til handa, en náði takmörkuðum árangri.1) Valdakerfi borgarastéttarinnar stóð traust- um fótum um miðbik 19. aldar, enda iðnað- urinn í örum vexti. Chartistahreyfingin varð sá baráttuskóli sem verkalýðsbaráttan byggði á síðar á öldinni, hún skapaði bar- áttuform og hefðir sem enn í dag einkenna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.