Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 26

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 26
20 HELGAFELL heimsins. Raunverulega skoðun sína á áhrif- um bókmennta lét hann í ljós í ritgerðinni Hnignun lyginnar, sem er eitt af því sem Wilde hcfur skrifað af dýpstri sannfæringu. Hann heldur því fram, að lífið leitist æfin- lcga, vitandi og óafvitandi, við að stæla listir og bókmenntir, herma eftir þeim. Þess vegna skipti miklu að þær séu fallegar — ef þær séu ljótar verði lífið ljótara. Maðurinn breytist með bókmenntunr og listum — sú breyting sé óhjákvæmileg, og hvern dag að gerast. Grikkir vissu, segir Wilde, að lífið fékk frá listunum ekki einasta „anda, dýpt í hugs- un og tilfinning, sálar-erfiði og sálar-frið“, heldur gat það „endurframleitt sjálfar línur og liti litanna, tiginleikann í verkum Fídías- ar, yndisleikann í myndum Praxteles.“ Þess vegna hafi Grikkir liaft óbeit á raunsæislist. „Þeim fannst hún hlyti að gera fólk ljótt, og það var rétt. hjá þeim.“ Sama gildir um bók- menntir. Wilde nefnir mörg söguleg dænri um áhrif þeirra á lífið. Hann virðist geta tekið undir orð Kants: „Náttúran setur ekki viti mannsins sín lög, heldur það henni“. Ég veit ekki til þess að neitt skáld hafi haft sterkari sannfæring en Wilde um rnátt bókmennta og lista til að móta manninn, og setja svip á líf hans — og vissulega ekki með því einu, hve vel væri skrifað, málað eða meitlað. Og fyrir rétti lagði Wilde áherzlu á, að hvergi væri í bókum sínum neitt ófagurt — nothing vulgar. 10. C’est' le ton qui jait la musique, segir franskt máltæki — það fer eftir tóninum hvernig músíkin verður. „Gladdi ek ina goll- björtu, gamni mær undi“ — stendur í Eddu. En í nútímabókmenntum gætir vaxandi til- hneigingar til lubbalegs munnsafnaðar og hrárrar frásagnar um lægstu fyrirbrigði kyn- ferðilegs lífs. Þegar löggjafinn bannar svívirðilegt klám, þarf hanjr engin önnur rök en þau, að menn vilji ekki að slíkt komi fyrir augu barna sinna né kvenna — og helzt einskis manns. Vilji það ekki — það er allt og sumt. Svívirðilegt tal um kynlíf manna og ógeðs- legar klámmyndir eru árás á hæfileikann til að elska og virða lífið. Ástin rnilli manns og konu kom inn i heiminn með vissri blygðun eða feimni. Ef kjóllinn hefði aldrei verið fund- inn upp, væru cngar konur til, aðeins kvendýr. Ef menn hefðu aldrei tamið sér siðað tal um samlíf manns og konu, þá væri það af því, að við værum ennþá aðeins dýr. Við viljum ekki að óvirt sé og niðurbrotið neitt sem áunnizt hefur í átt til sannrar siðmenningar. Við viljurn ekki leyfa fólki að ganga nöktu á götunni, né hvaða mynd sem er á málverj^a- sýningu, né sölu klámmynda á strætum eða í bókabúðum, né hvaða tal um kynlíf manna sem oltið getur upp úr einhverjum rithöf- undi — hvort heldur er af einfeldni, hégóma- hætti, strákskap — eða jafnvel enn tilkomu- minni hvötum. Þegar Moses bauð: Þú skalt ekki nekja líkama móður þinnar né systur — og margt annað svipaðs eðlis, sem í forneskju varð að banni, þá hafði hann engin rök franr að færa. Ef kaldranar þeirra tínra hefðu getað stefnt honunr á fund, til að standa fyrir máli sínu, hefði nrátt lesa í yfirskriftum daginir eftir (ef blöð hefðu þá verið til): Háðuleg útreið — Moses algerlega rökþrota í fundarlok. Moses hafði ekki öirnur rök en þau, að boðorðin væru frá guði. Heiðingjar nútímans myndu segja, að þau hafi verið fyrirskipuð af þeinr eðlishvötum (instinktunr), sem lrafa breytt okkur úr skepnu í nrannlega veru. Og sönru eðlishvatir heimta, að löggjöf og löggæzla siðaðra þjóða sé á varðbergi gegn blygðunarleysi og apahætti — líka þegar slíkt siglir undir fána bókmennta og lista. Við íslendingar erunr ekki lengur fátæk þjóð og ófrjáls. En þar fyrir er engin ástæða til þess að okkur byrji að standa á sama unr ísland. Hverju franr vindi, og hverskonar þjóð við séunt að verða. París, 3. nrarz lí)58 Kristján Albertsson EFTIRMÁLI Eftir ið ofanskráð bréf var sent heim, barst mér í liendur Ixik Jóhannesar úr Kötlum, Roðastcinninn og rit- frelsið. Flestu í henni, sem máli skiptir, er beint eða óbeint svarað í bréfi mínu. I’að glcður mig að skáldið lalar vinsamlega í minn garð, og liefur skilið að afskipti mín af þessu máli voru ekki sprottin af sadisma og fúlmennsku, svo sem vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.