Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 29

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 29
ERFÐAFRÆÐIN 159 Litþráðasamstæða Vixllengd með óbreyttri tengingu litþráðasamstæða Skýringarmyndin táknar litþráðasamslæður tveggja for- eldra (P) með konunum A -13 og a - B. Geta þau erfzt til afkvæmisins (Fi) með óbreyttri tengingu eða víxl- tengd A - B og a - b. Þess var áður getið, að við rýriskiptingu litþráðanna fengi hver kynfruma annan lit- þráð hverrar samstæðu líkamsfrumanna og hefði þannig helmingi færri litþráðatölu en þær. Meðal flestra dýra og þar á meðal í bananaflugunni er þó á þessu sú undantekn- ing, að í einni samstæðunni eru litþræðirnir ekki alltaf samlaga. Oft er annar litþráður- inn rýrari en hinn eða vantar jafnvel alveg. Eru þræðir þessarar samstæðu nefndir kyn- litþræðir til aðgreiningar frá hinum, sem kall- aðir eru samlitþræðir. Annar kynlitþráður í frumurn allra karlkyns bananaflugna er frá- brugðinn hinum að því leyti, að annar endi hans er beygður í krók, og má því auðveld- lega þekkja hann. Er sá oftast kallaður y- þráður en samstæða hans x-þráður. Máttur x-þráðarins er sá að ákvarða kyn, og eru karlflugur arfblendnar, með einn y- þráð og einn x-þráð. Séu hins vegar tveir einslaga x-þræðir í frumunum verður flugan kvenkyns, það er arfhrein hvað viðvíkur x- þráðum. Sést á þessu að kyn einstaklingsins lýtur erfðalögmálum og er þegar ákveðið í okfrumunni, þótt ýmsir hvatar geti hins veg- ar verkað þannig á einstaklinginn í upp- vexti hans, að hinn arfgengi kyn-eiginleiki geti deyf/.t eða ummyndazt með öllu, en það er undantekning. Samkvæmt því lögmáli, sem litþræðirnir deildu sér eftir niður í kynfrumurnar, fær helmingur sáðfrumanna y-litþráð en hinn helmingurinn x-Iitþráð. Aft- ur á móti verða öll egg með einum x-litþræði og þar sem jafnir möguleikar eiga að vera fyrir því, að sáðfruma með y-þræði og sáð- fruma með x-þræði frjóvgi egg, verða hlut- föllin jöfn millli myndunar kven- og karl- fósturs. Kynbundnar erfðir Það var árið 1910, að Morgan og félagar hans fundu hvíteygða bananaflugu meðal hinna rauðeygðu, og gátu ræktað undan henni ætt hvíteygðra flugna. Með andhverfum víxl- unum á rauðeygðum og hvíteygðum flugum tókst Morgan að sýna fram á, að gen það, sem veldur hvítum augnalit í bananaflugu, hlýtur að vera staðsett á x-litþræði, þar sem það fylgdi honum eftir frá hvíteygðri móður til sonar, og gerði soninn hvíteygðan. En son- urinn hafði aðeins y-litþráð á móti, og því ekki ríkjandi gen fyrir rauðum augum til þess að hylja þessa augnhvítu. Tilraun þessi hefur verið margendurtekin síðan þetta var, og fjöldi eiginleika í ýmsum dýrum hefur reynzt vera kynbundinn. Allt þykir þetta benda til þess, að erfðaeindirnar séu bundnar litþráðunum. Af kynbundnum eiginleikum má til dæmis nefna litblindu manna. Margir karl- menn geta ekki greint grænan lit frá rauðum. Er það sökum þess, að þeir hafa víkjandi gen fyrir litblindu í x-þræði sínum. Börn þeirra verða öll með eðlilega sjón, hafi móðirin ekki líka gen fyrir litblindu. Aftur á móti eru helmings líkur fyrir því, að dóttursynir mannsins verði litblindir, en ekki sonarsynir, því að sá er háttur kynbundinna erfða, að þær ganga frá móður til sonar, og sé um víkj- andi eiginleika að ræða, eru þeir duldir í mæðr- unum en koma aðeins fram í sonunum. Sama máli gegnir með annan kynbundinn eigin- leika í mönnum og er sá öllu alvarlegri. Er það sjúkdómur hinna svokölluðu blæðara, en blóð þeirra vantar storknunarefni. Þessi eigin- leiki er aðeins þekktur meðal karlmanna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.