Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 23

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 23
ÞÚ SKALT EKKI . . . 17 fyrir eftirtektarvert mál. Einn af nafnkunn- ustu leiðtogum brezka Alþýðuflokksins, þing- maðurinn Bevan, hafði sótt pólitíska ráð- stefnu á Ítalíu, ásamt tveim flokksbræðrum sínum, og fréttaritari ensks blaðs skrifað, að þeir hafi allir hvað eftir annað verið undir áhrifum víns; þeirn hafi þótt ítölsku vínin of létt, og drukkið viskí — og ítalirnir kvart- að yfir þessu. Ekki þótzt vita hvenær Bret- unum væri full alvara — eða ummæli þeirra „undir áhrifum“. Bevan og félagar hans stefndu blaðinu. Þeir kváðust aldrei hafa ver- ið undir áhrifum víns rneðan þeir dvöldu á Italíu og aðeins einu sinni hafa bragðað þar viskí, einn eða tvo létta sjússa. Þeir kröfðust skaðabóta fyrir álj7gar, sem hlytu að vera til þess fallnar, að skerða virðingu þeirra og traust. Blaðið gat engar sönnur fært á orð fréttamanns síns, og var því dæmt til að greiða hinum þrem stjórnmálamönnum 2500 sterlingspund hverjum í skaðabætur. En ef íslenzkt blað er ekki sammála ein- hverju sem ég segi, þá getur það hefnt sín með því að ljúga upp á mig hverju sem því symst — það kostar í hæsta lagi nokkur hundruð króna sekt til ríkisjóðs, sem sumum finnst lmeyksli að skuli innheimt. Sá, sem logið er upp á, fær engar skaðabætur, nema beinlínis hafi verið gerð tilraun til að skerða atvinnutekjur hans. Hvernig væri að taka þessa sérstöku tegund af „prentfrelsi“ á dagskrá í Stúdentafélaginu? Allir eru sammála um, að fyrri tímar hafi átt til undarlegt þröngsýni í mati sínu á Iýsingum skáldanna á ástum og kynlífi. Fræg- asta dæmið er málsóknin út af Frú Bovary eftir Flaubert, sem var og er eitt mesta snilld- arverk heimsins í skáldsagnagerð. Auðvitað var hvergi ein Iína, eitt orð af klámi í sög- unni, fremur en yfirleitt í verkum hinna miklu skálda. En frú Bovary var gift ákaflega leið- inlegum manni, og sagði frá því, að aldrei hafi hún verið fallegri en eftir að hún fór að halda fram hjá honum, með manni sem hún var hrifin af. Þetta fannst sumum til þess fallið, að brjóta niður virðinguna fyrir hjónabandinu. En auðvitað endaði málsókn- in með því að bókin var leyfð. Síðan hefur stefnan verið sú, að sýna list- mni allt það frjálslyndi sem hugsazt gæti. En þó ekki takmarkalaust. Það mun hvergi í heimi vera hægt að sýna á málverkasýningu myndir af hverju sem er. Því skyldi þá vera leyft að skrifa hvað sem er? En nú flæðir klámið yfir heiminn úr öllum áttum — og í Reykjavík heyrði ég menn segja í haust: Iívað gerir klám til — hvers vegna banna það? Slíkt er náttúrlega afstaða, eins og hvað annað. Gerir yfirleitt nokkuð til? Er nokkuð fagurt — eða heilagt? Skiptir nokkuð máli, nema baráttan um völd og skiptingu arðsins? Við heimtum rök, sannanir fyrir að annað skipti máli. Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið orti Jónas Ilallgrímsson. Það kann að vera rétt, munu menn segja — en hvað snýr fram og hvað aftur? Hver ákveður það? Gæti ekki verið að það væri einmitt Mykle sem sneri fram? Og t. d. Daninn Paul Henningsen, sem einu sinni ldakkaði yfir því, í króníku í Politiken „hvor mange dejlige pornografiske viser der er fremkommet í Danmark i de senere aar“ (ég held ég muni þetta orðrétt, því mér varð á að staldra við þetta furðulega fagnaðaróp) — og nefndi síðan nokkrar af þessum vís- um? Sami Iienningsen sem nú er í óðaönn að gefa út hverja klámmyndabókina á fætjir annari, og er safn þetta meðal metsölubóka í Danmörku, að því er danskt blað hermir. Segi menn svo að hann hafi ekki dottið nið- ur á „fína forretningu“. Einn af fremstu filmleikurum og vinsæl- ustu dægurljóðasöngvurum Ameríku, Frank A. Sinatra, hefur nýlega kvartað yfir vagg- og-veltu músíkinni, sem nú gengur yfir heim- inn, og sagði að mest af því virðist samið af geggjuðum fíflum, bæði lög og textar, enda óþverri — plain dirty. Og rithöfundurinn Paul Gallico vitnar í orð Sinatra í tímaritsgrein, segist sjálfur árum saman hafa skrifað um vaxandi sora — increasing filthiness — í amerískum dægurlagatextum, og um þann jiátt sem þessi lög og kvæði ættu í siðlegri hnignun þjóðarinnar. Hann segir að þessir höfundar ættu skilið „spark í sína óþvegnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.